Rétt umræða?

Álitamál er hvot þessi umræða um hlutfall kynja á alþingi, sem skýtur upp kollinum um kosningar, sé sú rétta sem þarf að eiga sér stað um þessi mál. Í öllu falli er Kúba ekki það land sem æskilegur er að vera í hópi með, eins og stjórnarfarið er búið að vera þar í hálfa öld. Því landi hefur ekki verið stjórnað af neinum feminista a.m.k. ekki hingað til! Þjóðþing Kúbu hefur ekkert verið annað en sýningargripur.

Sú staða virðist vera komin upp í pólitíkinni hér á landi að kyn skiptir ekki máli lengur. Við höfum haft konu fyrir forseta, forsætisráðherra, þingforseta, ráðherra, borgarstjóra og fleiri dæmi mætti rekja. Konur eru reyndar enn hlutfallslega fleiri í „jaðarsætum“ þ.e. baráttusætum á framboðslistum, en þær hafa verið að sækja í sig veðrið jafnt og þétt undanfarið. Reyndar virðist heldur ekki skipta máli hvort viðkomandi ráðamaður, sé karl eða kona þegar kemur að ákvörðunum, þannig að fyrir almenning skiptir þetta ekki sýnilegu máli, að öðru leyti en að bæði kyn hafi sömu tækifæri.

Í nýliðnum kosningum hefur konum jafnt sem körlum verið hafnað og hampað eftir frammistöðu eða væntingum um frammistöðu. Athyglisvert er t.d. að tveimur konum á vinstri væng stjórnmálanna, sem barist hafa fyrir umhverfismálum sem hafa þótt kvenleg gildi, fengu báðar skell í prófkjörum og önnur þeirra féll af þingi, þó í ráðherrastól sæti. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flokkar umræddra frambjóðenda hafa gefið sig út fyrir að vera hliðhollir framgangi kvenna í stjórnmálum.

Tvennt stendur upp úr þessari umræðu, sem reyndar eru ekki rædd í umfjöllun blaðamanns. Það er misrétti sem ekki hefur verið skýrt af öðru en kynjamun og síðan framtíðarmál málanna. Nú er svo komið að kvenfólk er í meirihluta í öllum nær öllum deildum í háskólum landsins og þær eru í meirihluta þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi. 

Þetta síðarnefnda atriði er áhyggjuefni. Hver er langtímaþróunin? Spurning er hvort ekki sé tímabært fyrir t.d. Jafnfréttisstofu að líta á þetta mál, skoða hver þróunin verður eftir t.d. 10 eða 20 ár. Verður staða karla þá orðin lakari en kvenna?


mbl.is Konur kusu konur til valda á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta var svo sem fyrirséð eftir að listar voru birtir.  Við þetta má bæta að af 63 varaþingmönnum eru 36 konur, þannig að verði eðlileg endurnýjun á þingmönnum á kjörtímabilinu (miða við 4 ár), þá gætu konur verið komnar í meirihluta fyrir lok þess.

Ein skýring varðandi fjölgun kvenna í langskólanámi er dulið atvinnuleysi.  Fjölgun starfa hefur orðið meiri í hefðbundnum karlastörfum sem rekur konur frekar í nám.

Marinó G. Njálsson, 27.4.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Marinó.

Þessi fjölgun kvenna í framhaldsskólakólanámi nær til mennta og fjölbrautarskóla líka, þ.e. 16-20 ára aldurshópsins. Þar hefst ákveðin þróun, sem eins og þú bendir á helst á háskólastiginu og á e.t.v. sínar ákveðnu skýringar.

En það um 2/3 atvinnulausra eru karlmenn, það vill segja að "kreppan" bitnar harðar á hefðbundnum karlastörfum en konum, sem vinna frekar við störf sem „varin“ eru fyrir niðursveiflu í einkageiranum.

Jónas Egilsson, 27.4.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hve margar konur eru í háskólanámi í staðinn fyrir að vera atvinnulausar?  Atvinnuleysi hefur löngum verið falið hér á landi á ýmsan hátt.

Marinó G. Njálsson, 27.4.2009 kl. 12:51

4 identicon

Þessi staða er fjarri því að vera nýtilkomin, þ.e. að konur séu í meirihluta á framhalds- og háskólastigi í langflestum deildum. Svona hefur þetta verið meira og minna í 20-25 ár.

Hins vegar hefur þetta aukna aðgengi kvenna að menntun ekki skilað sér út í atvinnulífið. Það hefur ekki aukið hlut kvenna í stjórnunarstöðum í takt við aukna menntun þeirra svo dæmi sé tekið. Einmitt þess vegna hefur jafnréttisstofa sennilega áhyggjur af öðrum þáttum misréttis, svo sem félagslega og mótandi viðhorf.

Engu að síður er einmitt þessi "sigur" kvenna í kosningunum merkilegur og við ættum öll að gleðjast yfir því, konur og kallar :)

Kristín (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 34250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband