Í hvorn vinstri fótinn stíga Vg og þeirra pólitísku málaliðar?

Vinstri grænir eru greinilega hálfviltir í umhverfismálum. Þeirra aðal postuli í þessum efnum, Kolbrún Halldórsdóttir vill greinilega stöðva uppbyggingu atvinnutækifæra og hætta olíuleit á Drekasvæðinu og að sjálfsögðu hætta við uppbygginu álvera og þeirra þúsunda starfa sem í kjölfarið skapast. Æðsta ráð Vg er ekki samála Kolbrúnu og hefur sett ofaní við hana og fara undan í flæmingi þegar gengið er á þá nánar um þessi mál.

Hinir pólitísku málaliðar ríkisstjórnarinnar, Samfylkingin er jafn tvístígandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir er í svipaðri stöðu og skoðanasystir hennar úr Vg. Þær mega ekki tjá sig um umhverfismál, nema í hófi.

Össur vill og vill ekki álver eða olíuleit. Hann er hinn dæmigerði pólitíski málaliði sem skiptir skoðun í miðri setningu. 

Kjósendur verða fá skýr svör um hvað hin væntanlega vinstri stjórn ætlar að gera að loknum kosningum og hvort treysta þurfi á stjórnarandstöðuna til að tryggja atvinnuuppbyggingu í framtíðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 34258

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband