2+1, dugar ekki!

Þeir sem hafa ekið af einhverju ráði um þjóðvegi landsins og hafa samanburð af því sem gerist erlendis sjá fljótlega gallana sem eru við núverandi veg yfir Hellisheiði og við 2+1 aðferðina yfirleitt.

Munurinn á að aka á tvöfaldri akgrein skiptir gífurlega miklu máli upp á öryggi að gera m.v. einfalda akgrein. Það sést vel þar sem "2+1" skiptingin er t.d. í Svínahrauninu. Þegar eitthvað er að færð, þá þrengjast akgreinar mikið og hægist mikið á umferð og svigrúm fyrir mistök eru engin á einfaldri akgrein. Kemur það t.d. berlega í ljós að ökutæki hafa margoft farið í vegriðið sem skilur að akgreinar. Þeir sem hafa ekið eftir Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð upplifa hins vegar muninn og öryggistilfinninguna á aka þar sem umferð kemur á móti og þar sem framúrakstur er einhver. 

Möguleiki á framúrakstri, þrátt fyrir andstöðu sumra, er nauðsynlegur.  Það eru til ökumenn sem vilja og verða að aka rólega. Þeir eiga að fá að gera það - jafnvel undir löglegum hraða, sérstaklega ef eitthvað er að færð. Síðan eru miklir þungaflutningar eftir Suðurlandsvegi sem víðar og þau ökutæki eiga skv. umferðalögum að aka hægar en t.d. venjuleg ökutæki. Þar er aftur þörf á rými til framúraksturs. Nú þegar umferðin yfir Hellisheiðina hefur aukist eins mikið og raun ber vitni um, er tvöföldun einfaldlega enn nauðsynlegri þar sem allur framúr akstur á tvístefnuvegi er einfaldlega hættulegur.

Útfærsla á 2+1 fyrirkomulagi hér er engan vegin til samræmis við það sem gerist erlendis. Þeir "2+1" vegakaflar sem bloggari hefur ekið eftir í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar mun lengri. Eins er "2+1" skiptingin jafnvel löguð að umferðarálagi. Síðan er hugsunin þannig að þeim köflum sem umferðin er mest er tvöfalt í báðar áttir, einfaldar akgreinar þar sem álagið er minnst og "2+1" á milli.

Árangurinn af tvöföldun hluta Reykjanesbrautar sýnir betur en nokkuð annað mikilvægi þess að drifið sé í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Reykjavíkur, þar sem umferðin er jafnvel enn meiri. 


mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar er forgangsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband