Munurinn á Írlandi og Íslandi? Einn bókstafur og sex mánuðir!

Iain Begg prófessor.

Írskt efnahagslíf hagnaðist vel áuppsveiflunni undanfarin ár. Ný fyrirtæki komu í stað eldri og hefðbundinna.Tölvu- og lyfjafyrirtæki spruttu upp og fasteignaverð hækkaði sem aldrei fyrr. Hagvöxturinnvar mikill, um 8% á ári, allir uppfullir sjálfstrausti og efnahagslífinu var jafnvellíkt við tígrisdýr og samanburður fenginn frá Kína. En nú hafa aðstæður breyst.Dell tölvufyrirtækið sem hefur verið var stærsti vinnuveitandinn í hinumsögufræga bæ í Limerick síðustu tvo áratugina, hefur til dæmis sagt upp tvö þúsundmanns. Hyggist fyrirtækið flytja starfsemina, frá Írlandi til Póllands, þar semvinnuafl er ódýrara. Áætlað er að til viðbótar munu um átta þúsund manns missavinnuna sína í kjölfarið og að hlutfall atvinnuleysis muni verða allt að 50% ásvæðinu.

 Að sögn Davids McWillimans hagfræðings gat þaðekki gengið til lengdar að í einu fámennasta landi Evrópu væri fasteignaverðeinna hæst í álfunni. Hannn líkti bankastjórunum við dópsala sem gerðu  almenningi gylliboð með ódýrum lánum oghástemdum lýsingum um efnahagsvöxt sem aldrei tæki enda. Síðan borguðu þeir sérsjálfir himinhá laun fyrir árangurinn.  Það er fleira á Írlandi sem minnir á Ísland. Offjárfesting íbyggingargeiranum t.d. í Dublin hefur verið mikil og víða er hægt að sjáfjölbýlishús sem stanað auð að hálfu eða öllu leyti. Þetta verður sérstaklegaáberandi á kvöldin þegar heilu og hálfu húsin eru óupplýst, vegna þess að þaðbýr þar einfaldlega enginn.  En núer komið að skuldadögum.

Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ríkisútgjöldumer líklegt að írsk stjórnvöld komist í þrot og að Evrópusambandið krefjist ennfrekarai aðhaldsaðgerða og komi til Írlandi til bjargar með stóru láni, eins ogAGS hefur gert hér á landi. Efnahagshrunið mun að mati margra styrkjaEvrópusamandið á Írlandi og leiða til þess að Lissabon sáttmálinn muni loksverða samþykktur í alsherjaratvæðagreiðslu síðar á árinu. Eins og kunnugt ersettu Írar Evrópusamrunan út af sporinu í fyrra með því að hafa sáttmálanum íþjóðaratkvæðisgreiðslu þar.

Írland er á sömu braut og Ísland í raun,aðeins nokkrum mánuðum á eftir. Líklegt er skv. Iain Begg hagfræðiprófessor viðLondon School of Economics, að Evrópusambandið muni tryggja írska banka gegnhruni með veði í bönkunum sjálfum og eignum þeirra í stað þess að yfirtaka þáeða láta þá fara á hausin. Evrópusambandið mun því forða írskum bönkum frá sömuörlögum og þeir íslensku, þ.e. að verða gjaldþrota og verða þjóðnýttir.

Í hugum margra á Írlandi er munurinn á Írlandiog Íslandi því ekki mikill, einn bókstafur og sex mánuðir.

 


Seinkun kosninga - vandræðagangur stjórnarliða

Umræða leiðtoga ríkisstjórnarinnar um seinkun kosninga, sem ákveðnar voru 25. apríl nk., leiðir í ljós senn vandræðagang og vanhugsun þeirra við myndun stjórnarinnar.

Nú á s.s. að fá meiri tíma til að framkvæma það sem gera þarf fyrir kosningar sem bendir ótvírætt til þess að kosningadagurinn hafi verið ákveðinn í fljótfærni eða stjórnarliðar hafi vanmetið aðstæður eða ofmetið sína eigin getu. Það vill segja, forystumenn ríkisstjórnarinnar vita ekki hvað þeir eru að gera!


Flótti Hjörleifs og fleiri vinstri manna

Þegar hagfræðingar gagnrýndu hagstjórn síðustu ríkisstjórnar, var ríkisstjórninni kennt um.

Nú þegar hagfræðingar gagnrýna stjórnvöld, er hagfræðingunum kennt um!

En Hjörleifur Guttormsson er ekki óvanur því að skipta um skoðun eða snúa sannleikanum sér í hag. Mikla ánægju höfðu fyrrum samstarfsmenn úr pólitíkinni hans á Neskaupstað að segja frá viðsnúningi hans í virkjanamálum og uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Sem kunnugt er var hann sem iðnaðarráðherra hlyntur uppbyggingu ávers í Reyðarfirði. Var sérstakur útsýnisstaður í Reyðarfirði, með sjálfvirkri veðurstöð, nefndur "Hjörleifshöfði" honum til heiðurs, vegna áhuga hans á þessu máli! En það var þá.


Lúxusvandamál Samfylkingarinnar!

Það verður að teljast talsverður lúxusvandi forystu Samfylkingarinnar að hafa "pólitískt" ráð á að fórna sínum vinsælasta þingmanni í kjördæminu.

Gunnar kom sá og sigraði í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar og hefur verið ótvíræður forystumaður í bæjarmálunum í Hafnarfirði, sem hefur verið eitt höfuðvígi kratana í áratugi. Þá hefur hann þótt standa sig vel og hafa verið málefnalegur í störfum sínum á þinginu.

En það getur verið einmitt vandamálið, það skiptir meira máli að vera "réttu megin" í flokknum en "réttu megin" í pólitík.

Er þetta svo árangur samræðustjórnmálanna innan Samfylkingarinnar? 


mbl.is Gunnar ekki „í klíkunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri fyrir sjálfstæðismenn

Framboð Ragnheiðar Elínar skapar mörg tækifæri fyrir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi, sem hefðu að öðrum kosti ekki staðið til boða. Það þarf að bjóða upp á nýja sýn fyrir framtíðina um leið og gert er upp við fortíðina og lærdómur dreginn af því sem aflaga fór. Það gerist einfaldlega ekki að óbreyttu.

Sjálfstæðismenn þurfa að horfa til framtíðar. Þeir þurfa að geta boðið upp á gott fólk sem er reiðubúið til forystu í landsmálum og nýtur trausts kjósenda. Vinstrimenn, sem nú hafa fengið tækifæri til að spreyta sig í ráðherrastólunum, eru ekki að standa sig og því ljóst að sjálfstæðismenn þurfa fyrr en síðar að vera viðbúnir því að vera kallaðir til forystu í landsmálunum að nýju.

Þá eru prjófkjör hluti af okkar lýðræðislega ferli og er  tækifæri til umræðu og samanburðar milli hæfra einstaklinga og eru ekki ódrengilegri en íþróttakeppni. Því á ekki að túlka framboð eins einstaklings sem mótframboð við annan.


mbl.is Ragnheiður stefnir á 1. sætið í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófullgerða hugmyndin

Framsóknarmenn virðast jú hafa myndað sé skoðun til þaula hvað þetta stjórnlagaþing á að gera, hvernig á að skipa það, velja varamenn o.s.frv. Hins vegar virðast hvorki Vinstri Grænir eða Samfylkingin hafa áttað sig á því og tala út þegar Framsóknarmenn tala suður. 

Það er þetta ósamræmi sem aðallega er verið að gagnrýna. Hvað er hvurs og hvurs er hvað. Því miður virðist vera um þessa hugmyndir sem aðrar, sem stjórnarliðar og þeirra stuðningsmenn setja fram, að þær eru hálfkaraðar þegar þær eru kynntar. Ef þær eru ekki þversagna kenndar innbyrgðis,  þá eru þær í litlu samræmi við það sem er að gerast á öðrum vígstöðum stjórnarliða.

En svona er bara lífið víst! 


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýja" Jóhanna mætt í ráðherrastól ?

Í Kastljósiþætti kvöldsins (16. febr.) var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekin silkihönskum af Helga Seljan þegar hún var spurð út í nýlegan dóm sem hún fékk vegna brota á stjórnsýslulögum. Skv. dómnum var ríkissjóður dæmdur í um 2 m.kr. bætur þegar hún vék nýskipuðum manni úr formannssæti í nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins fyrir um tveimur árum.

Hún var ekki dæmd fyrir að víkja honum, heldur að gefa viðkomandi ekki möguleika á andmælum, sem hann átti rétt á skv. lögum.

Mun ráðherra hafa gefið viðkomandi einstaklingi nokkurra klst. frest til að mæta niður í ráðuneyti  og koma sínum andmælum á framfæri. Úr því að hann gat ekki orðið við því, hirti hún ekki um að hitta manninn síðar. Með óþolimæði sinni (í raun skeytingarleysi) gerði hún skattborgara þar með bótaskylda að upphæðö um 2. m.kr. 

Þá kom Jóhanna sér fimlega framhjá spurningu fréttamanns þegar þegar gerð var málamyndatilraun til að fara nánar út í dóminn. Sagði hún kröfur þess brottvikna ósanngjarnar og þar að leiðandi var í raun í lagi að brjóta á honum lög! 

Lærdómur af þessu viðtali Helga við Jóhönnu og viðbrögð hennar við dómnum eru að Jóhanna gerir allt aðrar siðferðislegar kröfur til sín en annarra ráðherra og skammast sín ekkert fyrir að brjóta lög og telur enga ástæðu til afsökunar - hvað þá afsagnar!

Eins og kunnugt er hefur Jóhanna viljað draga aðra ráðherra fyrir landsdóm helst fyrir brot á öðrum lögum. Lágmarkskrafa  var að þeir segðu af sér. 

Ennfremur, virðist Kastljós-Helgi gera mun á ráðherrum sem hann spyr út í meint lögbrot eða dóma sem þeir hafa fengið.

Nú gilda önnur lög og viðmið! 


Sterk krafa um endurnýjun í Suðurkjördæmi

Því verður ekki neitað að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eiga undir högg að sækja. Allir hafa þeir sína styrkleika, en veikleikarnir eru margir. 

Bjarni Benediktsson alþm. hefur sagt að flokkurinn þurfi að biðjast afsökunar á efnahagshruninu og axla þannig ábyrgð á því sem gerst hefur. Frambjóðendur þurfa að skilja sína stöðu og ábyrgð. Það er hægt að ná til harðra flokksmanna og fá þá til að styðja óbreytta forystu og jafnvel góða stuðningsmenn flokksins líka. Hætt er við að almennir kjósendur vilji breytingar. Það grundvallaratriði að frambjóðendur átti sig á þessari staðreynd.

Ef flokkurinn skoðar ekki stefnu sína og framkvæmd í kjölinn og býður uppá nýja frambjóðendur munu kjósendur hans velja sér aðra flokka eða sitja heima. 

Ungliðafélög flokksins í kjördæminu hafa ályktað um þetta mál afdráttarlaust.

Endurnýjun verður að eiga sér stað ef ekki á illa að fara í kosningunum í vor!


mbl.is Vilja endurnýjun á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir fólksins að verða hjáróma? Tvöfalt siðgæði?

Raddir fólksins halda áfram mótmælum sínum í dag, 14. febr. Leiðtogi þeirra hefur sagt að þó flestar kröfur "raddanna" hafi náðst fram, eigi hreyfingina að veita stjórnvöldum aðhald!

Nú þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og þáverandi félagsmálaráðherra, hefur verið dæmd fyrir brot á stjórnsýlsulögum og ríkissjóður í skaðabætur vegna þess, er spurt hvort þetta má hafi eitthvað verið rætt á fundi þeirra Jóhönnu og Harðar föstudaginn 13. febr. sl. og hvort "raddirnar" ætli að mótmæla því að Jóhanna hefur ekki sagt af sér?

Núverandi forsætisráðherra, hefur einfaldlega gert sem þingmaður að vísu, meiri kröfur til ráðherra í orði en hún er greinilega tilbúin til að standa við sjálf, þegar hún er sjálf ráðherra!

Hún hefur krafist þess að (aðrir ráðherrar að vísu) axli ábyrgð og víki strax eftir að hafa sætt ámæli kærunefnda. Nú hefur hún verið dæmd! Hvað gerir hún? Hvað segja raddir fólksins?

Hver eru mótmælin nú?

Hvenær kemur afsögnin? Hvenær koma viðbrögð frá ráðherra? 


Össur nægjusamur

Össur er hin ánægðasti með árangur í Evrópumálunum – hænufetin duga.

Spurning hvort Össur hafi sett sér svipuð markmið og gerð eru með orgelverkinu ASLSP (As Slow As Possible) eftir John Cage sem er verið að leika í Sankt Burchardi kirkjunni í Þýskalandi. Áætlað er að leik verksins þar ljúki árið 2640 eða eftir um 639 ára leik! Flutningur hófst árið 2001.

Nægjusemi Össurar er öðrum Evrópusinnum til eftirbreytni!


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband