24.4.2009 | 17:09
Þing ESB til málamynda!
Nú hafa stofnanir ESB ákveðið bann við sölu á selskinnum innan ESB. Þingið á aðeins eftir að blessa þessa ákvörðun með samþykkt sinni síðar í vor. Undanþegin eru skinn sem unnin eru af frumbyggjum (Inuítum). Tvennt er athyglisvert við þessa ákvörðun.
Í fyrsta lagi er athyglisvert að samþykkt þings ESB er bara formsatriði. Spurning er hvort þessi vinnubrögð séu það lýðræði sem suma dreymir um.
Síðan er það ákvörðun sjálf, að banna sölu selskinna og þar að leiðandi stöðva nýtingu náttúrauðlinda. Ef þetta er vísbending um viðhorf skriffinna hjá Evrópusambandinu, þá þurfum við Íslendingar að skoða málin aðeins upp á nýtt.
23.4.2009 | 19:37
Vinstri hringleið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 17:32
Landráð Samfylkingarinnar?
Í ljós er komið að fyrrv. utanríkisráðherra og form. Samfylkingarinnara var búin að gera leynisamkomulag við Breta vegna Icesave deildunnar.
- Í staðinn fyrir eftirgjöf á Icesave og hrað-meðferð á umsókn Íslands í ESB var búið að semja um aðgang Breta að fiskveiðilögsögu Íslands! Það vill segja að búið var að semja um farmsal auðlindanna og inngöngu í ESB í desember sl. Þessi staða skýri í raun þrýsting Samfylkingarinnar á samstarfsflokka sína um að skipta um skoðun, fyrst Sjálfstæðisflokkinn, síðar Vinstri græna!
- Einnig vildi utanríkisráðherran ekki halda til streitu hagsmunum Íslands í viðræðum við Bretanna, m.ö.o. hagsmunum fórnað fyrir aðild!
Minnt er á í þessu sambandi ákvæði í hegningarlögum. Þar segir:
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Spyr sá sem ekki veit!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
23.4.2009 | 14:10
Ný hugsun í skipun kjördæmamála nauðsynleg
Í um það bil hálfa öld hafa Íslendingar búið við frekar bæði stirt og ópersónulegt kjördæmafyrirkomulag.
Það er stirt af því að það hefur ekki verið innbyggður möguleiki á leiðréttingu, heldur þarf stjórnarskrárbreytingu til að breyta mörkum kjördæma. Eðlilegra væri að hafa ákv. í stjórnarskrá um að laga beri kjördæmi að íbúaþróuninni, t.d. á 10-12 ára fresti. Þá færi sjálfkrafa í gang vinna við lögum kjördæmanna, þannig að misræmi milli atkvæðavægis yrði ekki of mikið.
Kjördæmin eru ópersónuleg vegna stærðar. Það tekur um 6 klst. að aka milli enda í Suðurkjördæmi sem dæmi. Eins eru þingmenn margir í hverju kjördæmi, þannig að návígi milli kjósenda og frambjóðenda verður minna en ella. Eins eru það sem skilgreina má örugg sæti of mörg og of margir frambjóðendur verða í aukahlutverkum sem meginþungi kosningabaráttunnar er venjulega í höndum oddvita flokkanna.
Eðlilegra væri að hafa kjördæmin minni og fleiri, þ.e. færri kjósendur á bak við hvern þingmann. Eins er nauðsynlegt að hafa innbyggt leiðréttingarferli í kerfið þannig að ekki verði háværar deilur í hvert sinn sem jafna þarf atkvæðisréttinn.
Tvöfaldur munur á atkvæðavægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 12:44
Í hvorn vinstri fótinn stíga Vg og þeirra pólitísku málaliðar?
Vinstri grænir eru greinilega hálfviltir í umhverfismálum. Þeirra aðal postuli í þessum efnum, Kolbrún Halldórsdóttir vill greinilega stöðva uppbyggingu atvinnutækifæra og hætta olíuleit á Drekasvæðinu og að sjálfsögðu hætta við uppbygginu álvera og þeirra þúsunda starfa sem í kjölfarið skapast. Æðsta ráð Vg er ekki samála Kolbrúnu og hefur sett ofaní við hana og fara undan í flæmingi þegar gengið er á þá nánar um þessi mál.
Hinir pólitísku málaliðar ríkisstjórnarinnar, Samfylkingin er jafn tvístígandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir er í svipaðri stöðu og skoðanasystir hennar úr Vg. Þær mega ekki tjá sig um umhverfismál, nema í hófi.
Össur vill og vill ekki álver eða olíuleit. Hann er hinn dæmigerði pólitíski málaliði sem skiptir skoðun í miðri setningu.
Kjósendur verða fá skýr svör um hvað hin væntanlega vinstri stjórn ætlar að gera að loknum kosningum og hvort treysta þurfi á stjórnarandstöðuna til að tryggja atvinnuuppbyggingu í framtíðinni.
22.4.2009 | 21:36
Svandís sagði ekki satt
Svandís neitaði því ekki á fundi í kvöld á NASA að hún hefði talað gegn betri vitund þegar hún bar sakir á Guðlaug Þór.
Síðan hefur komið í ljós að frambjóðendur Samfylkingarinnar sem dæmi hafa líka þegið styrki svipaða þeim sem Svandís ásakar aðra um - en segir ekkert frá.
Tvískinnungur Svandísar er áberandi í þessu máli. Hún dygljar um andstæðinga í hálfkveðnum vísum, en þegir um aðra sem eru hennir þóknanlegir!
Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 21:22
Spurning sem Svandís svaraði ekki
Svandís Svavarsdóttir svaraði því ekki af hverju hún hefði dregið sínar ályktanir um það sem hún kallaði mögulegar og jafnvel að hennar mati augljós tengsl milli fyrirtækja og sumra frambjóðanda í svokallaða REI málinu.
Með öðrum orðum hún gat það ekki og því opnar hún fyrir spurningar um það hvort hún hafi vísvitandi komið óhróðri af stað án þess að hafa fyrir því annað en pólitísk sjónarmið - þ.e. að að koma óorði á pólitíska andstæðinga sína - lygi með öðrum orðum.
Svandís getur ekki borið fyrir sig þekkingarskorti á REI málinu, þar sem hún var formaður nefndarinnar sem fór yfir allt málið.
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 08:33
Að láta aðra kjósa fyrri sig
Með því að skila auðu, kjósa ekki, eða ógilda atvkæði, er verið að taka mikilvæga afstöðu í kosningunum.
- Sú afstaða felst í því að þeir ekki kjósa, láta aðra taka ákvörðun fyrir sig.
- Hún felst líka því að með því að hefna sín á stjórnmálamönnum eða flokkum fyrir fortíðina, er verið að veita öðrum umboð til að hefna sín á okkur öllum í framtíðinni, t.d. með hærri sköttum og boðuðum tekjulækkunum.
- Með því að kjósa ekki verið að láta aðra um að taka ákvörðun um stöðvun uppbyggingar atvinnutækifæra og auknu atvinnuleysi í framtíðinni.
- Með því að kjósa ekki verið verið að veita þeim umboð sem eru að tefja aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýju og auka á vandan og nýta sér þær aðstæður í pólitískum tilgangi.
Margir ætla að skila auðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 08:20
Allur sannleikurinn
Það er ekki mjög gott þegar þróunin er sú að bilið milli hinna tekjuhæstu og t.d. lágmarkslauna er margfalt.
Mikilvægastu spurningunni er sleppt í þessari umræðu, hvort allir hópar hafi bætt kjör sín.
Ríkastir stórjuku sinn hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 21:04
Aukinn launamunur?
Birt var frétt á RUV um að bil milli hinna hæst launuðu í landinu og þeirra sem minna afla, hafi aukist síðan 1993. Þetta munu vera niðurstöður rannsóknar tveggja nemenda HÍ m.a. undir leiðsögn Stefáns Ólafssonar prófessors.
Það er eitt atriði í þessa umræðu sem vantar og Stefán Ólafsson hefur ekki hirt um að ræða, enda hentar það ekki pólitískum tilgangi prófessorsins. Það er hversu mikið hin sameiginlega "kaka" hefur stækkað.Mikið launabil er í sjálfu sér ekki gott. Slíkt skapar spennu og óréttlæti. Hins vegar ef laun og kjör hækka á báðum endum geta "ofurlaun" haft jákvæð áhrif - svo lengi sem bilið er ekki óraunverulegt.Það er náttúrulega alls ekki ásættanlegt ef hinir ríku verða ríkari á kostnað hinna. Slíkt átti sér stað á lénstímanum.Engu betra er ef ríkisvaldið ætlar með skattastefnu sinni að gera alla jafn fátæka.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar