Munurinn á Írlandi og Íslandi? Einn bókstafur og sex mánuðir!

Iain Begg prófessor.

Írskt efnahagslíf hagnaðist vel áuppsveiflunni undanfarin ár. Ný fyrirtæki komu í stað eldri og hefðbundinna.Tölvu- og lyfjafyrirtæki spruttu upp og fasteignaverð hækkaði sem aldrei fyrr. Hagvöxturinnvar mikill, um 8% á ári, allir uppfullir sjálfstrausti og efnahagslífinu var jafnvellíkt við tígrisdýr og samanburður fenginn frá Kína. En nú hafa aðstæður breyst.Dell tölvufyrirtækið sem hefur verið var stærsti vinnuveitandinn í hinumsögufræga bæ í Limerick síðustu tvo áratugina, hefur til dæmis sagt upp tvö þúsundmanns. Hyggist fyrirtækið flytja starfsemina, frá Írlandi til Póllands, þar semvinnuafl er ódýrara. Áætlað er að til viðbótar munu um átta þúsund manns missavinnuna sína í kjölfarið og að hlutfall atvinnuleysis muni verða allt að 50% ásvæðinu.

 Að sögn Davids McWillimans hagfræðings gat þaðekki gengið til lengdar að í einu fámennasta landi Evrópu væri fasteignaverðeinna hæst í álfunni. Hannn líkti bankastjórunum við dópsala sem gerðu  almenningi gylliboð með ódýrum lánum oghástemdum lýsingum um efnahagsvöxt sem aldrei tæki enda. Síðan borguðu þeir sérsjálfir himinhá laun fyrir árangurinn.  Það er fleira á Írlandi sem minnir á Ísland. Offjárfesting íbyggingargeiranum t.d. í Dublin hefur verið mikil og víða er hægt að sjáfjölbýlishús sem stanað auð að hálfu eða öllu leyti. Þetta verður sérstaklegaáberandi á kvöldin þegar heilu og hálfu húsin eru óupplýst, vegna þess að þaðbýr þar einfaldlega enginn.  En núer komið að skuldadögum.

Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ríkisútgjöldumer líklegt að írsk stjórnvöld komist í þrot og að Evrópusambandið krefjist ennfrekarai aðhaldsaðgerða og komi til Írlandi til bjargar með stóru láni, eins ogAGS hefur gert hér á landi. Efnahagshrunið mun að mati margra styrkjaEvrópusamandið á Írlandi og leiða til þess að Lissabon sáttmálinn muni loksverða samþykktur í alsherjaratvæðagreiðslu síðar á árinu. Eins og kunnugt ersettu Írar Evrópusamrunan út af sporinu í fyrra með því að hafa sáttmálanum íþjóðaratkvæðisgreiðslu þar.

Írland er á sömu braut og Ísland í raun,aðeins nokkrum mánuðum á eftir. Líklegt er skv. Iain Begg hagfræðiprófessor viðLondon School of Economics, að Evrópusambandið muni tryggja írska banka gegnhruni með veði í bönkunum sjálfum og eignum þeirra í stað þess að yfirtaka þáeða láta þá fara á hausin. Evrópusambandið mun því forða írskum bönkum frá sömuörlögum og þeir íslensku, þ.e. að verða gjaldþrota og verða þjóðnýttir.

Í hugum margra á Írlandi er munurinn á Írlandiog Íslandi því ekki mikill, einn bókstafur og sex mánuðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband