„Ekki-sigur“ vinstri manna!

Úrslit kosninganna eru mikill ósigur vinstri manna - ósigur væntinga og aðstæðna og er sá ósigur jafnvel meiri en sem nemur tapi Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir gífurlegan meðbyr vinstri manna og einstakan mótbyr sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó við, er meirihluti vinstri manna á þingi ótrúlega naumur eða aðeins  51,5% af gildum atkv. og langt undir væntingum. M.v. öll atkv. var fylgið ekki nema 49,6% eða innan við meirihluta greiddra atkvæða!

Fylgi Samfylkingarinnar 29,8% sem er vel undir því fylgi sem flokkurinn fékk t.d. 2003, en þá var fylgi hans 31%. Eins mistókst Samfylkingunni að skipa sér á þann Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað lengst af. Nú er Samfylkingin aðeins fremstur flokka meðal jafninga, en hefur í raun enga sérstöðu eða yfirburði. Samanlagt fylgi vinstri flokkanna er því ekki nema 51,5%, sem þó er sögulegt hámark, en ekki sá sigur sem vænst hafði verið eða í samræmi við ósigur Sjálfstæðisflokksins. 

Þótt sigur Vg sé mikill, úr 13,3% í 21,7%, er hann mun minni en sigur Alþýðuflokksins árið 1978 þegar fylgi hans fór úr 9% í 21%. Eins fellur þessi sigur í skuggan af sterkri innkomu Borgarahreyfingarinnar, sem fór úr engu í 4 þingmenn. 

Þá hlýtur helsta baráttumál vinstri manna að koma til endurskoðunar vegna sæmrar stöðu þeirra hörðustu „and-virkjunarsinna“ þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur Vg sem reyndar féll af þingi og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samf., sem einungis komst inn á þing vegna breytinga á röðum lista Samf. í Suðv. kjördæmi.

Þegar öllu er á botninn hvolft eru úrslit helgarinnar stærri spurning um kosningu hinna miklu ósigra, þ.e. væntinga til Vg. ótrúlegra lítillar fylgisaukningar Samf. og Framsóknarflokksins, brotthvarfs Frálsyndaflokksins af þingi og að sjálfsögðu taps Sjálfstæðisflokkins. Mestan ósigur bíður þó íslenskt efnahagslíf og almenningur þar sem nauðsynlegar aðgerðir hefur verið skotið á frest vegna hins „pólitíska uppgjörs“ sem nú fór fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Jónas, þetta er sannkölluð snilldar greining á kosningarúrslitunum, greinilegt að þú ert stjórnmálafræðingur ;-) 

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:48

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Enda í góðum skóla, hjá ykkur bræðrum!

Jónas Egilsson, 26.4.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Jónas Egilsson

LEIÐRÉTTING: Fylgi stjórnarflokkanna, Samf. og Vg., er ekki nema 49,6% af greiddum atkvæðum, en þau voru 193.934.

Jónas Egilsson, 26.4.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 34314

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband