Mjög óvanaleg umfjöllun

Mál Bjarna Harðarsonar er notað sem dæmi um dyggð þingmanns sem siðferðislega braut af sér og sagði af sér strax í kjölfarið. Þar með endurheimti þingmaðurinn fyrrverandi nokkuð af sínum "siðferðislega meydómi" í hugum einhverra.

Ég ætla hvorki að leggja dóm á það sem þingmaðurinn gerði sem leiddi til afsagnar hans eða afsögnina sem slíka, heldur aðeins fyrirsögn mbl.is. Þar sem sagt að sjaldgæft sé að þingmenn segi af sér! Myndi ekki einhver segja sem betur fer? Ef þingmenn endurspegla þjóðarsálina eða ástand þjóðfélagsins í heild, eru afbrotin frekar undantekingin en hitt. 

Sú spurning vaknar hver eru sjónarmið viðkomandi blaðamanns þegar sagt er að það sé óvanalegt að þingmenn segi af sér! 

En ef farið er út í samanburð, þá hafa fleiri þingmenn sagt af sér á þessari öld en t.d. blaðamenn. Aftur sem betur fer. Þótt skrif eða umfjöllun sé oft alls ekki óumdeild, er hún í flestum tilvikum innan þeirra marka sem við hér í samfélaginu setjum okkur, bæði siðferðislega og lagalega. Svo vill nú reyndar til að sá blaðamaður sem sagði starfi sínu lausu vegna umfjöllunar sinnar varð varaþingmaður skömmu síðar og enginn segir neitt við því - sem betur fer!


mbl.is Óvanalegt að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband