Bandaríkin að klofna?

Það er fulldjúpt tekið í árinni hjá Guðmundi Hálfdánarsyni að Bandaríkin (BNA) séu að klofna, líkt og gerðist á 19. öld. Rétt er að ágreiningur er e.t.v. djúpstæðari en augljóslega meira áberandi en áður  - jafnvel frá lokum Borgarastyrjaldarinnar sem lauk 1865. Í kjölfar stefnubreytingar í Demokrataflokknum á 7. áratug síðustu aldar og fram undir forsetatíð Reagans, færðist megin stuðningur flokksins úr Suðurríkjunum, norður og vestur til þéttbýlissvæðanna. Repúblikanar náðu í kjölfarið undirtökunum í Suðurríkjunum, en þeir hafa lengst af verið öflugri í dreifbýli hlutfallslega en þéttbýli. Það sem er hægt og hægt að breyta þessu landslagi, er hinn mikli flutningur fólks frá Suður-Ameríku sem sest að helst í landamæraríkjunum, Kaliforníu, Arizona, Nýju Mexikó og Texas, en þó víðar.

En þó hugmyndafræðileg gjá sé meira áberandi þessi árin, er landslagið flóknara nú en fyrir um 150 árum. Andstaðan skiptist eftir meir eftir þjóðfélagshópum sem dreifðir eru um allt land, en eftir ríkjunum sjálfum. Hin svokölluðu frjálslyndari öfl er að finna í þéttbýlli hlutum Norð-Austurríkjum, Miðvesturríkjunum og á Kyrrahafsströndinni á meginlandinu og Hawaii. Hin "íhaldssamari" öfl er að finna í dreifari byggðarlögum, í Klettafjallaríkjunum, Suður- og Suðvesturríkjunum og meir í dreifaðari hlutum þessara ríkja en í þéttbýli. Þannig eru einstök ríki klofin hugmyndafræðilega séð líka. Sem dæmi eru latneskir íbúar, sem kjósa helst Demókrata, ráðandi í suðurhluta Texas ríkis sem annars er mjög "íhaldssamt." Á sama hátt er fjölmennasta ríkið, Kalifornía þar sem "frjálslynd" öfl eru nú ráðandi, skipt. Í norðurhlutanum og í miðhluta þess eru Republikanar ráðandi, en Demókratar á þéttbýlli og fjölmennari svæðinu á San Francisco svæðinu, Los Angeles og í San Diego. Hvernig BNA yrði skipt er því vandséð. Þá virðist skipting í Colorado vera nokkuð jöfn og ef eitthvað virðast kjósendur þar vera að færast á "miðjuna." 

Til viðbótar eru ákvæði í stjórnarskrá auk fordæmis frá 19. öld sem gera í raun ríkjum ókleift að segja sig úr ríkjasambandinu. Ólíkt t.d. stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna, þar sem einstökum ríkjum var í orði kveðnu heimilt að segja sig úr ríkjasambandinu, er engin slík heimild til í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þvert á móti mega ákvarðanir, lög og reglur einstakra ríkja BNA, ekki brjóta í bága við stjórnarskrá og lög BNA, skv. 6. gr. stjórarskráinnar. Reyndar túlkaði Abraham Lincoln stjórnarskrána á sínum tíma þannig að honum sem forseta bæri að viðhalda ríkjasambandinu. Úr því varð fjörurra ára borgarastyrjöld. Það er fordæmi sem hvaða forseti myndi nýta sér til að verja ríkjasambandið.

Eftir stendur hin hugmyndafræðilega umræða og barátta. Hún er afleiðing af þeim miklu og margþættu umbreytingum sem hafa átt sér stað í BNA undanfarin ár, sem á sér fjölmargar og djúpstæðar ástæður. Nefna má efnahagslegar breytingar, félagslegar, aukin miðlæg völd alríkisstjórnar, bylgja innflytjenda, meiri umfjöllum um og meiri hryðjuverk og ekki síst dreifing og miðlun upplýsinga o.fl. Þetta er eitthvað sem lýðræðisskipulagið þarf að takast á við á næstu árum og leysa friðsamlega vonandi.


mbl.is Djúpstæður klofningur vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ýmsir tilkallaðir álitsgjafar virðast halda, að það fylgi hlutverkinu að geta leyft sér að blaðra bara út í loftið.

Og ekki er hátt risið á fréttastofu Rúv að dubba Silju Báru Ómarsdóttur upp í það að vera þeirra "sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum"!!

Af hverju tala þeir ekki við hinn ástsæla og trausta Ólaf Sigurðsson, fyrrverandi fréttastjóra þar?

Jón Valur Jensson, 31.1.2017 kl. 16:04

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég efast um sögukunnáttu þessa meinta prófessors þarna.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2017 kl. 03:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, greyið er með fáheyrðum spuna sínum um yfirvofandi klofning Bandaríkjanna að reyna að bæta sér það upp, hve hratt kvarnast nú úr Evrópusambandinu: neðri deild brezka þingsins var að samþykkja Brexit í dag með yfirgnæfandi meirihluta (498:114), og vinsælasti frambjóðandinn í frönsku forsetakosningunum, Marine Le Pen, vill annaðhvort útgöngu úr ESB (Frexit) eða að Frakkar endurheimti þau fullveldisréttindi, sem þeir misstu í hendur Evrópusambandinu, og losi sig við evruna sem fyrst: hér:http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/02/01/sigurlikur_le_pen_aukast/

Jón Valur Jensson, 1.2.2017 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband