Forsetinn er sjálfur ekki alveg óumdeildur

Núverandi forseti hefur sjálfur kallað yfir sig gagnrýni og að mörgu leyti gengið gegn þeim venjum sem mótaðar voru í tíð fyrri forseta. Augljósasta dæmið er þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin svonefndu. Með því varpaði hann sprengju inn í bæði hið pólitíska samfélag sem við búum við og segja má að þjóðin hafi ekki jafnað sig á.

Eins hefur forsetinn verið virkur í pólitískri umræðu og þegar hann var kjörinn var hann aðeins nýstíginn úr pólitískri þátttöku sem formaður Alþýðubandalagsins og sem þingmaður og ráðherra. Sem fjármálaráðherra var hann einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins.

Núverandi forseti hefur nú stigið nýtt skref í þessari pólitísku umræðu með þátt sinn að útkomu ævisögu sinnar. Hann hefur enn og aftur gengið á svig við þær hefðir sem sátt hefur skapast um forsetaembættið hér á landi og viðbrögð eru ekki til þess fallin að skapa sátt um embættið. 


mbl.is Efasemdir um hlutverk forseta 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 34281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband