1.11.2008 | 11:04
Ekki líklegt en ...
Rökfræðilega eru 50% líkur á sigri McCains og reyndar sömu líkur á ósigri, en það eru hans bestu vonir.
Hin svokölluðu öruggu ríki Obama gefa honum 196 kjörmenn, er það eru ríki þar sem fylgi hans er það mikið umfram McCains að það er ólíklegt að það breytist. Sambærileg tala fyrir McCain er 137. Hið minnsta þarf 270 kjörmenn þarf til að ná kosningu.
Hins vegar eru ríki með 95 kjörmenn til viðbótar mjög líkleg til að kjósa Obama, en aðeins 26 McCain. Bara þar hefur hann tryggt sér kosningu. Til viðbótar eru það ríki eins og Pensylvania, Virginia, Cororado, New Mexico og Nevada, sem Obama hefur sigur vísan skv. könnunum. Enn þar til viðbótar eru ríki eins og Florida, Norður Carolína, Ohio og jafnvel Indiana þar sem Obama hefur forskot skv. könnunum. Þá hefur kjósendum sem eiga eftir að gera upp hug sinn fækkað verulega og eru ekki nema um 4-6% kjósenda í "óvissuríkjunum."
Með öðrum orðum, það þarf verulegt ímyndunarafl og ófyrirsjáanlega stórviðburðii til að breyta þessari mynd.
Einn óvissuþáttur hefur verið ræddur en jafnvel tekinn með könnunum, sem nefnist "Bradley-áhrif" kennd við Tom Bradley fyrrverandi borgarstjóra Los Angeles sem bauð sig tvívegis fram til ríkisstjóra Kaliforníu á 9. áratug síðustu aldar, en beið naumlega ósgur í bæði skiptin. Þessi úrslit komu á óvart þar sem hann hafði 2-4% forskot í könnunum skömmu fyrir kjördag. Skýringin sem nefnd var að þrátt fyrir að almenningu væri opinberlega tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við Bradley sem var blökkumaður, þá hafi þegar á hólminn var komið, hafi margir ekki verið tilbúir til að kjósa blökkumann. Talið er að þetta hafi verið um 3-5% kjósenda. Á þessum rúmum tveimur áratugum sem liðnir eru frá framboði Bradleys, hefur margt breyst í Bandaríkjunum og því líklegt að Brandley-áhrifin hafi minnkað verulega.
Það vekur hins vegar athygli, að þrátt fyrir að Republikanir hafi verið við völd sl. 8 ár í Hvíta húsinu, þeim sé almennt kennt um efnahagsaðstæður og stríðið í Íraq og Afganistan séu óvinsæl, þá sé munurinn ekki meir en raun ber vitni.
![]() |
John McCain á enn möguleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2008 | 20:31
Hafinu skal refsað
Nokkuð er farið að fyrnast yfir þekkingu mína á grískri sögu og því nöfnin og ártölin ekki lengur á þurru. Í einu tilfelli a.m.k. þegar óveður hafði grandað flota miklum ákvað konungur sá sem fyrir tjóninu varð, að refsa hafinu, eða guðum hafsins og lét þegna sína berja hafið í þeirri von væntanlega að það gæti dregið einhvern lærdóm af þessari heimsku sinni!
Nú skal einhverjum refsað hér á landi fyrir hrun bankakerfisins og heimskreppuna. Á sama tíma og okkar ástkæru nágrannar og vinir (lengst af) Bretar fylkja sér á bak við ríkisstjórnina í sinni kreppu, refsum við okkar, skv. skoðanakönnunum.
En þessi hugmynd gríska kóngins var e.t.v. ekki eins galin eins og hún lítur út fyrstu. Verið getur að almenningur í landi hafi reiðst og í stað þess að taka á sig ábyrgð, hefur kóngurinn blessaður skellt skuldinni á hafið. Borgarnar hafi ennfremur fengið farveg fyrir útrás sína með því að "refsa" hafinu eða guðunum fyrir óveðrið í stað þess að taka út. Í öllu falli var einhverjum refsað og réttlætinu fullnægt.
Einhver samsvörun við ástandið hér á landi?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 14:26
Sögulegar forsetakosningar
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í næstu viku verða hvoru tveggja, þær mikilvægustu í rúma öld og merkilegar fyrir þær sakir að maður sem skilgreinist úr þjóðfélagshópi minnihluta innan Bandaríkjana er líklegri en hitt að verða næsti forseti Bandaríkjana. Styrkur Obama í skoðanakönnunum benda ótvírætt til sigurs hans nk. þriðjudag. Fylgið er það stögðugt og kannanir vel unnar að hinna svonefndu "Bradley áhrifa" muni ekki gæta.
Þessar kosningar eru sennilega einar þær mikilvægustu síðan 1860, þegar Bandaríkin stóðu frammi fyrir klofningi ríkisins vegna ágreinings um þrælahald, viðskiptafrelsi og í raun pólitískt tök. Þá voru það Republikanar með Abraham Lincoln í broddi fylkingar sem lögðu áherslu á viðskipta- og einstaklingsfrelsi ásamt því að vilja afnema þrælahald. Það má því segja að þessar kosningar verði e.k. endapunktur á því ferli sem formlega hófst með afnámi þrælahaldsins.
Í umhverfis- og orkumálum munu þessar kosningar marka ákveðið upphaf af leit Bandaríkjamanna að nýjum og fjölbreyttari orkulindum, en olíu og kolum nær eingöngu. Í utanríkismálum munu verða ákveðinn tímamót þegar styrkur Bandaríkjana verður beitt á sviði efnahagsmála og stjórnmála, frekar en hina miklu áherslu á hernaðarmátt.
Ennfremur er að festast í sessi talsverð breyting á hinu pólitíska landslagi í Bandaríkjunum. Norðurríkin voru aðalvígi Republikana lengst af. Nú sækja Demócratar sinn aðalstuðning þangað, og til Vesturstrandarinnar. Suðurríkin, sem í um heila öld í kjölfar borgarastyrjaldarinnar voru höfuðvígi Demócrata, urðu síðar að óvígu virki Repúblikana í kjölfar sigurs Reagans fyrir um 28 árum síðan. Nú hins vegar er Obama að takast að höggva stór skörð í þetta vígi aftur. Það er m.a. gert með aukinni kosningaþátttöku minnihlutahópa (aðallega af afrískum uppruna). Nú eru vígi eins og Virginía og Norður Karólína að falla í hendur Democrata.
Obama hefur slegið öll met í fjáröflunum. Þetta hefur hann gert með því að virkja milljónir manna bæði sem styrktaraðila og til að afla nýrra kjósenda. Honum hefur tekist að virkja gífurlegan fjölda með sér í baráttu sinni og kosningamaskína á sér enga líka. Obama hefur tekist á ná til fylgis við sig meirihluta fólks úr nær öllum þjóðfélagshópum samfélagsins. Margir hafa hinum svokölluðu "Regan Democrats" hafa snúið aftur, en það voru þeir Democratar sem Reagan náði til fylgis við sig 1980. Þetta voru aðallega millistéttarfólk úr norðurhluta Bandaríkjana.
Þó svo að Obama skilgreinist á hinum "frjálslyndari armi" bandaríksra stjórnmála, er hæpið að evrópskir "vinstri menn" geti fundið samsvörun í stefnumálum hans. Þegar stefnumál hans eru skoðuð samsvara þau miðju- og hægrimönnu í Evrópu. Það er því svolíitið hjákátlegt þegar "vinstri menn" eigna sér Obama og velgengni hans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 12:10
Steingrímur líti í eigin barm
Steingrímur J. Sigússon hefur spáð reglulega sl. 17 ár að allt sé að fara í kalda kol og rúst, eða frá því hann sjálfur var ráðherra.
En hversu oft hefur hann haft rangt fyrir sér? Væri þessum duglega mælskumanni hollt að líta í eigin barm líka?
![]() |
Skortur á sjálfsgagnrýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2008 | 22:15
Talað í áttir tvær
Af þessu samtali má sjá að þeir hafa talað í áttir tvær fjármálaráðherrarnir.
Árni er varkár, fetar stíginn á milli þess sem hann getur lofað og þess sem hann getur ekki. Málinu er að öðru leyti vísað til fjármálaeftirlita landanna að hans hálfu.
Darling spyr eins og breskra er háttur, þ.e. hann þaulspyr þar til hann fær svör sem hann getur túlkað að vild og hann var e.t.v. að sækjast eftir. Þeir sem hafa hlutstað á pólitíska umræðuþætti í Bretlandi geta séð þarna ákveðið mynstur. Hann hirðir ekkert um að ath. við breska fjármálaeftirlitið hver hin raunverulega staða er.
Ábyrgð Darlings er umtalsverð í þessu máli. Hann tekur frumkvæðið í þessu máli og fer með það lengra en efni stóðu til. Fyrir ábyrgan stjórnmálamann, væri eðlilegt að kynna sér stöðu mála betur. A.m.k. hafa aðrar þjóðir, þar sem okkar bankar eru með starfsemi, ekki séð ástæðu til sambærilegra aðgerða. Segir það ekki það sem segja þarf?
![]() |
Samtal Árna og Darlings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 09:32
Enn eitt sérfræðiálitið - spunaflóð
Enn bætist í sarp sérfræðiálita um ástandið hér á landi, en nægt framboð virðist vera á þeim. Þessi álit eru orðið nokkuð mörg og því miður ekki alltaf sammála og margt af því sem þar hefur komið fram. Sumt er byggt á misskilningi eða jafnvel röngum upplýsingum, eða sem er enn verr, í vafasömum tilgangi. Satt best að segja er þetta orðið hálfgert flóð af spuna og er sem slíkt orðið sjálfstætt fréttaumfjöllunarefni.
Fréttastofur landsins eru ósparar á að tína þau til og segja frá þeim og bæði fer mikill tími og athygli í þessa spuna - því miður. Satt best að segja er miklu áhugaverðara að gera viðburðina og staðreyndir að fréttaefni, en þessu oft á tíðum ruglingslega safni "sérfræðinga" sem virðast hafa nægan tíma til að tala við fjölmiða - sumir hver a.m.k.
Gerð er reyndar ágæt úttekt á einum þessara "spunameistara" í Morgunblaðinu í gær, sunnudag og ætti sú umfjöllun að vera fréttastofum til umhugsunar. Á þessum síðustu og versu tímum er nauðsynlegt að geta treyst fréttum, en ekki álitum!
![]() |
Stjórnvöld skilningslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 16:09
Gott mál ...
... en er ekki þörf á fréttum á pólsku oftar?
BBC býður upp á fréttir á fjölda tungumála hjá sér.
![]() |
Przyjęto ustawę |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 22:17
Sérfræðiálit á útsölu?
Þeir eru margir spekulantarnir sem fram koma í fjölmiðlum þessa dagana og bjóða sína sýn á vandamál þjóðarinnar.
Nýleg sérfræðiálit tveggja prófessora um ágæti stjórn Seðlabankans eru athyglisverð fyrir þær sakir að þeir eru jú ósammála um ástæðurnar, þótt þeir séu sammála um um niðurstöðuna. Annar segir stjórnina hafa tekið rangar ákvarðanir og eigi þar að leiðandi að víkja helst strax og hinn segir einstaklingar þar tala og of mikið og þess vegna ættu ákv. einstaklinar að víkja.
Spurning hvort ekki sé komin fram ákveðið offramboð af sérfræðingum og þeir leitist við að bjóða stærstu yfirlýsingar gegn því að fá að koma fram í fjölmiðlum.
Hér um árið varð talsverð "verðfall" á lögfræðiálitum, þegar þau birtust hvert á eftir öðru - að því virtist stundum eftir pöntun. Spurning hvort hagfræðingaálitin séu ekki að verða of mörg og verðskráin eitthvað fallið með krónunni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 09:39
Athyglisverð ásökun
Þessi frétt er sérlega athyglisverð í ljósi þess sem gerst hefur áður. Aðildarþjóðir að Alþjóða hvalveiðiráðinu (IWC) eru 48. Skv. stofnskrá geta allar þjóðir sem styðja markmið ráðsins gert það.
Hingað til hafa ríki eins og Sviss og San Marínó ekki verið þekktar hvalveiðiþjóðir. Þær eru þarna í þeim tilgangi, verður að ætla til að friða hvali. Með öðrum orðum, þau ríki sem saka Japani um að fá inn ný ríki sem styðja hvalveiðar, hafa tekið þátt í þessum leik sjálf með einum eða öðrum hætti.
Þetta er nákvæmlega hættan sem stafar að IWC. Íslendingar sem hafa mikla hagsmuni af góðri stjórnun, þurfa að taka frumkvæðið í að gera ráðið starfhæft og marktækt til framtíðar og forða því frá "meðlimakapphlaupi" í baráttu um atkvæðavægi innan þess.
![]() |
Japanar enn sakaðir um atkvæðakaup í hvalveiðiráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2008 | 18:23
Dapurleg umsögn
Þessi ummæli Carl Lewis hljóta að teljast mög dapurleg. Þessi sigursælasti spretthlaupari síðari tíma ætti ekki að leggja nafn sitt við þessa umræðu, en virðist gera það af einhverjum ástæðum, því miður.
Sjálfur fékk Lewis gullið á Ólympíuleikunum 1988 eftir að upp komst um Ben Johnsson, sem einmitt vann 100 m hlaupið með svipuðum yfirburðum og Usain Bolt gerði í Beijing.
En það er ekki rétt að Bolt hafi skotið upp á sjónsviðið í ár. Hann hljóp t.d. undir 20 sek. í 200 m fyrir 4 árum síðan. Eins varð hann heimsmeistari unglinga í 200 m hlaupi fyrir sex árum síðan. Lyfjaeftirlit er mun betra en það var þegar Carl Lewis var að hlaupa og flestir hlauparar margprófaðir.
Ennfremur þykir mér Carl Lewis kasta steini úr glerhúsi, þegar hann er að dæma lyfjaeftirlit í öðrum löndum, en það er annað mál. Eins eru frjálsíþróttir sú íþróttagrein þar sem flest lyfjapróf eru gerð. T.d. voru fyrir nokkrum árum 60% allra prófa sem fram fóru utan keppni, gerð hjá frjálsíþróttafólki. Samt er hlutfall "jákvæðra" prófa ekki hærra en t.d. í knattspyrnu, eða um 0,6% allra prófa.
Aðalatriðið er að Usain Bolt hlýtur að teljast saklaus þar til sekt hans er sönnuð og því þjónar þessi yfirlýsing Carl Lewis ekki öðrum tilgangi en að kasta rýrð á íþróttina og þar með talið hann sjálfan - því miður.
![]() |
Carl Lewis: Heimskulegt að draga ekki árangur Bolt í efa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar