Færsluflokkur: Sjónvarp

Hvað er RUV að hugsa? Sófaspjall eða sagan?

Á meðan RUV var í "rólegu stofunni" fór fram úrslitahlaup í 100 m hlaupi á Ólympiuleikunum.
Fyrirfram var vitað að þetta gæti orðið sögulegt hlaup, Ólympíumet- og heimsmet jafnvel í hættu.
Hvað gerðist? Jú, RUV var í spjallgírnum á meðan heimsmet var sett í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Reyndar var hlaupið sýnt korteri síðar - eftir að spjallinu var lokið!
Var ekki hægt að bíða aðeins með spjallið og sýna Íslendingum sögulegan atburð í beinni útsendingu?
Hver er forgangsröðun RUV?
Þarna féllu þeir á prófinu frá RUV - því miður!

Kastljósið vill "skúbb" ekki fréttir

Í nýafstöðnum Kastljósþætti RUV var ítrekað reynt að fá bæði Svandís Svavarsdóttur og Vilhjálm Þ. til segja að einhver ætti að segja af sér vegna REI málsins. Ítrekað var reynt að að fá þau til að segja að einhver ætti að segja af sér eða hvort ekki ætti örugglega að reka einhvern!

M.ö.o. það var verið að reyna að búa til atburðarás frekar en að komast til botns í málinu eða sannleikanum. Í stað þess að spyrja hvað stæði til að bæta í kerfinu og þá vill Kastljósið sjá frétt eða "pólitískt blóð" ef svo má að orði komast.

Er ekki kominn tími til að þetta útvarp skattborgarnana fari að fjalla um málin með það fyirr augum að varpa kastljósi á viðburði, í stað þess að reyna að búa til einhverja atburðarás.


Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 34176

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband