Nauðsynlegt að tekjutengja lisamannalaunin!!

Þjóðinni er nauðsynlegt að hafa eiga góða listamenn og nokkuð ljóst að gæðin geta aukist, sérstaklega í hópi „klassískra“ rithöfunda. Hins vegar er ekki alveg eins augljóst að aukning eða lenging samninga um listamannalaun séu til þess fallin að auka gæðin.

Um leið og gripið er til þessara ráða, væri ekki úr vegi að tekjutenga þessar bætur eða styrki sem listamannalaunin er eru. Sumir listamenn hafa sem betur fer ágætistekjur, sölulaun af verkum sínum o.fl.

Önnur framlög ríkisins eru nær undantekningarlaust tekjutengd, t.d. eftirlaun, sjúkratryggingar af ýmsu tagi eru það og þykir sumum þar nóg um.

Það er því lágmarkskrafa samfélagsins og sanngirnisatriði að listamannalaun verði tekjutengd, eins og aðrir styrkir frá ríkinu.

Öðru verður ekki trúað upp á jafnarmann eins og Katrínu að hún sjái til þess að tekjutengingu verði komið á listamannalaunin!


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sem hluti samfélagsins get ekki verið sammála þér að þetta sé krafa samfélagsins. Ég sé enga ástæðu til að ríkið sé að greiða þessum mönnum laun, frekar en að þeir séu að veita sjómönnum sérstakan afslátt af tekjum.

Menn eiga bara einfaldlega að vinna fyrir sér sjálfir og ef þeir geta það ekki með listsköpun sinni þá eiga þeir einfaldlega að snúa sér að einhverju öðru. Sem betur fer eru þó nokkrir listamenn sem eru að standa sig vel og eiga vel til hnífs og skeiðar.

Þessum peningum á þessum síðustu og allra verstu tímum er miklu betur varið til að styrkja atvinnulífið í framkvæmdum sem skila okkur arði og auka lífsgæðin aftur, fjölga störfum og gera þjóðfélaginu kleift að byrja eðlilegt líf aftur. Þegar það er komið getum við skoðað með að taka fleiri á jötuna, ef við þá teljum ástæðu til.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Helst vildi ég afnema þessa styrki alveg, ef ég fengi einhverju ráðið. Lágmarkskrafa er að hafa ekki metsöluhöfunda t.d. ríkisstyrkum!

En að fjölga listamönnum til að bæta atvinnuástandið, eins og Össur utanríkis- og iðnaðarráðherra er segja! Það er nóg af verkefnum handa þessum mönnum, ekki setja þá á "listamannalaun" til að draga úr atvinnuleysi! Össur fær frumleikaverðlaun dagsins.

Jónas Egilsson, 6.3.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband