Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.2.2009 | 11:20
Athyglisverður skortur á sjálfsgagnrýni
Þegar fjármálaráðherra skipaði nýjan formann bankastjórnar hefur hann gert augljós mistök, að kanna ekki betur stöðu þess manns sem hann skipaði, sem varð síðan að segja af sér tveimur dögum eftir skipun.
Fjármálaráðherra hefur einfaldlega gert mistök í skipun viðkomandi, þ.e. gerst sekur um fljótfærni, ekki vandað málatilbúnað sinn nægilega. Slíkar ákvarðanir hafa áður verið tilefni til mikilla umræðna í fjölmiðlum og jafnvel í þinginu, enda mjög slæmt ef fjármálaráðherra vandar sig ekki nægilega vel við sínar ákvarðanir.
Til að bíta hausinn af skömminni lýsir fjármálaráðherra ekki yfir neinni iðrun eða játar á sig nein mistök. Bara það hefði verið tilefni til annarrar syrpu um hæfi ráðherra o.fl. í þeim dúr.
Þessi viðbrögð ráðherra, eða öllu heldur skortur á þeim, eru athyglisverð sérstaklega í ljósi viðbragða hans sem stjórnarandstæðings á undanförnum árum.

25.2.2009 | 08:42
Fangar fortíðarinnar og aukaatriða
Í stað þess að horfa til framtíðarinnar, einbeita sér af lausnum fyrir fjölskyldur í landinu, þeirra 16 þús. sem eru án atvinnu, fyrirtækjanna í landinu eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana að einbeita sér að fortíðinni og aukaatriðum.
Umræða um Seðlabankafrumvarpið hefur allt þinghald og önnur mál. Málið er reyndar svo flausturslega unnið að það stenst illa skoðun og er úr samhengi við þær breytingar sem verið að vinna að sambærilegum stofnunum í Evrópu!
Frumvarp um eftirlaun þingmanna og ráðherra hefur bæði tafið og flækt aðra umræðu. Þetta mál er í raun algjört aukaatriði, miðað við þau mál sem liggja fyrir og allur almenningur bíður eftir.
24.2.2009 | 17:04
Atburðarásin við völd
Það er að verða ljósara með hverjum deginum að það er ekki ríkisstjórnin sem er við völd í landinu og tekur ákvarðanir. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru teknar af atburðarásinni og umræðunni í þjóðfélaginu. Best kemur þetta í ljós í umræðunni um Seðlabankan.
Nú stendur allt fast, þar sem ekki fást í gegn breytingar á Seðlabankanum og það án þess að útskýrt hafi verið af hverju þessar breytingar séu nauðsynlegar.
- Aldrei fyrr í sögu landsins hafa efnahagsmálið staðið og fallið með því hver er í Seðlabankanum og hver ekki.
- Aldrei fyrr hefur ríkistjórnin látið svona lítið mál, sem þetta Seðlabankamál er í raun, standa í vegi fyrir jafn mörgum og mikilvægum málum eins og nú.
Ríkisstjórnin er í raun fangi eigin yfirlýsingar, um að skipt yrði um stjórn Seðlabankans, hvað sem það kostaði.
Það sem er enn verr, að ríkisstjórnin virðist föst í þessari ákvörðun sinn og kemst ekki framhjá þessu máli án þess að glata sjálfsvirðingu sinni, að forystumönnum hennar finnst.
![]() |
Furðar sig á vinnubrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 09:41
Hálfur sannleikurinn
Sú upphæð sem varið var til sérfræðiráðgjafar að hálfu fyrrv. heilbrigðisráðherra er vissulega há, miðað við fjárhag almennings í landinu. Hins vegar verður að skoða til hvers þessir fjármunir fóru og í hvaða tilgangi. Eins þarf að ræða þessi mál í samhengi við umfang ráðuneytisins.
Meðferð fjölmiðla á svona málum getur verið gagnrýnisverð. Hlutirnir eru settir fram án skýringa og fyrrv. ráðherra ekki gefinn kostur á að gera grein fyrir sínu sjónarmiði. Hér er því í raun verið að skilja málið eftir hjá almenningi til að fella sinn dóm. Úr því að fyrrv. ráðherra setti þessa fjármuni í þessi verkefni hlýtur hann að geta gert grein fyrir þessu máli. Hann á að gera það. Almenningur á heimtingu á því.
Eins er sett spurningarmerki við ummæli núverandi heilbrigðsráðherra sem sett eru fram gagnrýnislaust í fjölmiðlum. Hans sjónarmið að í stað aðkeyptar þjónustu, eigi einfaldlega að fjölga starfsmönnum ráðuneytisins. Hann er í fyrsta lagi formaður BSRB (í leyfi) og hefur því hagsmuna að því að fjölga opinberum starfsmönnum. Ennfremur er það líka spurning hvort það geti ekki verið heppilegt að geta haft bæði ákveðinn sveiganleika með utanaðkomandi vinnuafli, sem ræðast að umfangi verkefna hverju sinni og síðan getur öllum verið hollt að fá utanaðkomandi sjónarmið á málin.
Þetta eru bara örfá umræðuefni sem hefði þurft að taka á í þessari umfjöllun. Hálfsagður sannleikur er oftast óhrekjandi lygi."
![]() |
Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 20:05
Peningar & lýðræði
Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur hefur fordæmt opin prókjör, þar sem hún tengir þau við peninga og peninga við fyrirtæki og fyrirtæki við spillingu. Þar að leiðandi eru prófkjör svindl og tóm spilling.
Þetta er náttúrulega mikil einföldun og í raun afskræming á tengslum og hugötkun. Fyrst er verið að blanda saman misnoktun og venjubundnu lýðræði. Það sem stjórnmálafræðingnum ætti að vera ljóst að það eru til reglur sem hægt er að setja til að þrengja ramma t.d. í prófkjörum. Í Bretlandi t.d. eru mjög stífar reglur um fjárhagslegt umfang kosningabaráttu og eiga menn á hættu að framboð þeirra séu ógild, brjóti þeir reglurnar.
Að það séu einhver bein tengsl á milli spillingar og peninga er mikil einföldun og allt að því mjög þröng sýn á tilveruna. Vissulega eru til dæmi um það. Hins vegar eru til mörg önnur form spillingar, t.d. þröngar reglur um val frambjóðenda, stífa byggða-, kynjakvóta sem dæmi.
Það er líka til spilling þar sem ekkert lýðræði eða þingræði er til.
Til eru heilsteypt kerfi af öllum tegundum og gerðum, spillt og óspillt. Þetta ætti stjórnmálafræðingnum að vera kunnugt um.
23.2.2009 | 17:45
Vantar fræðslu í krísustjórnun?
Það eru alltaf til leiðir, bara spurning um vilja" hefur stundum verið sagt.
Nú þegar allt er stopp á þinginu út af meintu ósætti við einn þingmann bíður allt annað. Spurning er hvort Jóhanna og Steingrímur þurfi ekki fá skyndinámskeið í krísustjórnum (Crisis Management), þ.e. hvernig á að tengja sig framhjá svona málum og leysa?
![]() |
Mikil fundahöld í þinghúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 17:22
Nýmæli í íslenskri efnahagsumræðu ...
... að skipulagsmál í Seðlabankanum tefji efnahagsurmæðu á Alþingi. Slíkt mun vera einsdæmi á Íslandi ef ekki víðar.
En var ekki forsætisráðherran að tala um að auka ætti sjálfstæði Seðlabankans og er ekki verið að tala um að minnka þetta svonefnda "ráðherravald?" Nú er ekki hægt að ræða brýnar efnahagsaðgerðir vegna þess að skipulagsmál Seðlabanks tefja! Hvert er samhengið milli orða og gerða hjá þessu fólki?
![]() |
Þingfundi enn frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 16:37
Réttur forgangur hjá Jóhönnu?
Þessi ummæli forsætisráherra, um að það sé forgangsatriði að breyta um yfirstjórn Seðlabankans vekja upp þá spurningu hvort málin séu í réttum forgangi hjá ríkisstjórninni og forsætisráðherra.
Almenningur í landinu og fyrirtækin bíða efir aðgerðum á meðan er verið að karpa um tæknileg atriði, eins og tæknilgar útfærslu á stjórn Seðlabankans og dagsetningu á kosningum!
Einnig hlýtur sú spurning að vakna hvort ríkisstjórnin sé að ráða við þau mál sem nú liggja fyrir og byrjað sé nú þegar að leita leiða út úr þessum vandræðagangi með því að skella skuldinni á Framsóknarflokkinn?
![]() |
Framsókn skekur ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 11:57
Munurinn á Írlandi og Íslandi? Einn bókstafur og sex mánuðir!

Írskt efnahagslíf hagnaðist vel áuppsveiflunni undanfarin ár. Ný fyrirtæki komu í stað eldri og hefðbundinna.Tölvu- og lyfjafyrirtæki spruttu upp og fasteignaverð hækkaði sem aldrei fyrr. Hagvöxturinnvar mikill, um 8% á ári, allir uppfullir sjálfstrausti og efnahagslífinu var jafnvellíkt við tígrisdýr og samanburður fenginn frá Kína. En nú hafa aðstæður breyst.Dell tölvufyrirtækið sem hefur verið var stærsti vinnuveitandinn í hinumsögufræga bæ í Limerick síðustu tvo áratugina, hefur til dæmis sagt upp tvö þúsundmanns. Hyggist fyrirtækið flytja starfsemina, frá Írlandi til Póllands, þar semvinnuafl er ódýrara. Áætlað er að til viðbótar munu um átta þúsund manns missavinnuna sína í kjölfarið og að hlutfall atvinnuleysis muni verða allt að 50% ásvæðinu.
Að sögn Davids McWillimans hagfræðings gat þaðekki gengið til lengdar að í einu fámennasta landi Evrópu væri fasteignaverðeinna hæst í álfunni. Hannn líkti bankastjórunum við dópsala sem gerðu almenningi gylliboð með ódýrum lánum oghástemdum lýsingum um efnahagsvöxt sem aldrei tæki enda. Síðan borguðu þeir sérsjálfir himinhá laun fyrir árangurinn. Það er fleira á Írlandi sem minnir á Ísland. Offjárfesting íbyggingargeiranum t.d. í Dublin hefur verið mikil og víða er hægt að sjáfjölbýlishús sem stanað auð að hálfu eða öllu leyti. Þetta verður sérstaklegaáberandi á kvöldin þegar heilu og hálfu húsin eru óupplýst, vegna þess að þaðbýr þar einfaldlega enginn. En núer komið að skuldadögum.
Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ríkisútgjöldumer líklegt að írsk stjórnvöld komist í þrot og að Evrópusambandið krefjist ennfrekarai aðhaldsaðgerða og komi til Írlandi til bjargar með stóru láni, eins ogAGS hefur gert hér á landi. Efnahagshrunið mun að mati margra styrkjaEvrópusamandið á Írlandi og leiða til þess að Lissabon sáttmálinn muni loksverða samþykktur í alsherjaratvæðagreiðslu síðar á árinu. Eins og kunnugt ersettu Írar Evrópusamrunan út af sporinu í fyrra með því að hafa sáttmálanum íþjóðaratkvæðisgreiðslu þar.
Írland er á sömu braut og Ísland í raun,aðeins nokkrum mánuðum á eftir. Líklegt er skv. Iain Begg hagfræðiprófessor viðLondon School of Economics, að Evrópusambandið muni tryggja írska banka gegnhruni með veði í bönkunum sjálfum og eignum þeirra í stað þess að yfirtaka þáeða láta þá fara á hausin. Evrópusambandið mun því forða írskum bönkum frá sömuörlögum og þeir íslensku, þ.e. að verða gjaldþrota og verða þjóðnýttir.
Í hugum margra á Írlandi er munurinn á Írlandiog Íslandi því ekki mikill, einn bókstafur og sex mánuðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 09:12
Seinkun kosninga - vandræðagangur stjórnarliða
Umræða leiðtoga ríkisstjórnarinnar um seinkun kosninga, sem ákveðnar voru 25. apríl nk., leiðir í ljós senn vandræðagang og vanhugsun þeirra við myndun stjórnarinnar.
Nú á s.s. að fá meiri tíma til að framkvæma það sem gera þarf fyrir kosningar sem bendir ótvírætt til þess að kosningadagurinn hafi verið ákveðinn í fljótfærni eða stjórnarliðar hafi vanmetið aðstæður eða ofmetið sína eigin getu. Það vill segja, forystumenn ríkisstjórnarinnar vita ekki hvað þeir eru að gera!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar