13.12.2008 | 15:01
Hvað eigum við að fá með aðild?
Aðild að ESB er mikið kappsmál hjá Samfylkingunni. Formaður hennar gengur svo langt að hóta stjórnarslitum samþykki Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ekki aðildarumsókn. Verður að segja að þetta sé svolítið sérstæð nálgun á stjórnarsamstarfi, en það er nú önnur saga.
Hins vegar hefur því ekki verið svarað hvað við eigum að fá með aðild sem við ekki getum fengið með öðrum kosti.
Skilyrðislaus aðild, aðildarinnar einnar sér getur ekki verið sjálfstætt markmið. EF hins vegar heildarhagsmunum þjóðarinnar er betur borgið með aðild, á sjálfsögðu að láta á það reyna hvað ávinnst með aðild.
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2008 | 17:36
Réttmætar áhyggjur
Óhætt er að taka undir áhyggjur samtaka íþróttafréttaritara vegna þessara uppsagna. Sama reyndar gildir um allar uppsagnir um þessar mundir. Það er hvorki lausn að segja upp fólki, þar sem til verður annar vandi hjá þeim fjölskyldum sem lenda í þessu og þjóðfélaginu í heild.
Vonandi finnst lausn á þessum rekstrarvanda fjölmiðlanna, svo hægt verði að tryggja vandaða og fjölbreytta miðlun frétta af innlendum íþróttaviðburðum, eins og greint er frá í ályktun SÍ.
Áfram Ísland!
Uppsagnir íþróttafréttamanna áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 20:00
Kvennalistinn var líka stærstur - í skoðanakönnun
Samtök um kvennalista mældust í eitt sinn með mest fylgi allra flokka á Íslandi í einni könnun á árunum um 1990.
Óhætt er því að segja að skoðanakannanafylgi sé hvorki ávísun á mikið fylgi í kosningum eða langlífi!
VG stærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2008 | 14:14
Einhver pólitískt markmið hjá forseta ASÍ?
Forseti ASÍ hlýtur að þurfa að svara sínum umbjóðendum af hverju hann krefst afsagnar tveggja nefndra ráðherra, en ekki annarra ráðherra eða embættismanna eða annarra sem bera ábyrgð á núverandi ástandi.
Það er ekki hægt af manni í hans stöðu að koma svona fram, nema að hann hafi til þess gildar ástæður. Þessar ástæður þurfa að koma fram. Að öðrum kosti á hann að biðjast afsökunar, ef hann vill að tekið sé mark á honum þegar hann hefur eitthvað markvert til mála almennt að leggja.
Að öðrum kosti verður að líta á þessar yfirlýsingar forseta ASÍ sem hluta af hans pólitísku dagskrá, sem reyndar væri fróðlegt að fræðast um líka.
Undrandi á forseta ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 11:05
Frjálslyndi flokkurinn ekki á vetur setjandi
Það ber að varast að vanmeta pólitískt innsæi Kristins H. Gunnarssonar. Hann hefur lifað af flokka og flakk á milli flokka. Er það bara ekki hans mat að Frjálslyndir hafa bæði hafnað honum og eru sjálfir sér sundurþykkir. Fyrir Kristni vakir það einfaldlega að lifa af næstu kosningar og nú er hann bæði að kvitta fyrir það að hafa verið settur af sem þingflokksformaður og senda meldingar inn um að hann sé reiðubúinn.
Spurning hvað næst? Líklegt er að á hentugum tímapunkti komi yfirlýsing frá honum um að "hann eigi best heima utan Frjálslyndra" og þá líklegast í Samfylkingunni.
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 18:33
Ögmundur: Þetta var lækkun!
Spurning er hvort Ögmundur hafi ekki hlaupið á sig og mislesið bréf Geirs og Ingibjargar, þ.e. lesið orðið lækkun sem hækkun?
Eða lætur hann alltaf hann svona og segir allt slæmt sem aðrir gera?
Eins og blaut tuska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.11.2008 | 17:20
Hvenær á að kjósa og hvenær ekki?
Þeir sem hafa lagt til að kosið yrði í vor eða sem fyrst, til að endurnýja umboð þingmanna o.s.frv., þurfa að svara því hvenær ástandið er nógu gott eða slæmt til að það þurfi að kjósa.
Það er ekki nóg að segja að það þurfi núna, heldur þarf að setja einhvern mælikvarða á þetta mat. Kosningum var t.d. frestað í Bretlandi á stríðsárunum, kosið hefur verið hér á landi þegar ríkisstjórnir hafa sprungið, t.d. 1979 og 1974.
Kosningar væru glapræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 10:30
Samfylkinging stjórnlaus - Mörður vill aftur á þing
Formaður Samfylkingarinnar verður að taka af skarið og segja hvert hún stefnir, inn eða út. Hún hefur ekki lengur neitt frumkvæði og lætur "grasrótina" taka slaginn, eða er flokkurinn orðið stjórnlaust rekald?
Til er orðin atburðarás sem enginn hefur stjórn á, þ.e. víxlverkun fjölmiðlafólks sem sækist eftir "skúbbfrétt" og nokkurra pólitískra vonbiðla. Einn þeirra er Mörður Árnason sem hefur enga þolinmæði til að bíða utan garðs sem aðeins varaþingmaður. Hann vill sýnilega kosningar og helst inn á þing aftur. Tilgangurinn helgar meðalið.
Efast um stjórnarsamstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 18:38
Eðlilegt að bíða niðurstaðna rannsókna
Nú þegar ákveðið hefur verið að hefja hlutlausa rannsókn á aðdraganda bankahrunsins, er eðlilegt að beðið sé niðurstaðna þar, áður en efnt verði til kosninga. Þá verði t.d. hægt að meta frammistöðu einstakra ráðherra sem dæmi í þeim kosningum.
Eins gæti verið heppilegt að bíða eftir niðurstöðum aðildarviðræðna við ESB, verði ákveðið að sækja um aðild. Að öðrum kosti þyrfti að efna til nýrra kosninga fljótlega aftur.
Ráðherrar vilja kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:47
Sjálfstæðisflokkurinn slíti samstarfinu
Framkoma Samfylkingarinnar er þannig að hún er hreinlega ekki tæk sem stjórnarflokkur. Hér er bæði átt við flokksfélög og þingmenn.
Samfylkingin vill út úr stjórnarsamstarfinu og það ætti hreinlega að bjóða henni að fara á þann bás sem hún vill vera á - í stjórnarandstöðu.
Nýja Seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 34472
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar