2+1, dugar ekki!

Þeir sem hafa ekið af einhverju ráði um þjóðvegi landsins og hafa samanburð af því sem gerist erlendis sjá fljótlega gallana sem eru við núverandi veg yfir Hellisheiði og við 2+1 aðferðina yfirleitt.

Munurinn á að aka á tvöfaldri akgrein skiptir gífurlega miklu máli upp á öryggi að gera m.v. einfalda akgrein. Það sést vel þar sem "2+1" skiptingin er t.d. í Svínahrauninu. Þegar eitthvað er að færð, þá þrengjast akgreinar mikið og hægist mikið á umferð og svigrúm fyrir mistök eru engin á einfaldri akgrein. Kemur það t.d. berlega í ljós að ökutæki hafa margoft farið í vegriðið sem skilur að akgreinar. Þeir sem hafa ekið eftir Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð upplifa hins vegar muninn og öryggistilfinninguna á aka þar sem umferð kemur á móti og þar sem framúrakstur er einhver. 

Möguleiki á framúrakstri, þrátt fyrir andstöðu sumra, er nauðsynlegur.  Það eru til ökumenn sem vilja og verða að aka rólega. Þeir eiga að fá að gera það - jafnvel undir löglegum hraða, sérstaklega ef eitthvað er að færð. Síðan eru miklir þungaflutningar eftir Suðurlandsvegi sem víðar og þau ökutæki eiga skv. umferðalögum að aka hægar en t.d. venjuleg ökutæki. Þar er aftur þörf á rými til framúraksturs. Nú þegar umferðin yfir Hellisheiðina hefur aukist eins mikið og raun ber vitni um, er tvöföldun einfaldlega enn nauðsynlegri þar sem allur framúr akstur á tvístefnuvegi er einfaldlega hættulegur.

Útfærsla á 2+1 fyrirkomulagi hér er engan vegin til samræmis við það sem gerist erlendis. Þeir "2+1" vegakaflar sem bloggari hefur ekið eftir í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar mun lengri. Eins er "2+1" skiptingin jafnvel löguð að umferðarálagi. Síðan er hugsunin þannig að þeim köflum sem umferðin er mest er tvöfalt í báðar áttir, einfaldar akgreinar þar sem álagið er minnst og "2+1" á milli.

Árangurinn af tvöföldun hluta Reykjanesbrautar sýnir betur en nokkuð annað mikilvægi þess að drifið sé í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Reykjavíkur, þar sem umferðin er jafnvel enn meiri. 


mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar er forgangsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schwarzenegger á leið úr Republikanaflokknum?

Sterkur orðrómur er uppi um að Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu sé á leið úr Republikanaflokkum og fylgi þar með fordæmi vinar síns Michael Bloomberg, borgarstjóra New Yorkborgar og gerist óháður. Ástæður fyrir þessari yfirvofandi ákvörðun ríkisstjórans eru taldar nokkrar.

Hann er giftur Mariu Schriver Kennedy, systurdóttur hinna margfrægu Kennedybræðra og mikils stuðningsmanns Obama. Sagt er að hún hafi sl. sumar neitað honum um vist í bóli þeirra hjóna, þar til að Obama yrði kjörinn.

Sjálfur þykir Schwarzenegger vera frekar á miðjunni í stjórnmálum og vera ósammála mörgum hinna íhaldssamari Republikana. Í raun á hann meiri pólitíska samleið með Demókrötum en sínum eigin flokksfélögum. Sem ríkisstjóri hefur hann tilnefnt álíka marga Demókrata í embætti eins og Republikana.

Schwarzenegger gagnrýndi Republikana á bandaríkjaþingi fyrir að hafa ætlað að hrekja Clinton úr embætti forseta á sínum tíma.  Eins hafði yfirlýsing hans við embættistökuna sem ríkisstjóri, um að vinna með báðum flokkum reitt marga Republikana til reiði. 

Þrátt fyrir sigur Republikana í síðustu ríkisstjórakosningum, eru Republikanar í afgerandi minnihluta í ríkinu, en það er talið öruggt vígi Demókrata í forstetakosningum. Var áætlað að Obama fengi a.m.k. um 55% atkvæða þar svo dæmi sé tekið. Báðar þingdeildir. Demókratar hafa meirihluta í báðum þingdeildum og aðra kjörna framkvæmdastjóra í ríkisins, þ.m.t. vararíkisstjóra. Republikanar á þingi Kaliforníu hafa greitt iðulega gegn tillögum hans í velferðarmálum og fjárlagafrumvörpum hans.


Athyglisverður skortur á sjálfsgagnrýni

Þegar fjármálaráðherra skipaði nýjan formann bankastjórnar hefur hann gert augljós mistök, að kanna ekki betur stöðu þess manns sem hann skipaði, sem varð síðan að segja af sér tveimur dögum eftir skipun.

Fjármálaráðherra hefur einfaldlega gert mistök í skipun viðkomandi, þ.e. gerst sekur um fljótfærni, ekki vandað málatilbúnað sinn nægilega. Slíkar ákvarðanir hafa áður verið tilefni til mikilla umræðna í fjölmiðlum og jafnvel í þinginu, enda mjög slæmt ef fjármálaráðherra vandar sig ekki nægilega vel við sínar ákvarðanir.

Til að bíta hausinn af skömminni lýsir fjármálaráðherra ekki yfir neinni iðrun eða játar á sig nein mistök. Bara það hefði verið tilefni til annarrar syrpu um hæfi ráðherra o.fl. í þeim dúr.

Þessi viðbrögð ráðherra, eða öllu heldur skortur á þeim, eru athyglisverð sérstaklega í ljósi viðbragða hans  sem stjórnarandstæðings á undanförnum árum. 

Picture 4

 


Fangar fortíðarinnar og aukaatriða

Í stað þess að horfa til framtíðarinnar, einbeita sér af  lausnum fyrir fjölskyldur í landinu, þeirra 16 þús. sem eru án atvinnu, fyrirtækjanna í landinu eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana að einbeita sér að fortíðinni og aukaatriðum.

Umræða um Seðlabankafrumvarpið hefur allt þinghald og önnur mál. Málið er reyndar svo flausturslega unnið að það stenst illa skoðun og er úr samhengi við þær breytingar sem verið að vinna að sambærilegum stofnunum í Evrópu!

Frumvarp um eftirlaun þingmanna og ráðherra hefur bæði tafið og flækt aðra umræðu. Þetta mál er í raun algjört aukaatriði, miðað við þau mál sem liggja fyrir og allur almenningur bíður eftir.


Atburðarásin við völd

Það er að verða ljósara með hverjum deginum að það er ekki ríkisstjórnin sem er við völd í landinu og tekur ákvarðanir. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru teknar af atburðarásinni og umræðunni í þjóðfélaginu. Best kemur þetta í ljós í umræðunni um Seðlabankan. 

Nú stendur allt fast, þar sem ekki fást í gegn breytingar á Seðlabankanum og það án þess að útskýrt hafi verið af hverju þessar breytingar séu nauðsynlegar. 

 

  • Aldrei fyrr í sögu landsins hafa efnahagsmálið staðið og fallið með því hver er í Seðlabankanum og hver ekki.
  • Aldrei fyrr hefur ríkistjórnin látið svona lítið mál, sem þetta Seðlabankamál er í raun, standa í vegi fyrir jafn mörgum og mikilvægum málum eins og nú. 

 

Ríkisstjórnin er í raun fangi eigin yfirlýsingar, um að skipt yrði um stjórn Seðlabankans, hvað sem það kostaði.

Það sem er enn verr, að ríkisstjórnin virðist föst í þessari ákvörðun sinn og kemst ekki framhjá þessu máli án þess að glata sjálfsvirðingu sinni, að forystumönnum hennar finnst. 


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfur sannleikurinn

Sú upphæð sem varið var til sérfræðiráðgjafar að hálfu fyrrv. heilbrigðisráðherra er vissulega há, miðað við fjárhag almennings í landinu. Hins vegar verður að skoða til hvers þessir fjármunir fóru og í hvaða tilgangi. Eins þarf að ræða þessi mál í samhengi við umfang ráðuneytisins.

Meðferð fjölmiðla á svona málum getur verið gagnrýnisverð. Hlutirnir eru settir fram án skýringa og fyrrv. ráðherra ekki gefinn kostur á að gera grein fyrir sínu sjónarmiði. Hér er því í raun verið að skilja málið eftir hjá almenningi til að fella sinn dóm. Úr því að fyrrv. ráðherra setti þessa fjármuni í þessi verkefni hlýtur hann að geta gert grein fyrir þessu máli. Hann á að gera það. Almenningur á heimtingu á því.

Eins er sett spurningarmerki við ummæli núverandi heilbrigðsráðherra sem sett eru fram gagnrýnislaust í fjölmiðlum. Hans sjónarmið að í stað aðkeyptar þjónustu, eigi einfaldlega að fjölga starfsmönnum ráðuneytisins. Hann er í fyrsta lagi formaður BSRB (í leyfi) og hefur því hagsmuna að því að fjölga opinberum starfsmönnum. Ennfremur er það líka spurning hvort það geti ekki verið heppilegt að geta haft bæði ákveðinn sveiganleika með utanaðkomandi vinnuafli, sem ræðast að umfangi verkefna hverju sinni og síðan getur öllum verið hollt að fá utanaðkomandi sjónarmið á málin.

Þetta eru bara örfá umræðuefni sem hefði þurft að taka á í þessari umfjöllun. „Hálfsagður sannleikur er oftast óhrekjandi lygi." 

 


mbl.is Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar & lýðræði

Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur hefur fordæmt opin prókjör, þar sem hún tengir þau við peninga og peninga við fyrirtæki og fyrirtæki við spillingu. Þar að leiðandi eru prófkjör svindl og tóm spilling. 

Þetta er náttúrulega mikil einföldun og í raun afskræming á tengslum og hugötkun. Fyrst er verið að blanda saman misnoktun og venjubundnu lýðræði. Það sem stjórnmálafræðingnum ætti að vera ljóst að það eru til reglur sem hægt er að setja til að þrengja ramma t.d. í prófkjörum. Í Bretlandi t.d. eru mjög stífar reglur um fjárhagslegt umfang kosningabaráttu og eiga menn á hættu að framboð þeirra séu ógild, brjóti þeir reglurnar. 

Að það séu einhver bein tengsl á milli spillingar og peninga er mikil einföldun og allt að því mjög þröng sýn á tilveruna. Vissulega eru til dæmi um það. Hins vegar eru til mörg önnur form spillingar, t.d. þröngar reglur um val frambjóðenda, stífa byggða-, kynjakvóta sem dæmi. 

Það er líka til spilling þar sem ekkert lýðræði eða þingræði er til.

Til eru heilsteypt kerfi af öllum tegundum og gerðum, spillt og óspillt. Þetta ætti stjórnmálafræðingnum að vera kunnugt um. 


Vantar fræðslu í krísustjórnun?

„Það eru alltaf til leiðir, bara spurning um vilja" hefur stundum verið sagt.

Nú þegar allt er stopp á þinginu út af meintu ósætti við einn þingmann bíður allt annað. Spurning er hvort Jóhanna og Steingrímur þurfi ekki fá skyndinámskeið í krísustjórnum (Crisis Management), þ.e. hvernig á að tengja sig framhjá svona málum og leysa? 


mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýmæli í íslenskri efnahagsumræðu ...

... að skipulagsmál í Seðlabankanum tefji efnahagsurmæðu á Alþingi. Slíkt mun vera einsdæmi á Íslandi ef ekki víðar.

En var ekki forsætisráðherran að tala um að auka ætti sjálfstæði Seðlabankans og er ekki verið að tala um að minnka þetta svonefnda "ráðherravald?" Nú er ekki hægt að ræða brýnar efnahagsaðgerðir vegna þess að skipulagsmál Seðlabanks tefja! Hvert er samhengið milli orða og gerða hjá þessu fólki? 


mbl.is Þingfundi enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur forgangur hjá Jóhönnu?

Þessi ummæli forsætisráherra, um að það sé forgangsatriði að breyta um yfirstjórn Seðlabankans vekja upp þá spurningu hvort málin séu í réttum forgangi hjá ríkisstjórninni og forsætisráðherra. 

Almenningur í landinu og fyrirtækin bíða efir aðgerðum á meðan er verið að karpa um tæknileg atriði, eins og tæknilgar útfærslu á stjórn Seðlabankans og dagsetningu á kosningum!

Einnig hlýtur sú spurning að vakna hvort ríkisstjórnin sé að ráða við þau mál sem nú liggja fyrir og byrjað sé nú þegar að leita leiða út úr þessum vandræðagangi með því að skella skuldinni á Framsóknarflokkinn? 


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband