22.6.2009 | 18:09
Enn ein niðurlæging Gordons Brown
Forysta breska Verkamannaflokksins mátti þola enn eitt áfallið síðdegis í dag þegar fulltrúi hennar fékk aðeins 74 atkvæði í kjöri nýs forseta neðri deildar breska þingsins. Það sem gerir þessi úrslit enn verri er að fulltrúi forystu flokksins Margaret Becket var studd af forystu flokksins og var eini raunhæfi frambjóðandi flokksins, en þeir voru tveir og fengu þau samtals aðeins um sjötta hluta heildaratkvæða, eða um 100 af þeim 593 gildu atkvæðum sem greidd voru. Fulltrúi Frjálslyndra fékk 55 atkvæði.
Íhaldsmenn, sem buðu samtals fram sex einstaklinga, fengu samtals 438 atkvæði, þar af tvo þá sem flest atkvæði hlutu, sem er meira en tvöfaldur styrkur flokksinsn í þinginu. Hver úrslit verða í síðari atkvæðagreiðslum liggur ekki fyrir, en nýr þingforseti verður að fá meirihluta atkvæða.
Fyrir aðra umferð lýsti annar frambjóðandi Verkamannaflokksins yfir stuðningi við frambjóðanda Frjálslyndra - ekki sinn eigin flokksmanna. Með öðrum orðum, almennir þingmenn Verkamannaflokksins nýta þessa atkvæðagreiðslu til að lýsa vantrausti sínu á forystu flokksins. Bætast þessi vandræði Gordons Brown við áður herfilega útreið Verkamannaflokksins í nýafstöðnum kosningum til sveitarstjórna og Evrópuþingsins og afsagna ráðherra og brottreksturs fjölmiðla fulltrúa Gordons Browns sjálfs.
22.6.2009 | 16:27
IceSave - álagssamningar?
Það er sífellt að koma betur og betur í ljós að Icesave samningar ríkisstjórnarinnar halda hvorki lagalega né pólitíkst og að stjórnin riði til falls vegna þeirra.
Líklega mun forystumenn innan Vg. á þingi greiða samningnum atkvæði, en þar sem meirihluti stjórnarflokkana er jafn naumur (34/29) og raun ber vitni, mun það ekki duga þar sem nokkrir þingmenn munu hlaupast undan merkjum, þ.m.t. þingflokksformaðurinn hugsanlega. Þingmenn Framsóknar og Borgarahreyfingarinnar munu greiða atkvæði á móti og nú biðlar forsæstisráðherra til Sjálfstæðimanna að bjarga ríkisstjórn sinni þeirra sem hún vann hvað ötulast að koma út út ríkisstjórn í byrjun þessa árs.
Mikil gagnrýni hefur komið á samningin og ber hann ýmis merki um að hann sé gerður undir álagi og þrýstingi, ekki síst af stjórnvöldum hér á landi að ljúka honum.
- Það getur varla talist eðlilegt að allar eignir íslenska ríkisins séu til tryggingar greiðslum skv. samningum. Þetta atriði hefur ekki verið skýrt öðru vísi, en sem hræðsluáróður andstæðinga samningins.
- Eins getur það varla talist eðlilegur hlutur í samningi tveggja jafnrétthárra laga, að annar aðilinn skuli úrskurða um deilumál sem upp kunna að rísa. Eðli samninga á jafnréttisgrundvelli er að slík mál skuli rekin fyrir hlutlausum dómstól a.m.k. eða að báðir aðilar eigi kost á að tilnefna aðila í úrskurðarnefnd vegna mála sem upp kunna að koma. Þetta atriði eitt og sér kallar á ógildingu skv. venjum í þjóðarrétti, ef eitt ríki er beitt þrýstingi til að undirrita samningi sem er því óhagstæður.
- Sú leynd sem átti að hvíla á samningunum er með öllu óskiljanleg og hljómar það ótraustvekjandi að ráðherrar skuli hafa verið gerðir afturreka með þá skýringu að Bretar og Hollendingar skuli hafa krafist hennar. M.ö.o. gerð var tilraun til að blekkja bæði almenning og þingheim!
Reyndar má færa fyrir því rök að vegna ófyrirsjáanlegra breyttra aðstæðna (rebus sic stantibus), þ.e. bankahrunsins, sé Ísland ekki fært að standa við allar sínar skuldbindingar vegna bankaábyrgða erlendis. Þetta hefðu stjórnvöld átt að láta reyna á og það var reyndar tækifæri til þess í samningum við Breta og Hollendinga, sérstaklega þar sem nokkur ár eru þar til afborganir vegna þessara skuldbindinga hefjast.
En sporin hræða. Fjármálaráðherran og jarðfræðingurinn sem beitti hörkunni sex (10 á Mohrskvarðan) í stjórnarandstöðu, virðist hafa linast verulega í styrkleika gifs í viðræðum vegna Icesave-samninganna. Forsætisráðherra virðist treysta á að viðræður við ESB og skilaboð sem þeim fylgja munu bjarga okkur út úr þeim vandræðum sem stjórnvöld eru búin að koma okkur í.
Á sama tíma og Grænlendingar eru að öðlast meira sjálfstæði og eru komnir á svipaðan punkt og við árið 1918, erum við óðfluga að glata okkar, fyrst með Icesave og því næst með inngöngu í ESB.
11.6.2009 | 13:37
„Breska veikin“ komin til landsins?
Þegar Eva Joly var ráðin 10. mars sl. semsérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í meintun efnahagsbrotumútrásarvíkinganna, virðist sem hugur hafi ekki fylgt máli. Þegar Eva Joly hótarað hætta, er loks talað um að bregast við óskum hennar um starfsaðstöðu,fjárveitingar o.fl. Einnig kemur í ljós að Eva hefur ekki hafið störf ennþá,þremur mánuðum eftir að hún hóf störf.
Laun Evu eru rausnarleg, um 1,3 m.kr. fyrirfjögurra daga þjónustu á mánuði. Bæði er launaupphæðin mun hærri en launforsætisráherra og síðan er vinnuskildan mun minni en gengur og gerist áalmennum vinnumarkaði. Til að bíta hausinn af skömminni er gengið þvert áyfirlýsingar um að engin laun hjá hinu opinbera ættu að vera hærri en launforsætisráðherra. Evu Joly til aðstoðar, sem e.k. tengiliður við stjórnvöld,var ráðinn arkitekt, sennilega vegna hinnar sérstæku þekkingar sinnar, sem færum hálfa milljón króna á mánuði fyrir sín störf.
Án þess að lagt sé mat á verk Evu Joly,benda vinnubrögð ríkisstjórnarinnar til þess að hugur fylgi ekki verki í þeimmikilvægu málum sem nú bíða þjóðarinnar. Né heldur virðistríkisstjórnarflokkarnir geta verið samstíga um aðgerðir. Nýjasta dæmið erIcesavesamingurinn þar sem stjórnarflokkarnir virðast vera klofnir í herðarniður í afstöðu sinni til málsins. Annað verkefni sem ríkistjórnin virðist ekkisammála um er Evrópusambandsumsóknin, þar sem annar stjórnarflokkurinn eralgjörlega á móti. Þá stenda ríkisstjórnarflokkarnir frammi fyrir um 20 milljarðakróna niðurskurði og skattahækkunum sem ekki er búið að semja um eða útfæra.Löng bið er hefur verið eftir öðrum málum eða árangri, má þar t.d. nefnavaxtalækkanir og uppgjöri á gömlu bönkunum.
Aðgerðarleysið og ástandið ástjórnarheimilinu hér er farið að minna á upplausnina í breskaVerkamannaflokknum, þar sem mun meira er gert af því að tala eigið ágæti ogmögulegar lausnir en að eitthvað sé gert og hvað þá eitthvað sé gert sem skilarárangri. Breska veikin" hefur skotið upp kollinum aftur í Verkamannaflokknumog er farin að berast hingað, mun hraðar en aðrar flensur.
Eva Joly er dínamítkassi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 16:37
Af hverju má ekki veiða hval?
Grænfriðungar hafa ekki fært rök fyrir því af hverju ekki má veiða hval. Vísindamenn Hafró hafa fært nokkuð góðar sannanir fyrir því að þeir stofna sem veiða má úr, séu sterkir og þoli vel veiðar. Þegar nokkrar tegundir voru í útrýmingarhættu, var ástæða til að grípa til aðgerða og hætta veiðum jafnvel.
Hvalskoðunarsinnar óttast um sinn hag, að hvalveiðar eyðileggi þeirra viðskipti og eru það rök út af fyrir sig. Nú hins vegar þegar nóg er af hrefnu og langreyð, er spurt hver er munurinn t.d. á hvalkjöti og kjúklinga- og svínakjöti sem dæmi?
Þar til að hægt er að benda á með óyggjandi rökum að það sé eitthvað sé ómannúðlegt eða veiðistofnar séu í útrýmingarhættu - er hreinlega rangt og ef ekki hræsni að samþykkja dráp á einni dýrategund en ekki annarri.
Uppspuni hjá Grænfriðungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 13:30
Gildir ekki það sama um díselolíuna?
Það hlýtur að eiga það sama um díselolínuna!
Skeljungur á eftir að svara því af hverju hún er ekki lækkuð samsvarandi líka!
Skeljungur lækkar bensín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 12:09
Nýr söngleikur í Westminster!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 11:32
Bretland að verða stjórnlaust?
Verkamannaflokkurinn breski hefur ekki fengið jafnlítið fylgi í Wales frá því í kosningunum árið 1918 og er þar í öðru sæti á eftir Íhaldsflokknum. Í kosningum til Evrópuþingsins í sl. fimmtudag missti flokkurinn um 7% fylgi, varð í 3. sæti á eftir Breska Sjálfstæðisflokknum og Íhaldsflokkum og ekki nema með um 1% forskot á Frjálslynda Demókrata sem töpuðu rúmlega 1% fylgi í þessum kosningum frá því fyrir fjórum árum.
Þessi ósigur kemur ofaná skelfileg úrslit fyrir Gordon Brown og Verkamannaflokkinn í sveitarstjórnarkosningum fyrir helgi, þar sem þeir misstu meirihluta í fjórum sveitarstjórnum og tæplega 300 sætum í sveitarstjórnum. Íhaldsflokkurinn vann mikið á í þessum kosningum, náði meirihluta í 7 nýjum sveitarstjórnum hafa meirihluta í 30 af þeim 34 sveitarstjórnum sem kosið var um. Mestur þótti sigur Íhaldsmanna í Derbyshire, þar sem hann hefur ekki unnið meirihluta síðan 1977 og flokkur Browns tapaði 16 af 37 sætum sínum.
Við þessar hörmungar bætast við stöðugt vaxandi óvinsældir Browns og Verkamannaflokksins, tap í maí í fyrra í borgarstjórnarkosningum í London, illa útreið í aukakosningum á undaförnum mánuðum. Í raun hefur leið Browns verið niður á við allt frá því að hann tók við leiðtogahlutverki flokksins og það áður en efnahagshrunið varð.
Vinsældir Browns innan eigin þingflokks takmarkast við þá staðreynd að þingflokkurinn getur hreinlega ekki bolað honum burt. Í aðdraganda hins mikla ósgurs sl. fimmtudag, sem fyrirsjánanlegur var skv. könnunum, stóð til að gera miklar breytingar á ríkisstjórninni. M.a. stóð til að færa Alastair Darling til í starfi, en vegna fjölda afsagna fyrir kosningarnar og fyrir breytingar Browns, urðu breytingarnar minni en ella. Darling sem lækka átti í tign, sem helsta akkilesarhæl stjórnarinnar, situr áfram sem fastast sem ný kjölfesta í stjórninni. Eini árangurinn af þeim breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórninni, er að það tókst að útiloka raunhæft mótframboð við Brown - þ.e. það er að mynda pattstöðu innan þingflokksins.
Þar sem Brown situr sem fastast, vill ekki fara og ekki er hægt að hreyfa við honum gerist ekkert. Þar sem hann er rúinn öllu trausti bæði í flokknum og meðal kjósenda gerist útá við, gerist heldur ekki neitt í landsmálunum, nema að ástandið efnahagsástandið fer versnandi.
1.6.2009 | 09:54
Ekki bara Darling sem á í vandræðum
Vandi Alastair Darlings fjármálaráðherra er að miklu leyti táknrænn fyrir vanda sem blasir við breska Verkamannaflokknum og bresku efnahagshagslífi þessa dagana.
Fjármálahneyksli þingmanna skekur allt breskt stjórnmálalíf og hefur sýnilega lamað stjórnina sem ekki virðist geta tekið ákvarðanir, aðrar en að sitja áfram. Vegna þessa hneykslis og vegna bágrar stöðu í skoðanakönnunum og óvissu um kosningar hafa bresk stjórnvöld glatað trúverðugleika sínum meðal annarra ríkja.
Skoðanankannanir sýna fylgi við Verkamannaflokkinn sjaldan hafa verið minna og hann er kominn niður fyrir Frjálslynda Demokrata í 3ja sæti og allt útlit fyrir ahroð í kosningum til sveitarstjórna- og Evrópuþingsins nk. fimmtudag.
Afstaða Gordons Browns forsætisráðherrans virðist vera að ætla að bíða af sér vandan, í þeirri von um að hann minnki eða hverfi. Spurning hvort hliðstæður um það sé að finna víðar?
Darling í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 17:14
Hveitibrauðsdagar Steingríms og Jóhönnu liðnir?
Eins og við mátti fara að búast, hefur almenningur ekki efnahagslegt úthald til að bíða eftir ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Til að mótmæla aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hefur verið boðuð mótmælastaða við Alþingishúsið, reyndar kl. 13 á virkum föstudegi og þegar því sem næst öruggt er að enginn þingm. verði í húsinu.
Nú reynir á sannfæringu hinna skeleggu mótmælenda frá því vetur að koma og fylgja eftir a.m.k. fyrri sannfæringu sinni.
Í öllu falli þarf ríkisstjórninni að vera ljóst að nú dugar ekki að búa til viðbótar vinnuhóp um málin. Aðgerða er krafist
Boðað til mótmæla á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 10:29
Ísland að segja sig til sveitar?
Síðasta útspil stjórnarflokkanna er að innkalla fiskveiðiheimildir sjávarútsvegsfyrirtækja og skv. úttekt þar um, mun sú leið setja útgerðina í landinu á hausinn á 5-7 árum og þjóðnýting fylgdi í kjölfarið. Síðan yrðu bankarnir aftur gjaldþrota, en þeir eru hvort sem er í eigu ríkisins og það skiptir e.t.v. ekki máli.
Önnur aðgerð sem boðið verður upp á fyrir heimilin, er e.k. "maður á mann" aðferð og flatri 20% niðurfellingu skulda hafnað. Í stað þess að bjóða upp á innspýtingu í efnahagslífið sem gæti eytt óvissu margra á að fara yfir mál hvers og eins og meta, skipa þeim tilsjónarmann, fara fyrir dómstóla með greiðsluaðlögum o.fl. Hversu langan tíma þetta tekur veit enginn og en vandamálið er að tíminn eru peningar líka. Fyrst er óvissan aukin með lengri bið eftir úrræðum. Heimilum sem leita greiðsluaðlögunar verður skipaður tilsjónarmaður. Nú á að bíta hausinn af skömminni með því að birta nöfn þessara einstaklinga með opinberri birtingu! Öll sjálsbjargarviðleitni brotin niður.
Skipaður var vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar, viku eftir kosningar, til að skoða ríkisfjármálin. Ekkert liggur á segja ráðherrar, ríkisstjórnin hafi öruggan meirihluta - reyndar minnihluta þeirra sem mættu á kjörstað. Lausin sé að finna hjá Evrópusambandinu.
Niðurstöður eru: Engin nýsköpun atvinnutækifæra, útgerðina í gjaldþrot, heimilin bíða - enginn veit hve lengi o.s.frv.
Sá grunur læðist að bloggara að það eigi að svelta landsmenn til hlýðni við ESB og skuldinni komið á fyrri stjórnvöld.
Eina lausn efnhagsmvandans verði ríkisvæðing landsins aftur eða að ESB-aðild komi landinu til bjargar. Lausin sé í raun og veru uppgjöf og landið og þjóðin segi sig til sveitar (í Evópu)!
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar