Trúverðugleiki fæst með aðgerðum - ekki útlitsbreytingum!

Nú standa fyrir dyrum alls konar tæknilegar fegrunaraðgerðir ríkisstjórnaflokkana á stjórnkerfi landsins, með þeim orðum að það þurfi að bæta trúverðugleika stjórnvalda meðal almennings í landinu! 

 Árni Þór Sigurðsson alþingismaður VG telur það mikilvægara að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, sem eru sýnilega frekar fljóthugsaðar, en að einhenda sér í að kynna ráðstafanir til bjarga heimilunum, bönkunum og atvinnufyrirtækjunum í landinu. Þetta sé gert í nafni trúverðugleikans. 

Hingað til hefur almenningur viljað aðgerðir en ekki orð. Trúverðugleikinn felst ekki í nýrri útstillingu, heldur innihaldinu.

Það hins vegar lenska hjá vinstri mönnum á Íslandi að skipta um nafn og númer á útgerðinni hjá sér þegar bæta á ímyndina. Dæmi  um þetta er að finna í pólitískri ættfræði VG. Þeir spruttu að megin hluta til úr vinstri armi Alþýðubandalagsins sem fór svo illa út úr ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokkum í formannstíð Ólafs Ragnars að breyta þurfti nafni og kennitölu á flokknum. Alþýðubandalagið kom upp úr Sameiningarflokki Sosíalista og alþýðu á sjöunda ártugnum, sem aftur spratt upp úr Kommúnistaflokki Íslands sem klofnaði út úr Alþýðuflokknum um 1930! Fyrri nafngiftir komu reyndar eftir misjafnlega vel heppnuð uppgjör við Sovétríkin.

Í stað útlitsbreytinga, væri nær að gera breytingar sem nýtast fólkinu í landinu. Það er leiðin til að bæta ímynd og traust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 34259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband