Brennum nornir!

Eðlilega eru margir mjög ósáttir við ástand efnahagsmála í landinu. Margir hafa misst vinnu eða sparifé á reikningum bankanna sem taldir voru "öruggir" eða hvort tveggja.

Sökudólga er leitað víða og e.t.v. er þá að finna mjög víða. Hugsanlega væri auðveldara að finna þá sem enga ábyrgð bera á núverandi ástandi, en meinta sökudólga.

Væri ekki rétt áður en farið er fram á að hinn og þessi hætti eða segji af sér að málin séu könnuð til hlýtar? Væri ekki rétt áður en farið er að refsa hinum og þessum að "brotin" verði skilgreind, eða það sem teljist saknæmt í þessu ferli? Síðan mætti ákveða "refsingar."

Í villta vestrinu voru menn iðulega teknir af lífi án dóms og laga. Á miðöldum voru meintar nornir og galdrakarlar brend á báli einfaldlega vegna þess að mönnum þótti eitthvað grunsamlegt vera í fari þeirra eða sem verra var, það var "hentugt" að losna við ákveðna einstaklinga!

Spurningin er hvort umræðan um meinta sökudólga sé ekki farin í svipaðan farveg, þótt refsingarnar séu ekki þær sömu?

Er ekki lágmarkskrafa í réttarríkinu Íslandi, að úttekt verði gerð og síðan teknar ákvarðanir um hvort og þá hverjir láti af störfum eða rannsakaðir sérstaklega?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

"Two wrongs don't make one right" svo slett sé úr ensku.

En EF eitthvað ólöglegt hefur átt sér stað, er einmitt ekki ástæða til að rannsaka það til hlýtar?

Jónas Egilsson, 1.11.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 34323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband