Samfylkingin stjórntæk?

Hamagangur og viðbrögð innan úr Samfylkingunni, úr þingliði hennar og ekki síst ráðherraliði benda til þess að flokkurinn sé hreinlega ekki hæfur til setu í ríkisstjórn.

Ef hins vegar það verða kosningar í vor og úrslit eitthvað í líkingu við niðurstöður nýlegra skoðanakannana, er ástæða til að búa sig undir að pakka saman og flytja úr landi. Eftir "stórsigur" vinstri flokkana árið 1978 hófst eitt lengsta samfellda niðurlægingartímabil í efnahagssögu lýðveldsins. Verðbólga fór yfir 100% á tímabilinu, en ekki komst á stöðugleiki á aftur fyrr en á 10. áratug síðustu aldar. 


mbl.is Telja forsendur ríkisstjórnarsamstarfs brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Úr því farið er í samanburð má s.s. nefna "árangur" vinstri stjórnarinnar 1971-74 og hvernig hún endaði sinn feril. Fleiri dæmi mætti nefna.

Kjarni málsins er sá að það þarf ákveðinn stöðugleika samhliða skynsömum ákvörðunum. Vinstri stjórnir hafa ekki náð að mynda stöðugleika í þeim stjórnum sem þeir hafa myndað.

Þó svo að okkur Íslendingum hafi tekist að ná ákveðnum árangri á síðustu árum í efnahagsmálum, er það spurning hvort við höfum úthald til að hafa það of gott of lengi.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Alveg rétt hjá þér. Þessir stýrivaxtapólitík hefur gjörsamllega verið út í hött. Hún er að drepa allt efnahagslíf hér á landi. Eins hefur gengi krónunar farið veg allrar veraldar. Því verður ekki neitað. Þegar við tókum upp okkar eigin gjaldmiðil fyrir um 70 árum eða svo, voru danska og íslenska króna jafngildar. Nú er gengið 1:20 og búið að taka tvö núll aftan af okkar. Með öðrum orðum, okkar króna hefur minnkað gagnvart þeirri dönsku úr 1:1 í 1:2000 eða þar um bil.

Hefur hagvöxtur ekki verið nokkuð mikill hér á landi undanfarin ár? Hefur kaupmáttur (illu heilli) vaxið meir hér á landi en í nágrannalöndum okkar í kjölfar hagvaxtarins og stöðugleika í efnahagsmálum. Eitt af okkar aðalvandamálum er hversu mikið við erum háð erlendum viðskiptum, þ.e. flytjum mikið út og mikið af okkar neysluvörum eru innfluttar. Þegar neysla eykst í Bandaríkjunum sem dæmi, eykst framleiðslan þar í landi. Hjá okkur eykst viðskiptahallinn og skuldir við útlönd.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Eitt er að taka lán vegna fjárfestinga sem þarf til að skapa framtíðar tekjur, þ.e. vegna virkjanaframkvæmda o.fl. þar að lútandi. Það getur verið skynsamleg skuldsetning.

Annað, er að auknar tekjur fari í neyslu sem heimilin hafa gert í auknum mæli. Reyndar hafa bankarnir freistað almennings með ódýrum lánum! Óvíst er hvort fólk hefði kært sig um að ríkisvaldið væri að skipta sér af einkafjármálum þess. A.m.k. voru kröfur um skattalækkanir í umræðunni fram að falli bankanna. Aukið ráðstöfunarfé almennings fór mikið í neyslu sem aftur kallaði á aukinn innflutning.

Ríkisvaldið hefur reyndar alltaf haldið sveitarfélögunum í heljargreipum, með því skammta þeim nauma tekjustofna og setja þeim þröngar skorður að öðru leyti. En það er annað mál.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband