Færsluflokkur: Dægurmál

"Nýja" Jóhanna mætt í ráðherrastól ?

Í Kastljósiþætti kvöldsins (16. febr.) var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekin silkihönskum af Helga Seljan þegar hún var spurð út í nýlegan dóm sem hún fékk vegna brota á stjórnsýslulögum. Skv. dómnum var ríkissjóður dæmdur í um 2 m.kr. bætur þegar hún vék nýskipuðum manni úr formannssæti í nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins fyrir um tveimur árum.

Hún var ekki dæmd fyrir að víkja honum, heldur að gefa viðkomandi ekki möguleika á andmælum, sem hann átti rétt á skv. lögum.

Mun ráðherra hafa gefið viðkomandi einstaklingi nokkurra klst. frest til að mæta niður í ráðuneyti  og koma sínum andmælum á framfæri. Úr því að hann gat ekki orðið við því, hirti hún ekki um að hitta manninn síðar. Með óþolimæði sinni (í raun skeytingarleysi) gerði hún skattborgara þar með bótaskylda að upphæðö um 2. m.kr. 

Þá kom Jóhanna sér fimlega framhjá spurningu fréttamanns þegar þegar gerð var málamyndatilraun til að fara nánar út í dóminn. Sagði hún kröfur þess brottvikna ósanngjarnar og þar að leiðandi var í raun í lagi að brjóta á honum lög! 

Lærdómur af þessu viðtali Helga við Jóhönnu og viðbrögð hennar við dómnum eru að Jóhanna gerir allt aðrar siðferðislegar kröfur til sín en annarra ráðherra og skammast sín ekkert fyrir að brjóta lög og telur enga ástæðu til afsökunar - hvað þá afsagnar!

Eins og kunnugt er hefur Jóhanna viljað draga aðra ráðherra fyrir landsdóm helst fyrir brot á öðrum lögum. Lágmarkskrafa  var að þeir segðu af sér. 

Ennfremur, virðist Kastljós-Helgi gera mun á ráðherrum sem hann spyr út í meint lögbrot eða dóma sem þeir hafa fengið.

Nú gilda önnur lög og viðmið! 


Raddir fólksins að verða hjáróma? Tvöfalt siðgæði?

Raddir fólksins halda áfram mótmælum sínum í dag, 14. febr. Leiðtogi þeirra hefur sagt að þó flestar kröfur "raddanna" hafi náðst fram, eigi hreyfingina að veita stjórnvöldum aðhald!

Nú þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og þáverandi félagsmálaráðherra, hefur verið dæmd fyrir brot á stjórnsýlsulögum og ríkissjóður í skaðabætur vegna þess, er spurt hvort þetta má hafi eitthvað verið rætt á fundi þeirra Jóhönnu og Harðar föstudaginn 13. febr. sl. og hvort "raddirnar" ætli að mótmæla því að Jóhanna hefur ekki sagt af sér?

Núverandi forsætisráðherra, hefur einfaldlega gert sem þingmaður að vísu, meiri kröfur til ráðherra í orði en hún er greinilega tilbúin til að standa við sjálf, þegar hún er sjálf ráðherra!

Hún hefur krafist þess að (aðrir ráðherrar að vísu) axli ábyrgð og víki strax eftir að hafa sætt ámæli kærunefnda. Nú hefur hún verið dæmd! Hvað gerir hún? Hvað segja raddir fólksins?

Hver eru mótmælin nú?

Hvenær kemur afsögnin? Hvenær koma viðbrögð frá ráðherra? 


Össur nægjusamur

Össur er hin ánægðasti með árangur í Evrópumálunum – hænufetin duga.

Spurning hvort Össur hafi sett sér svipuð markmið og gerð eru með orgelverkinu ASLSP (As Slow As Possible) eftir John Cage sem er verið að leika í Sankt Burchardi kirkjunni í Þýskalandi. Áætlað er að leik verksins þar ljúki árið 2640 eða eftir um 639 ára leik! Flutningur hófst árið 2001.

Nægjusemi Össurar er öðrum Evrópusinnum til eftirbreytni!


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrari reglur um embættið

Það er að verða greinilegra með hverjum deginum að setja þarf skýrari reglur um embætti forseta Íslands en gilda í dag. 

Við berum okkur oft saman við Svía til dæmis. Þar er konungsveldi reyndar, en þjóðhöfðinginn þar, tjáir sig ekki um opinber mál, nema að undangengnu samþykki viðkomandi ráðherra. Eins fer hann ekki til útlanda nema í fylgd með ráðherra. Þaðan af síur rekur þjóðhöfðinginn sjálfstæða utanríkisstefnu.

EF forsetaembættið á að virka sem sameiningartákn ALLRA Íslendinga, er nauðsynlegt að skýrari reglur verði settar um forsetaembættið. Slíkt hlýtur að vera krafa í hinu Nýja Íslandi! 


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími Ólafs Ragnars kominn?

Forseti lýðveldisins hefur verið talsvert í sviðsljósi bæði innlendra erlendra fjölmiðla undanfarið. Nú síðast fyrir yfirlýsingar sambærilegar þeim sem Seðlabankastjóri hefur verið sem mest skammaður fyrir, að við stöndum ekki við erlendar skuldbindingar okkar. Þessi yfirlýsing um að við greiðum ekki þýskum sparifjáreigendum inneignir þeirra á reikningum íslenskra banka verður varla talin á verksviði forsetans - ekki hingað til.

Spurning þetta með að tími Jóhönnu sé kominn sé bara misskilningur og forsetinn sé að hasla sér völl sem „bjargvættur“ þjóðarinnar á erfiðleikatímatímum – þ.e. hans tími sé kominn!


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um hagræðinguna og sparnaðinn?

Stóð ekki til að draga saman í útgjöldum hins opinbera?

Er verið að skapa störf handa þeim fjölmörgu þingmönnum sem hætta í vor? 


mbl.is Vill fjölga norrænum sendiráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhönnu fórnað?

Þær spurningar hljóta að vakna hvort Ingibjörg Sólrún hafi séð fyrir þann vanda sem hlaut að koma upp við „nauðsynlegar“ hreinsunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér er átt við skipan Seðlabankastjórnar og bankaráða og bankastjóra ríkisbankanna: Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.

Í stað þess að einhenda sér í aðgerðir til bjargar heimilunum og atvinnuvegunum rekur hvert vandræðamálið nú eftir öðru upp á borð forsætis- og efnahagsráðherra lýðveldisins. Ráðuneytisstjórinn og hagfræðingurinn látinn taka pokan sinn. Lögfræðingur ráðinn í staðinn. Tveir hagfræðingar reknir úr embætti Seðlabankastjóra (og einn lögfr.) og í staðinn á að ráð einn hagfræðing.

Þessir tveir hagfræðingar sem „óskað“ var að hættu hjá Seðlabankanum, hafa aldrei verið við neina pólitík kenndir og annar meira að segja ráðinn af Alþýðuflokksmanni í embætti. Ljóst er að krafa Harðar Torfasonar o.fl. um „hreinsarnir“ eru ferð á fyrirheits og munu geta kostað Seðlabankan um 42 m.kr. í starfslokasamninga og laun handa nýjum bankastjóra - sem væntanlega yrði skipaður „ópólitískt“! Það sem enn verra er að þeir menn sem nú að reka hafa ekkert gert af sér annað en að fara að þeim lögum og markmiðum sem alþingi hefur samþykkt m.a. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon!

Það er því útlit fyrir að formaður Samfylkingarinnar hafi att Jóhönnu í foræðið, hún komi síðan sjálf endurnærð og úthvíld í vor að loknum kosningum og getur fríað sig af gjörðum núverandi ríkisstjórnar! "Drottingu fórnað til að bjarga kónginum frá máti," svo líking sé tekin úr skákmáli.


mbl.is Skoða breytingar í bankaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa um gegnsæi pólitískra skoðana fréttamanna

Nú þegar hið nýja Ísland er að rísa upp úr ösku hins gamla, er verið að gera kröfu til gegnsæis í stjórnkerfinu, embættismenn eru látnir jafnvel víkja af því að þeir eiga hlut í stórum fyrirtækjum o.s.frv. Það er ekkert nema eðlilegt að gerðar séu kröfur bæði til stjórnmála- og æðstu embættismanna um að þeir geri grein fyrir eignum sínum og hagsmunum sem geta haft áhrif á ákvarðanir sínar.

Á sama hágtt er rökrétt að gera svipaðar eða sömu kröfur til þeirra sem starfa við fréttamennsku í fjölmiðlum, þ.e. að þeir gefi upp sín hagsmuna- og pólitísku tengsl.

Nú er ekkert verið að amast við því að blaðamenn hafi tengsl við pólitíska flokka, bara að þeir greini frá því og séu ekki að sigla undir fölsku flaggi sjálfstæðrar blaðamensku þegar þeir eru að reka erindi sinna vina og kunningja í pólitíkinni. Þannig sé einfaldlega tryggt að lesendur, hlustendur eða áhorfendur vita hver hinn pólitíski bakgrunnur viðkomandi sé.

Þetta er mjög mikilvægt ef fjölmiðlaflólk, sem telur sig fullltrúa "fjórða valdsins" í samfélaginu, og vill láta taka sig trúanlegt að það starfi fyrir opnum tjöldum!


Hallgrímur Helga, skilaðu ríkisstyrknum !

Ofurbloggari, málari, mótmælandi, rithöfundur m. fleiru Hallgrímur Helgason fékk nýlega úthlutað ritlaunum úr ríkissjóði til þriggja ára. Styrkur þessi mun samtals nema um 9,6 milljónum króna.

Skorað er á Hallgrím að afþakka þessi laun í ljósi efnahagsástandsins, þar sem hann hefur væntanlega laun af vinnu sinni, ritlaun, tekjur af sölu málverka o.fl.

Hallgrímur sýndi mikið drenglindi, samstöðu með atvinnulausum og öðrum tekjulágum í samfélaginu ásamt vott um gott siðferði ef hann afþakkaði þessi ritlaun, sérstaklega eins og ástatt er með efnahag landsmanna um þessar mundir.


Slæmt ef satt er ...

... en hvað hefur þingmaðurinn fyrir sér þegar hann setur þetta fram?  Hefur þingmaðurinn sannanir fyrir sínu máli og ef svo hverjar eru þær?

Eða er bara um fullyrðingu að ræða sem mótuð er af pólitískum sjónarmiðum? Ef svo er, verður að líta á slíkar fullyrðingar alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þess að kröfur um gagnsæ stjórnmál og stjórnsýslu er ein aðal forsenda núverandi ríkisstjórnar.


mbl.is Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband