4.5.2009 | 15:39
Tók vandi heimilanna sér líka frí?
4.5.2009 | 12:21
Hversu lengi ...?
Nú vill forsætisráðherra hafa fast land undir fótum áður en gengið verði frá stjórnarmyndun. Ennfremur að ekkert liggi á o.s.frv.
Er frú Jóhanna ekki búin að vera nægilega lengi í pólitík til að skilja að það er ekkert til sem heitir fast land undir fótum í stjórnmálum? Eða er kominn einhver aðgerðarhvíði upp hjá henni og Steingrími J?
Hversu lengi á þjóðin að bíða?
Hversu lengi hefur þjóðin efni á að bíða?
Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 13:00
Hroki ráðamanna er landsmönnum dýr
Ríkisstjórnin sem mynduð var til að slá skjaldborg um heimilin í landinu og velferðarsamfélagið sýnir lítið annað en hroka og fyrirlitningu þegar almenningur og fyrirtæki krefjast aðgerða. Nú síðast var viðskiptaráðherra með þau einu ráð handa þeim sem skulda og geta ekki staðið skil að halda áfram að borga og halda sér á mottunni. Allar aðgerðir þeirra leiddu bara af sér meiri kostnað og e.t.v. vinnu fyrir innheimtulögfræðinga! Búið væri að grípa til aðgerða og það dygði! Sér er nú hvert umburðalyndið!
Formenn stjórnarflokkanna hamast við að skipa hvern vinnuhópinn á eftir öðrum til að ræða og skoða málin, þar með talin umsókn eða ekki umsókn í ESB. Þessi vinna er í engu að svara kröfum samfélagsins um aðgerðir eða skjaldborgina umræddu. Einn vinnuhópurinn er að vinna að niðurskurði í útgjöldum ríkisins! Skyldi einhver vera að velta fyrir sér nýjum atvinnutækifærum og auknum tekjum þjóðarbúsins?
Þegar formennirnir eru inntir svara um aðgerðir, er sagt að ekkert liggi á við stjórnarmyndunina, stjórnin sé með öruggan meirihluta. Með öðrum orðum almenningi kemur ekkert við hvað þau aðhafast þarna á stjórnarheimilinu!
Það er að verða nauðsynlegt að taka með í reikninginn þegar hrunið verður gert upp er kostnaður við hinar pólitísku æfingar vinstri manna í vetur, þ.m.t. við myndun stjórnar í vetur, skipulagsbreytingar á SB, kosningarnar í vor og nú síðast stjórnarmyndunina.
Þessi æfingakostnaður fellur á almenning í landinu. Nú dugar ekki að kenna hinum um. Þetta er vandi sem vinstri menn hafa valdið og þarf að koma fram í uppgjörinu.
29.4.2009 | 10:44
Forsetaembættið óþarft?
Núverandi forseti hefur gjörbreytt hlutverki embættisins, sýnilega til hins verra. Fyrstu árin voru reyndar nokkuð farsæl og aðaláherslan var á ferðir innanlands. En það hefur breyst. Spaugstofan lýsti hlutverki forsetans í útrásinni ágætlega þegar hann var notaður sem öflugara vopn til að koma útrásinni á framfæri.
Síðustu mánuðir hafa verið þjóðinni erfiðir efnahagslega og pólitískt. Forsetinn hefur gert illt verra með vanhugsuðum ummælum sínum og aðgerðum. Nú síðast móðgaði hann Bandaríkjamenn með því að því að snupra sendiherra þeirra og afturkalla símleiðs bréf um úthlutun fálkaorðunnar. Og ef þetta eru einföld innanhússmistök, þá gerast þau ekki mikið verri. Í viðleitni forsetans til að reyna að draga úr tjóninu, var embættismanni kennt um allt saman. Slíkt hefði einhvernntíma ekki þótt góð latína. Í vetur móðgaði forsetinn Þjóðverja með glannalegum yfirlýsingum sínum við þarlenda fjölmiðla. Forsetinn hefur með öðrum orðum móðgað tvö mestu efnahagsveldi heimsins á örfáum vikum minnkað líkur á pólitískum og efnahagslegum stuðningi þaðan.
Meira að virðingu við fyrri forseta, en núverandi, breiddist búsáhaldabyltingin ekki til Bessastaða í vetur, eins og hún hefði e.t.v. þurft að gera. Nokkuð einsýnt er að þegar kemur að næstu kosningum, vorið 2012 mun þjóðin kjósa sér nýjan forseta, ef embættið verður ekki lagt þá niður.
En þessi frammistaða, eða skortur þar á, hjá forsetanum kallar á umræðu um nauðsyn embættisins. Ein megin rök fyrir emæbttinu hafa verið þau að hann væri sameiningartákn. Ekki þarf að fara lengi yfir afrekaskrá núverandi forseta til að sjá að hann hefur klofið hana meir en sameinað. Hin rökin eru þau, að hann sé mikilvægur fulltrúi okkar út á við og geti komið málum áfram, sem annars kæmust ekki í gegn. Nú þessi áhrif geta verið gagnvirk eins og dæmin sýna.
Við fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrárinnar, er því nauðsynlegt að taka snúning á forsetaembættinu og á því að hafa forseta yfirleitt.
Í öllu falli ætti að fara með forsetan eins og Svíar með sinn þjóðhöfðingja sem ekki fær að fara til útlanda, (nema í frí) án fylgdar ráðherra og tjáir sig ekki opinberlega um nein mál, nema með samþykki ráðherra og síðan er forseta þingsins falin verkstjórn við stjórnarmyndanir. En nú er einmitt horft mikið til Norðurlandanna með stjórnsýslulegar fyrirmyndir!
27.4.2009 | 18:48
Hvað gengur formanni BÍ til?
Nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands, Þóra Kristínn Ásgeirsdóttir, snýr út úr viðmælanda sínum sem vekur spurningar um hvatir hennar og hæfi sem blaðamanns og þ.a.l. formanns BÍ.
Til áréttingar er áhersla viðmælenda blm. að kosningarnar hafi ekki verið viljayfirlýsing um ESB aðild, þar sem helsti andstæðingur aðildar hafi unnið mest á. Eins muni staðan, eins og hún er á þingi að loknum kosningum, kalla á átök milli stjórnarflokkanna.
Þá bendir viðmælandi blm. á að Samfylkingin hafi ekki náð betri árangri en raun ber vitni, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mætt til leiks brotinn á báðum fótleggjum. Blaðamaðurinn og formaður BÍ kýs hins vegar að gera þá líkingu viðmælanda að aðalfyrirsögn og búa til sjálfstæða frétt úr henni, í þeirri augljósu viðleitni að búa til höggstað á Sjálfstæðisflokknum og/eða lýsa eigin viðhorfum.
Sérstök aðferðarfræði blaðamanns hlýtur að vekja spurningar um tilgang hennar með fréttinni.
Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 11:08
Rétt umræða?
Álitamál er hvot þessi umræða um hlutfall kynja á alþingi, sem skýtur upp kollinum um kosningar, sé sú rétta sem þarf að eiga sér stað um þessi mál. Í öllu falli er Kúba ekki það land sem æskilegur er að vera í hópi með, eins og stjórnarfarið er búið að vera þar í hálfa öld. Því landi hefur ekki verið stjórnað af neinum feminista a.m.k. ekki hingað til! Þjóðþing Kúbu hefur ekkert verið annað en sýningargripur.
Sú staða virðist vera komin upp í pólitíkinni hér á landi að kyn skiptir ekki máli lengur. Við höfum haft konu fyrir forseta, forsætisráðherra, þingforseta, ráðherra, borgarstjóra og fleiri dæmi mætti rekja. Konur eru reyndar enn hlutfallslega fleiri í jaðarsætum þ.e. baráttusætum á framboðslistum, en þær hafa verið að sækja í sig veðrið jafnt og þétt undanfarið. Reyndar virðist heldur ekki skipta máli hvort viðkomandi ráðamaður, sé karl eða kona þegar kemur að ákvörðunum, þannig að fyrir almenning skiptir þetta ekki sýnilegu máli, að öðru leyti en að bæði kyn hafi sömu tækifæri.
Í nýliðnum kosningum hefur konum jafnt sem körlum verið hafnað og hampað eftir frammistöðu eða væntingum um frammistöðu. Athyglisvert er t.d. að tveimur konum á vinstri væng stjórnmálanna, sem barist hafa fyrir umhverfismálum sem hafa þótt kvenleg gildi, fengu báðar skell í prófkjörum og önnur þeirra féll af þingi, þó í ráðherrastól sæti. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flokkar umræddra frambjóðenda hafa gefið sig út fyrir að vera hliðhollir framgangi kvenna í stjórnmálum.
Tvennt stendur upp úr þessari umræðu, sem reyndar eru ekki rædd í umfjöllun blaðamanns. Það er misrétti sem ekki hefur verið skýrt af öðru en kynjamun og síðan framtíðarmál málanna. Nú er svo komið að kvenfólk er í meirihluta í öllum nær öllum deildum í háskólum landsins og þær eru í meirihluta þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi.
Þetta síðarnefnda atriði er áhyggjuefni. Hver er langtímaþróunin? Spurning er hvort ekki sé tímabært fyrir t.d. Jafnfréttisstofu að líta á þetta mál, skoða hver þróunin verður eftir t.d. 10 eða 20 ár. Verður staða karla þá orðin lakari en kvenna?
Konur kusu konur til valda á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 13:04
„Ekki-sigur“ vinstri manna!
Úrslit kosninganna eru mikill ósigur vinstri manna - ósigur væntinga og aðstæðna og er sá ósigur jafnvel meiri en sem nemur tapi Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir gífurlegan meðbyr vinstri manna og einstakan mótbyr sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó við, er meirihluti vinstri manna á þingi ótrúlega naumur eða aðeins 51,5% af gildum atkv. og langt undir væntingum. M.v. öll atkv. var fylgið ekki nema 49,6% eða innan við meirihluta greiddra atkvæða!
Fylgi Samfylkingarinnar 29,8% sem er vel undir því fylgi sem flokkurinn fékk t.d. 2003, en þá var fylgi hans 31%. Eins mistókst Samfylkingunni að skipa sér á þann Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað lengst af. Nú er Samfylkingin aðeins fremstur flokka meðal jafninga, en hefur í raun enga sérstöðu eða yfirburði. Samanlagt fylgi vinstri flokkanna er því ekki nema 51,5%, sem þó er sögulegt hámark, en ekki sá sigur sem vænst hafði verið eða í samræmi við ósigur Sjálfstæðisflokksins.
Þótt sigur Vg sé mikill, úr 13,3% í 21,7%, er hann mun minni en sigur Alþýðuflokksins árið 1978 þegar fylgi hans fór úr 9% í 21%. Eins fellur þessi sigur í skuggan af sterkri innkomu Borgarahreyfingarinnar, sem fór úr engu í 4 þingmenn.
Þá hlýtur helsta baráttumál vinstri manna að koma til endurskoðunar vegna sæmrar stöðu þeirra hörðustu and-virkjunarsinna þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur Vg sem reyndar féll af þingi og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samf., sem einungis komst inn á þing vegna breytinga á röðum lista Samf. í Suðv. kjördæmi.
Þegar öllu er á botninn hvolft eru úrslit helgarinnar stærri spurning um kosningu hinna miklu ósigra, þ.e. væntinga til Vg. ótrúlegra lítillar fylgisaukningar Samf. og Framsóknarflokksins, brotthvarfs Frálsyndaflokksins af þingi og að sjálfsögðu taps Sjálfstæðisflokkins. Mestan ósigur bíður þó íslenskt efnahagslíf og almenningur þar sem nauðsynlegar aðgerðir hefur verið skotið á frest vegna hins pólitíska uppgjörs sem nú fór fram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 23:39
25. apríl - dagurinn sem Ísland glataði sjálfstæði sínu?
Ljóst er að Evrópusinnar hafa styrkt stöðu sína í þessum kosningum. Ekki að Samfylkingin ynni mikið á, heldur að vegna breytinga á hinum pólitísku landslagi. Borgarahreyfingin kemur alfarið í stað Frjálslyndaflokksins og hefur talað fyrir ESB aðild. Vg eru hálf-vængbrotnir eftir þessar kosningar vegna þess að þeir töpuðu slagnum við skoðanakannanirnar og ekki síst vegna taps Sjálfstæðisflokkins.
Samfylkingin stefnir ótrauð á ESB aðild. Hún vinnur sína stærstu sigra í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Hins vegar er hörð viðspyrna hjá öðrum flokkum við ESB aðild, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokkum og hjá Vg.
Hin veika staða Vg í samstarfi við Samfylkinguna þýðir einfaldlega að þeir eru ekki í stöðu gagnvart Samf. til að spyrna við fótum. Því er ljóst að Vg verða að gefa eftir Samf. í umræðunni um ESB og láta Jóhönnu fá sínu fram, sem þýðir að sótt verður um ESB aðild á kjörtímabilinu. Í næstu kosningum, hvort sem þær verða eftir 1, 2 eða 3 ár, verður kosið um ESB aðild!
25.4.2009 | 12:24
50% tekjuskattur í væntum?
Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi hefur, þrátt fyrir loforð um annað, boðað 50% hátekjuskatt frá og með næsta fjárlagaári. Rökin eru þau sömu og systurflokkur Samfylkingarinnar á Íslandi hefur notað, að þeir sem hafa haft það betra eigi að borga meira.
Með öðrum orðum systurflokkar Samfylkingarinnar ætla og vilja að "skattleggja" landsmenn út úr vandanum.
Er þetta fyrirboði þess sem koma skal hér á landi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.4.2009 | 10:21
ÖSE fylgist með framsetningu í fjölmiðlum
Haft er eftir Lenin að það sé ekki aðalatriðið að vinna kosningarnar, heldur talninguna. Hér á landi er talið nokkuð rétt a.m.k. og ekki er ástæða til að ætla að einstaklingum sé mismunað eða að þeir fái ekki að kjósa Þetta virðist því vera spurning um að "vinna" umræðuna í fjölmiðlum.Því er þeirri hugmynd velt upp hvort ÖSE þurfi ekki að skoða "umræðuna" hér á landi og hvort jafnræði gildi hjá fjölmiðlum í umfjöllun þeirra um stjórnmálamenn, skoðanir þeirra og flokkana. Eini gallinn er sá að tunga vor er skiljanleg frekar fáum öðrum en okkur sjálfum.
Byrja mætti t.d. á því að gera viðhorfskönnun innan Blaðamannafélags Íslands!
ÖSE í öllum kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar