Samfylkingin stjórntæk?

Hamagangur og viðbrögð innan úr Samfylkingunni, úr þingliði hennar og ekki síst ráðherraliði benda til þess að flokkurinn sé hreinlega ekki hæfur til setu í ríkisstjórn.

Ef hins vegar það verða kosningar í vor og úrslit eitthvað í líkingu við niðurstöður nýlegra skoðanakannana, er ástæða til að búa sig undir að pakka saman og flytja úr landi. Eftir "stórsigur" vinstri flokkana árið 1978 hófst eitt lengsta samfellda niðurlægingartímabil í efnahagssögu lýðveldsins. Verðbólga fór yfir 100% á tímabilinu, en ekki komst á stöðugleiki á aftur fyrr en á 10. áratug síðustu aldar. 


mbl.is Telja forsendur ríkisstjórnarsamstarfs brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn er sjálfur ekki alveg óumdeildur

Núverandi forseti hefur sjálfur kallað yfir sig gagnrýni og að mörgu leyti gengið gegn þeim venjum sem mótaðar voru í tíð fyrri forseta. Augljósasta dæmið er þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svonefndu. Með því varpaði hann sprengju inn í bæði hið pólitíska samfélag sem við búum við og segja má að þjóðin hafi ekki jafnað sig á.

Eins hefur forsetinn verið virkur í pólitískri umræðu og þegar hann var kjörinn var hann aðeins nýstíginn úr pólitískri þátttöku sem formaður Alþýðubandalagsins og sem þingmaður og ráðherra. Sem fjármálaráðherra var hann einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins.

Núverandi forseti hefur nú stigið nýtt skref í þessari pólitísku umræðu með þátt sinn að útkomu ævisögu sinnar. Hann hefur enn og aftur gengið á svig við þær hefðir sem sátt hefur skapast um forsetaembættið hér á landi og viðbrögð eru ekki til þess fallin að skapa sátt um embættið. 


mbl.is Efasemdir um hlutverk forseta 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda skal það sem lengi á að standa

Ljóst er að með þessari ákvöðrun Miðstjórnar og þingflokksins er verið að hefja umræðuna upp úr slagorðum og yfirlýsingum í faglega vinnu sem leiðir til vitrænnar niðurstöðu, kalt hagsmunamat með þarfir þjóðarinnar að leiðarljósi!
mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný útrás?

Ný útrás er að hefja innreið sína hér á landi. Það er útrás fyrir reiði.  Farið er á torg og ræður haldnar og annað í þeim dúr, bloggað er sem aldrei fyrr.

Önnur leið útrásar er að koma sök á einhverja - helst nógu háttsetta í kerfinu. Einn þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á þessar nýju útrás er formaður VR, Gunnar Páll Pálsson. Satt best að segja hefur þessi maður komið heiðarlega fram, viðurkennt sín mistök opinberlega og haldið fund með félögum sínum og skýrt sitt mál. Hann hefur gengið lengra en flestir aðrir í þessum efnum.

Er ekki leiðréttingu á málum fengin? Er nauðsynlegt að ganga lengra? 

Eða vill forsprakki mótmælenda nýta sér ástandið og koma sér í formannsstólinn?  

 


Góð byrjun

Það hefur verið ljóst undanfarin ár, að íslenska utanríkisþjónustan hefur verið þanin meira út en réttlætanlegt er fyrir hið raunverulega litla Ísland. Þessi niðurskurður er því bæði góð byrjun að hálfu ráðuneytisins og fordæmi fyrir það sem koma skal í öðrum ráðuneytum, vonandi.

En niðurskurður á einum stað getur leitt til útgjalda á öðrum. Því ætti að líta á þessar aðgerðir sem byrjun á tilfærslu, úr lúxus- eða munaðarútgjaldaliðum yfir í útgjaldaliði þar sem annað hvort er fyrirsjánleg aukning vegna bankahrunsins og síðan ekki síður til liða sem draga út áhrifum þess, þ.e. atvinnuskapandi verkefni.

En á tímum bættra samskipta bæði ferðalaga og með rafrænum hætti er minni þörf á fastri viðveru sendiherra í útlöndum. Eitt aðaleinkenni íslensku utanríkisþjónustunnar var að við áttum marga ræðismenn víða um lönd. Þeir kosta okkur lítið sem ekkert a.m.k. í samanburði við sendiráðin og eru mun raunhæfari kostur í staðinn fyrir sendiráð í fjarlægum löndum. Með öflugu tengslaneti ræðismanna gætum við þétt tengslanet okkar enn frekar en sendiráðin gera.


mbl.is Stefnt að 2,3 milljarða sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög óvanaleg umfjöllun

Mál Bjarna Harðarsonar er notað sem dæmi um dyggð þingmanns sem siðferðislega braut af sér og sagði af sér strax í kjölfarið. Þar með endurheimti þingmaðurinn fyrrverandi nokkuð af sínum "siðferðislega meydómi" í hugum einhverra.

Ég ætla hvorki að leggja dóm á það sem þingmaðurinn gerði sem leiddi til afsagnar hans eða afsögnina sem slíka, heldur aðeins fyrirsögn mbl.is. Þar sem sagt að sjaldgæft sé að þingmenn segi af sér! Myndi ekki einhver segja sem betur fer? Ef þingmenn endurspegla þjóðarsálina eða ástand þjóðfélagsins í heild, eru afbrotin frekar undantekingin en hitt. 

Sú spurning vaknar hver eru sjónarmið viðkomandi blaðamanns þegar sagt er að það sé óvanalegt að þingmenn segi af sér! 

En ef farið er út í samanburð, þá hafa fleiri þingmenn sagt af sér á þessari öld en t.d. blaðamenn. Aftur sem betur fer. Þótt skrif eða umfjöllun sé oft alls ekki óumdeild, er hún í flestum tilvikum innan þeirra marka sem við hér í samfélaginu setjum okkur, bæði siðferðislega og lagalega. Svo vill nú reyndar til að sá blaðamaður sem sagði starfi sínu lausu vegna umfjöllunar sinnar varð varaþingmaður skömmu síðar og enginn segir neitt við því - sem betur fer!


mbl.is Óvanalegt að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti án ábyrgðar?

Þar til fyrir nokkrum árum, var litið á forseta Íslands sem sameiningartákn og sem slíkur sat hann venjulega á friðarstóli. Þetta hlutverk tók breytingum þegar forsetinn neitaði staðfestingu á lögum um fjölmiðla, sem var til þess að Alþingi felldi þau úr gildi til að forðast stjórnarskrárdeilu. Þegar forsetinn var í heimsókn í HR 15. okt. er haft orðrétt eftir forsetanum í DV daginn eftir:

„Forseti svaraði því til að hann hefði talið mikilvægt að lítill hópur manna setti ekki reglur um fjölmiðla á Íslandi og hann hefði viljað að fólkið í landinu myndi eiga seinasta orðið um það.“ [leturbr. höf.]

Það sem vekur athygli er að þessi „litli hópur manna“ sem svo er nefndur, samanstóð af meirihluti alþingismanna, löggjafarvaldið, þar sem hann eitt átti sæti sjálfur. Það vill þannig til að þessi tilgreindi hópur, hafði meirihluta almennings á bak við sig, en forsetinn hafði ekki nema um þriðjung þegar hann var kjörinn!

Reyndar er þessi yfirlýsing forseta mjög alvarlegt mál og ætti sannast sagna ræðast betur í þjóðfélaginu. Forsetinn skuldar þjóðinni skýringu.  


Prófessor án ábyrgðar?

Það er engin ástæða til annars en fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forystumenn hans að taka núverandi ástand efnahagsmála mjög alvarlega. Reyndar gildir nákvæmlega það sama um aðra stjórnmálaflokka.

Vangaveltur háskólaprófessors í stjórnmálafræði í dag um meinta hættu á klofningi Sjálfstæðisflokksins út af litlu fylgi í skoðanakönnunum verður að telja léttvægar í besta falli - nema að hann hafi nánari upplýsingar til grundvallar skoðun sinni en hann greinir frá. Sé svo er um stórfrétt að ræða og ber honum og fjölmiðla að taka málið ítarlegar fyrir.

Ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins hennar sýn mögulegum framtíðarlausnum efnahagsvanda þjóðarinnar geta varla talist, af prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, grundvöllur ofangreindum sjónarmiðum.

Miklu frekar mætti álása henni ef hún gerði það ekki! Í raun ber að fagna ummælum hennar um að vilji sé fyrir hendi að skoða ALLA mögulega kosti í stöðunni. 


Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit?

Þingmenn og jafnvel ráðherrar hafa í vaxandi mæli beint spjótum sínum að seðlabankanum, þá sérstaklega að Davíð Oddssyni formanni bankastjórnar vegna efnahagsástandsins. Í byrjun heyrðist þessi rödd frá þingmönnum sem vanir eru að láta þung orð falla. Nú hefur ráðherrahópurinn tekið afstöðu og hafa þar með "dregið línu í sandinn."

Með þessari yfirlýsingu sinni hefur Samfylkingin í raun still samstarfsflokki sínum upp við vegg og látið í það skína að annað hvort fari Davíð eða leitað verði annað eftir þingmeirihluta. Í öllu falli er Samfylkingin að eigna sér það að losna við Davíð þarna úr stólnum. Ekki eru ljósar ástæður þessarar afstöðu. Pólitískur ávinningur meðal almennings í ljósi meintra óvinsælda Davíðs? Önnur ástæða gæti verið persónulegt viðhorf gagnvart fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Í öllu falli, hvernig sem allt fer, er hægt að segja "við reyndum" eða "okkar afstaða var ljós" m.ö.o. "ekki benda á mig ..."

Hver ávinningur Samfylkingarinnar yrði af stjórnarslitum við Sjálfstæðisflokkinn er ekki alveg ljós. Samstarf við VG sem er á móti flestu því sem Samfylkingin stendur fyrir, þ.m.t. upptöku Evrunar og inngöngu í ESB. Kosningar eru áhættusamar því pólitíkst landslag getur breyst hratt, sérstakelga á viðsjárverðum tímum eins og nú.  


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennum nornir!

Eðlilega eru margir mjög ósáttir við ástand efnahagsmála í landinu. Margir hafa misst vinnu eða sparifé á reikningum bankanna sem taldir voru "öruggir" eða hvort tveggja.

Sökudólga er leitað víða og e.t.v. er þá að finna mjög víða. Hugsanlega væri auðveldara að finna þá sem enga ábyrgð bera á núverandi ástandi, en meinta sökudólga.

Væri ekki rétt áður en farið er fram á að hinn og þessi hætti eða segji af sér að málin séu könnuð til hlýtar? Væri ekki rétt áður en farið er að refsa hinum og þessum að "brotin" verði skilgreind, eða það sem teljist saknæmt í þessu ferli? Síðan mætti ákveða "refsingar."

Í villta vestrinu voru menn iðulega teknir af lífi án dóms og laga. Á miðöldum voru meintar nornir og galdrakarlar brend á báli einfaldlega vegna þess að mönnum þótti eitthvað grunsamlegt vera í fari þeirra eða sem verra var, það var "hentugt" að losna við ákveðna einstaklinga!

Spurningin er hvort umræðan um meinta sökudólga sé ekki farin í svipaðan farveg, þótt refsingarnar séu ekki þær sömu?

Er ekki lágmarkskrafa í réttarríkinu Íslandi, að úttekt verði gerð og síðan teknar ákvarðanir um hvort og þá hverjir láti af störfum eða rannsakaðir sérstaklega?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband