12.2.2009 | 10:29
Afsögn Jóhönnu?
Nú þegar ríkissjóður hefur verið dæmdur í héraðsdómi til að greiða bætur vegna brota Jóhönnu Sigurðardóttur þá félagsmálaráðherra á stjórnsýslulögum, hlýtur sú spurning að vakna hvort Jóhanna geri sömu kröfur til sín og annarra, segji af sér?
Jóhanna hafði skipað mann í sem formann nefndar um málefni fatlaðra 17. apríl 2007 til fjögurra ára á grundvelli laga nr. 59/1992. Um tveimur mánuði síðar hafði ráðherra skipt um skoðun og vildi nýjan formann!
Hvað gerir Hörður Torfa nú? Það er stutt fyrir hann að færa sig að stjórnaráðshúsinu og hefja á ný mótmæli þar og Bubbi hefur smátíma til að semja nýtt lag fyrir útvaprsþátt sinn nk. mánudag.
11.2.2009 | 23:39
Forsetinn tekinn á teppið!
Einn einn kaflinn í sorgarsögu forsetaembættisins var skrifaður í dag, miðvikudaginn 11. febr. 2009:
Nú hefur forsetanum verið gefin heimild til að gera grein fyrir orðum sínum í viðtali við hina þýsku útgáfu af Financial Times! Tilboð þetta kemur frá fyrrum flokksfélaga forsetans í Alþýðubandalaginu og formanns utantríkisnefndar alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, í kjölfar kröfu Björns Bjarnasonar um skýrslu þar sem farið er yfir áhrif nýlegra ummæla forsetans í blaðinu.
Með öðrum orðum: Forsetinn er kallaður á teppið til að gefa skýringar!
11.2.2009 | 10:26
Skýrari reglur um embættið
Það er að verða greinilegra með hverjum deginum að setja þarf skýrari reglur um embætti forseta Íslands en gilda í dag.
Við berum okkur oft saman við Svía til dæmis. Þar er konungsveldi reyndar, en þjóðhöfðinginn þar, tjáir sig ekki um opinber mál, nema að undangengnu samþykki viðkomandi ráðherra. Eins fer hann ekki til útlanda nema í fylgd með ráðherra. Þaðan af síur rekur þjóðhöfðinginn sjálfstæða utanríkisstefnu.
EF forsetaembættið á að virka sem sameiningartákn ALLRA Íslendinga, er nauðsynlegt að skýrari reglur verði settar um forsetaembættið. Slíkt hlýtur að vera krafa í hinu Nýja Íslandi!
Skapstóri forsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.2.2009 | 10:08
Tími Ólafs Ragnars kominn?
Forseti lýðveldisins hefur verið talsvert í sviðsljósi bæði innlendra erlendra fjölmiðla undanfarið. Nú síðast fyrir yfirlýsingar sambærilegar þeim sem Seðlabankastjóri hefur verið sem mest skammaður fyrir, að við stöndum ekki við erlendar skuldbindingar okkar. Þessi yfirlýsing um að við greiðum ekki þýskum sparifjáreigendum inneignir þeirra á reikningum íslenskra banka verður varla talin á verksviði forsetans - ekki hingað til.
Spurning þetta með að tími Jóhönnu sé kominn sé bara misskilningur og forsetinn sé að hasla sér völl sem bjargvættur þjóðarinnar á erfiðleikatímatímum þ.e. hans tími sé kominn!
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2009 | 16:54
Hvað varð um hagræðinguna og sparnaðinn?
Stóð ekki til að draga saman í útgjöldum hins opinbera?
Er verið að skapa störf handa þeim fjölmörgu þingmönnum sem hætta í vor?
Vill fjölga norrænum sendiráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 16:52
Jóhönnu fórnað?
Þær spurningar hljóta að vakna hvort Ingibjörg Sólrún hafi séð fyrir þann vanda sem hlaut að koma upp við nauðsynlegar hreinsunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér er átt við skipan Seðlabankastjórnar og bankaráða og bankastjóra ríkisbankanna: Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.
Í stað þess að einhenda sér í aðgerðir til bjargar heimilunum og atvinnuvegunum rekur hvert vandræðamálið nú eftir öðru upp á borð forsætis- og efnahagsráðherra lýðveldisins. Ráðuneytisstjórinn og hagfræðingurinn látinn taka pokan sinn. Lögfræðingur ráðinn í staðinn. Tveir hagfræðingar reknir úr embætti Seðlabankastjóra (og einn lögfr.) og í staðinn á að ráð einn hagfræðing.
Þessir tveir hagfræðingar sem óskað var að hættu hjá Seðlabankanum, hafa aldrei verið við neina pólitík kenndir og annar meira að segja ráðinn af Alþýðuflokksmanni í embætti. Ljóst er að krafa Harðar Torfasonar o.fl. um hreinsarnir eru ferð á fyrirheits og munu geta kostað Seðlabankan um 42 m.kr. í starfslokasamninga og laun handa nýjum bankastjóra - sem væntanlega yrði skipaður ópólitískt! Það sem enn verra er að þeir menn sem nú að reka hafa ekkert gert af sér annað en að fara að þeim lögum og markmiðum sem alþingi hefur samþykkt m.a. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon!
Það er því útlit fyrir að formaður Samfylkingarinnar hafi att Jóhönnu í foræðið, hún komi síðan sjálf endurnærð og úthvíld í vor að loknum kosningum og getur fríað sig af gjörðum núverandi ríkisstjórnar! "Drottingu fórnað til að bjarga kónginum frá máti," svo líking sé tekin úr skákmáli.
Skoða breytingar í bankaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 13:42
Vörn gegn miðstýringu og „flokksræði“
Sennilega er ein besta vörnin gegn flokksræði sem svo hefur verið nefnt, að hafa kjördæmi þingmanna lítil og fámenn. Þá eru þingmenn í meira návígi við kjósendur og næmari fyrir skoðunum þeirra og sjónarmiðum.
Það versta sem gerðist væri að sameina landið í eitt kjördæmi. Þá réðu stjórnmálaflokkarnir því sem þeir vildu um framboðslista og framgöngu manna á listanum. Því ofar á listanum, því öruggari yrðu einstaklar um að ná kjöri og því ónæmari fyrir viðhorfum einstaklinga.
Eins og sést vel í Bandaríkjnunum og jafnvel Bretlandi, þar sem einmenniskjördæmi eru, taka þingmenn iðulega afstöðu gegn forystunni, þegar hagsmunir kjósenda þeirra eru annars vegar. Þetta er athyglisvert sérstaklega þar sem í Bretandi er hin svokallaða þingræðisskipan, þ.e. að þingið velur framkvæmdavaldið og í Bandaríkjunum er meiri aðskilnaður á milli framkvæmdavalds og löggjafarvaldsins.
Mikilvægt er líka að efla faglega stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, með því að efla aðgegni þingmanna að sérfræðiþjónustu og einnig með því að efla störf þingnefnda.
Í raun er því ekki þörf á fara út í stórkostlegar breytingar á stjórnskipun, ef vilji er fyrir því að efla stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, sem ekki er vitað hvaða áhrif hafa til lengri tíma er litið.
8.2.2009 | 10:34
Atvinnuleysisstefna ríkisstjórnarinnar
Lítið bólar á þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn tók sé fyrir hendur þegar hún kom til valda. Ekkert bólar t.d. á aðgerðum til að draga úr atvinnuleysi, eða úrræðum fyrir þá sem þegar eru orðnir atvinnulausir.
Reyndar eru oddviti ríkisstjórnarinnar helst í fréttum fyrir það að vilja auka atvinnuleysið - þ.e. að losa sig við þrjá bankastjóra. Síðan hefur hinn oddviti stjórnarinnar helst verið í fjölmiðlum fyrir að vilja endurskoða atvinnuskapandi aðgerðir fyrri ríkistjórnar, með því að fella úr gildi heimid til hvalveiða.
Er forgangsatriði stjórnarinnar er að gera þrjá menn atvinnulausa, á meðan 13 þúsund manns bíða eftir aðgerðum?
Skýtur þar skökku við, að velferðarstjórnin svonefnda, er upptekin við að auka atvinnuleysi, ekki minnka það?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2009 | 16:36
Krafa um gegnsæi pólitískra skoðana fréttamanna
Nú þegar hið nýja Ísland er að rísa upp úr ösku hins gamla, er verið að gera kröfu til gegnsæis í stjórnkerfinu, embættismenn eru látnir jafnvel víkja af því að þeir eiga hlut í stórum fyrirtækjum o.s.frv. Það er ekkert nema eðlilegt að gerðar séu kröfur bæði til stjórnmála- og æðstu embættismanna um að þeir geri grein fyrir eignum sínum og hagsmunum sem geta haft áhrif á ákvarðanir sínar.
Á sama hágtt er rökrétt að gera svipaðar eða sömu kröfur til þeirra sem starfa við fréttamennsku í fjölmiðlum, þ.e. að þeir gefi upp sín hagsmuna- og pólitísku tengsl.
Nú er ekkert verið að amast við því að blaðamenn hafi tengsl við pólitíska flokka, bara að þeir greini frá því og séu ekki að sigla undir fölsku flaggi sjálfstæðrar blaðamensku þegar þeir eru að reka erindi sinna vina og kunningja í pólitíkinni. Þannig sé einfaldlega tryggt að lesendur, hlustendur eða áhorfendur vita hver hinn pólitíski bakgrunnur viðkomandi sé.
Þetta er mjög mikilvægt ef fjölmiðlaflólk, sem telur sig fullltrúa "fjórða valdsins" í samfélaginu, og vill láta taka sig trúanlegt að það starfi fyrir opnum tjöldum!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 11:18
Hallgrímur Helga, skilaðu ríkisstyrknum !
Ofurbloggari, málari, mótmælandi, rithöfundur m. fleiru Hallgrímur Helgason fékk nýlega úthlutað ritlaunum úr ríkissjóði til þriggja ára. Styrkur þessi mun samtals nema um 9,6 milljónum króna.
Skorað er á Hallgrím að afþakka þessi laun í ljósi efnahagsástandsins, þar sem hann hefur væntanlega laun af vinnu sinni, ritlaun, tekjur af sölu málverka o.fl.
Hallgrímur sýndi mikið drenglindi, samstöðu með atvinnulausum og öðrum tekjulágum í samfélaginu ásamt vott um gott siðferði ef hann afþakkaði þessi ritlaun, sérstaklega eins og ástatt er með efnahag landsmanna um þessar mundir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar