Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.3.2009 | 14:49
Skeleggur maður, Tryggvi Þór
Tryggvi Þór gengur þarna á undan með góðu fordæmi, þar sem hann óumbeðið gerir grein fyrir sínum málum.
Í allri þessari umræðu um efnahagsleg tengsl stjórnmálamanna við atvinnulífið er nauðsynlegt að framboðsefni hafi einhverjar viðmiðunarreglur til að styðjast við þegar ákveðið er að fara í framboð.
Reyndar ættu þingmenn að geta átt og ættu sem flestir að eiga hlut af sínum sparnaði í formi hlutafjár. Slíkt þarf ekki að orsaka neina hagsmunaárekstra, ef allar eignir væru t.d. settar í það sem á ensku er kallað Blind Trust. Þá væri hlutafé, verðbréf o.fl. í höndum sérfróðra aðila og eigendur hefðu ekki vitneskju í hvaða fyrirtækjum eignir þeirra lægju. Þá gætu stjórnmálamenn óhikað lagt fyrir sparifé sitt í hlutafé og tekið þátt í stjórnmálum án þess að eiga á hættu að til hagsmunaárekstra komi.
Þarna eru komnar tillögur um tvö baráttumál fyrir Tryggva Þór.
![]() |
Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 12:36
Umhverfisstefnu VG varpað fyrir róða?
Kolbrún Halldórsdóttir, sem hefur verið málsvari flokksins í umhverfsmálum og núverandi umhverfisráðherra fær ekki góða útkomu í þessu forvali.
Spurning er hvort vænta sé breytinga að vænta í umhverfisstefnu flokksins. Nú eigi í ljósi atvinnuástandsins að meðtaka þá staðreynd að taka til þurfi hendinni og nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru, jafnvel byggingu nýrra álvera.
![]() |
Sterkur endurnýjaður hópur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 13:53
Nauðsynlegt að tekjutengja lisamannalaunin!!
Þjóðinni er nauðsynlegt að hafa eiga góða listamenn og nokkuð ljóst að gæðin geta aukist, sérstaklega í hópi klassískra rithöfunda. Hins vegar er ekki alveg eins augljóst að aukning eða lenging samninga um listamannalaun séu til þess fallin að auka gæðin.
Um leið og gripið er til þessara ráða, væri ekki úr vegi að tekjutenga þessar bætur eða styrki sem listamannalaunin er eru. Sumir listamenn hafa sem betur fer ágætistekjur, sölulaun af verkum sínum o.fl.
Önnur framlög ríkisins eru nær undantekningarlaust tekjutengd, t.d. eftirlaun, sjúkratryggingar af ýmsu tagi eru það og þykir sumum þar nóg um.
Það er því lágmarkskrafa samfélagsins og sanngirnisatriði að listamannalaun verði tekjutengd, eins og aðrir styrkir frá ríkinu.
Öðru verður ekki trúað upp á jafnarmann eins og Katrínu að hún sjái til þess að tekjutengingu verði komið á listamannalaunin!
![]() |
Leggur til breytingar á listamannalaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 13:25
Trúverðugleiki fæst með aðgerðum - ekki útlitsbreytingum!
Nú standa fyrir dyrum alls konar tæknilegar fegrunaraðgerðir ríkisstjórnaflokkana á stjórnkerfi landsins, með þeim orðum að það þurfi að bæta trúverðugleika stjórnvalda meðal almennings í landinu!
Árni Þór Sigurðsson alþingismaður VG telur það mikilvægara að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, sem eru sýnilega frekar fljóthugsaðar, en að einhenda sér í að kynna ráðstafanir til bjarga heimilunum, bönkunum og atvinnufyrirtækjunum í landinu. Þetta sé gert í nafni trúverðugleikans.
Hingað til hefur almenningur viljað aðgerðir en ekki orð. Trúverðugleikinn felst ekki í nýrri útstillingu, heldur innihaldinu.
Það hins vegar lenska hjá vinstri mönnum á Íslandi að skipta um nafn og númer á útgerðinni hjá sér þegar bæta á ímyndina. Dæmi um þetta er að finna í pólitískri ættfræði VG. Þeir spruttu að megin hluta til úr vinstri armi Alþýðubandalagsins sem fór svo illa út úr ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokkum í formannstíð Ólafs Ragnars að breyta þurfti nafni og kennitölu á flokknum. Alþýðubandalagið kom upp úr Sameiningarflokki Sosíalista og alþýðu á sjöunda ártugnum, sem aftur spratt upp úr Kommúnistaflokki Íslands sem klofnaði út úr Alþýðuflokknum um 1930! Fyrri nafngiftir komu reyndar eftir misjafnlega vel heppnuð uppgjör við Sovétríkin.
Í stað útlitsbreytinga, væri nær að gera breytingar sem nýtast fólkinu í landinu. Það er leiðin til að bæta ímynd og traust.
6.3.2009 | 12:21
Indriði H.: Skipta 5,4 milljarðar ekki máli?
Rannveig Rist, forstjóri Ísal í Straumsvík, hefur bent ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins á nokkuð sem hann sjálfur ætti að vera vel upplýstur um, en virðist hafa látið fram hjá sér fara. Ráðuneytisstjórinn Indriði H. Þorláksson hefur sagt áverin í landinu ekki skipta máli!
Skv. upplýsingum Rannveigar nema kaup álversins í Straumsvík á aðkeyptri þjónustu frá 800 einstaklingum og fyrirtækjum 5,4 milljörðum króna á ári! Þar til viðbótar eru orkukaup og launagreiðslur fyrirtækisins. Það gera um 6,8 m.kr. að jafnaði á aðila.
Nú væri fróðlegt að fá einhvern hagfræðingin til að reikna margfeldisáhrif 5,4 milljarða innkaupa. Þar sem álverin eru nú orðin þrjú og mögulega fimm, má ætla að þessi aðkeypta þjónusta myndi vera á bilinu 25-30 milljarðar á ári, auk vinnulauna og rafmagns.
Það er verulegt áhyggjuefni ef ráðuneytisstjóri sem er (á að vera) embættismaður lætur svona frá sér fara. Hann er annað hvort að sýna fáheyrt þekkingarleysi eða að hann er að reka pólitíska stefnu yfirmanns síns, fjármálaráðherrans, sem er á móti uppbyggingu álvera eins og vel þekkt er. Hvoru tveggja er alvarlegt mál!
Ef þessar upphæðir skipta ekki máli, þá væri fróðlegt að fá það upplýst hjá ráðuneytisstjóranum hvað það er sem skiptir máli!
6.3.2009 | 02:02
Fallasíur prófessors
Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands gerir sig sekan um tvennskonar rökvillu, skv. þessari frétt mbl.is.
Í fyrsta lagi kennir hann frjálshyggjunni um það sem úrskeiðis hefur farið í samfélaginu. Það er reyndar álíka rökrétt og kenna Vegagerðinni um þótt einhver aki of hratt á góðum vegum. EFtirlitskerfið brást, en það brást ekki bara í íslenskri frjálshyggju, eins og haldið er fram, heldur líka í breskum socialdemokratísma og hjá blessuðum skoðakollegum hans á Spáni, svo bara tvö dæmi séu nefnd.
Síðan eru talnaleikir hans um auðsöfnun og auðmyndun einhverra að hætti ný-marxista eru æfingar sem auðvelt er að rangtúlka og taka úr samhengi og má túlka á hvaða hátt sem er. Hálfsagður sannleikur er oftast óhrekjandi lygi.
Það verður að harma það ef prófessor við háskóla sem stefnir að því að vera álitinn með þeim bestu í heiminum gerir sig sekan um svona talnaleiki í pólítískum tilgangi.
![]() |
Hrunin frjálshyggjutilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 16:37
Framsókn opin í báða ...
![]() |
Vill vera í vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 15:50
Forseti til sölu og með afslætti!
Það hlýtur að teljast einsdæmi í veröldinni að þjóðhöfðingi nokkurs lands láti fyrirtæki splæsa á sig ferðum um allan heim, sbr. frétt í Fréttablaðinu í dag, þriðjudag. Þar kemur í ljós að foretinn hefur farið í níu ferðir í einkaþotum fyrirtækja vítt og breitt um heiminn og þá til að styðja við bakið á útrásinni, væntanlega.
Þetta ber vott um dómgreindarleysi þess sem hér um ræðir og þess einstaklings sem á að gæta ítrustu hagsmuna almennings í landinu að hann hefur í raun selt sig hagsmunum nokkurra fyrirtækja. Draga verður stórlega í efa hlutleysi viðkomandi undir þessum kringumstæðum. Voru einhverjar þessara ferða umbun fyrir það t.d. að hafa neitað að undirrita fjölmiðlalögin? Þessu þarf forsetinn að svara.
Í kjölfar þessarar umræðu og margfrægra yfirlýsinga forsetans í erlendum fjölmiðlum hefur stórlega dregið úr trausti þjóðarinnar til hans, sbr. nýlegar skoðanakannanir. Gerir illt verra þegar þetta vantraust endurspeglast erlendis á Íslandi almennt og íslenskum útflutningsvörum, en fréttir voru um að verslanir væru að taka íslenskar vörur úr sölu vegna ummæla forsetans nýlega.
Til að kóróna þetta verðfall forsetans, þá er bókin með ævisögu hans til sölu í bókaverslunum með 60% afslætti!
Forsetinn verður að axla ábyrgð, eins og aðrir í landinu!
3.3.2009 | 15:00
2+1, dugar ekki!
Þeir sem hafa ekið af einhverju ráði um þjóðvegi landsins og hafa samanburð af því sem gerist erlendis sjá fljótlega gallana sem eru við núverandi veg yfir Hellisheiði og við 2+1 aðferðina yfirleitt.
Munurinn á að aka á tvöfaldri akgrein skiptir gífurlega miklu máli upp á öryggi að gera m.v. einfalda akgrein. Það sést vel þar sem "2+1" skiptingin er t.d. í Svínahrauninu. Þegar eitthvað er að færð, þá þrengjast akgreinar mikið og hægist mikið á umferð og svigrúm fyrir mistök eru engin á einfaldri akgrein. Kemur það t.d. berlega í ljós að ökutæki hafa margoft farið í vegriðið sem skilur að akgreinar. Þeir sem hafa ekið eftir Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð upplifa hins vegar muninn og öryggistilfinninguna á aka þar sem umferð kemur á móti og þar sem framúrakstur er einhver.
Möguleiki á framúrakstri, þrátt fyrir andstöðu sumra, er nauðsynlegur. Það eru til ökumenn sem vilja og verða að aka rólega. Þeir eiga að fá að gera það - jafnvel undir löglegum hraða, sérstaklega ef eitthvað er að færð. Síðan eru miklir þungaflutningar eftir Suðurlandsvegi sem víðar og þau ökutæki eiga skv. umferðalögum að aka hægar en t.d. venjuleg ökutæki. Þar er aftur þörf á rými til framúraksturs. Nú þegar umferðin yfir Hellisheiðina hefur aukist eins mikið og raun ber vitni um, er tvöföldun einfaldlega enn nauðsynlegri þar sem allur framúr akstur á tvístefnuvegi er einfaldlega hættulegur.
Útfærsla á 2+1 fyrirkomulagi hér er engan vegin til samræmis við það sem gerist erlendis. Þeir "2+1" vegakaflar sem bloggari hefur ekið eftir í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar mun lengri. Eins er "2+1" skiptingin jafnvel löguð að umferðarálagi. Síðan er hugsunin þannig að þeim köflum sem umferðin er mest er tvöfalt í báðar áttir, einfaldar akgreinar þar sem álagið er minnst og "2+1" á milli.
Árangurinn af tvöföldun hluta Reykjanesbrautar sýnir betur en nokkuð annað mikilvægi þess að drifið sé í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Reykjavíkur, þar sem umferðin er jafnvel enn meiri.
![]() |
Tvöföldun Suðurlandsvegar er forgangsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 20:55
Schwarzenegger á leið úr Republikanaflokknum?
Sterkur orðrómur er uppi um að Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu sé á leið úr Republikanaflokkum og fylgi þar með fordæmi vinar síns Michael Bloomberg, borgarstjóra New Yorkborgar og gerist óháður. Ástæður fyrir þessari yfirvofandi ákvörðun ríkisstjórans eru taldar nokkrar.
Hann er giftur Mariu Schriver Kennedy, systurdóttur hinna margfrægu Kennedybræðra og mikils stuðningsmanns Obama. Sagt er að hún hafi sl. sumar neitað honum um vist í bóli þeirra hjóna, þar til að Obama yrði kjörinn.
Sjálfur þykir Schwarzenegger vera frekar á miðjunni í stjórnmálum og vera ósammála mörgum hinna íhaldssamari Republikana. Í raun á hann meiri pólitíska samleið með Demókrötum en sínum eigin flokksfélögum. Sem ríkisstjóri hefur hann tilnefnt álíka marga Demókrata í embætti eins og Republikana.
Schwarzenegger gagnrýndi Republikana á bandaríkjaþingi fyrir að hafa ætlað að hrekja Clinton úr embætti forseta á sínum tíma. Eins hafði yfirlýsing hans við embættistökuna sem ríkisstjóri, um að vinna með báðum flokkum reitt marga Republikana til reiði.
Þrátt fyrir sigur Republikana í síðustu ríkisstjórakosningum, eru Republikanar í afgerandi minnihluta í ríkinu, en það er talið öruggt vígi Demókrata í forstetakosningum. Var áætlað að Obama fengi a.m.k. um 55% atkvæða þar svo dæmi sé tekið. Báðar þingdeildir. Demókratar hafa meirihluta í báðum þingdeildum og aðra kjörna framkvæmdastjóra í ríkisins, þ.m.t. vararíkisstjóra. Republikanar á þingi Kaliforníu hafa greitt iðulega gegn tillögum hans í velferðarmálum og fjárlagafrumvörpum hans.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar