21.4.2009 | 21:00
Ekki kjósa ekki neitt
Með því að skila auðu, ógilda atkvæðaseðil eða mæta ekki á kjörstað er verið að taka afstöðu. Hún er sú að fela öðrum að taka afstöðu fyrir sig.
Hættan er sú að þeir sem ætli að "refsa" einhverjum fyrir eitthvað sem gerðist, eiga verulega hættu á að þurfa að taka út refsingu í framtíðinni - t.d. með auknum sköttum, launalækkun, jafnvel fækkun atvinnutækifæra.
ÞAð getur því verið verulega hæpið að kjósa ekki neitt!
Fleiri munu skila auðu og strika yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 14:32
Ekki alveg, skv. Atla
Atli Gíslason þingm. Vg í Suðurkjördæmi er ekki á leið í ESB hraðlest Samfylkingarinnar, eftir því sem hann sagði á fundi í RUV í gær. Það mun vera skv. samþykkt landsfundar flokksins - ekki bara hans ósk.
Skyldi eitthvað hafa gleymst þegar Jóhanna pakkaði í töskur fyrir þetta ferðalag?
Til Evrópu með VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 21:07
List hins ómögulega
Samfylking og Vg ganga bundin til næstu kosninga.
Samt eru þessir flokkar gjörsamlega ósammála varðandi ESB. Formaður Samf. vill kosningar strax í vor um aðild og á sama tíma eru Vg á móti því.
Verður hægt að treysta svona flokkum?
Evrópustefnan verði á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 16:29
Hagfræði Vinstri grænna
20.4.2009 | 12:19
Spunameistarar vinstri manna
Gordon Brown kveðst ekkert vita um fortíð nýrekins spunameistara síns, Damian McBride og alsaklaus af ófrægingarherferð hans gegn nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þessi afsökun Browns er svolítið hjáróma ef ferlill spunameistarans er skoðaður. Bara lokaritgerð hans í sagnfræði við Cambridge kemur fram að ...
- með óeirðum og mótmælum er hægt að ná fram breytingum á stjórnarfari og
- með því að koma af stað getgátum og sögusögnum er hægt að koma af stað óeirðum
Eins og áður sagði kannast Gordon Brown ekkert við skrif spunameistara síns, sem hann réði þó sérstaklega sjálfur til að sjá um kynningarmál sín og starfaði á skrifstofu hans í Downingstræti 10!
Þetta vekur upp áleitnar spurningar um aðferðir sumra vinstri manna hér á landi a.m.k. þegar reynt er að koma markvisst upp sögusögnum, getgátum um t.d. Sjáflstæðismenn með hálfsannleik, getgátum o.fl. í þeim dúr. Stöð 2 virðist nýtast vel í þeim tilgangi að koma slíkum fréttum á framfæri.
Bretar a.m.k. virðast sjá í gegnum þessa spuna og hafa vinsældir forsætisráðherrs náð nýjum lægðum, um 26%.
20.4.2009 | 10:14
Er fréttatofa Stöðvar 2 treystandi?
Fréttastofa Stöðvar 2 er stöðugt að skúbba fréttum um REI málið svokallaða. Nú síðast eru birtar fréttir um gífurlegan áhuga ónefndra erlendra frjárfesta í REI í október 2007. Málið á að hafa verið svo langt komið að fulltrúar erlendu fjárfestanna, sem voru að sjálfsögðu virtir, að sögn fréttamannsins Höskuldar Schram. Þingframbjóðanda Sjálfstæðisflokkins er blandað í málið og það gefið í skyn að hann sem þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar hafi ekki sinnt fyrirspurnum útlendinganna, vegna áhuga á sameiningu við Geysir Green Energy, hafi fjárfestingar möguleiki klúðrast og OR orðið fyrir gífurlegu tjóni þess vegna.
Marg er athugavert við þessa frétt. Í fyrsta lagi var viðkomandi þingframbjóðandi ekki stjórnarformaður OR á þessum tíma. Eins er margt gefið í skyn og almenningur látinn túlka fréttina
Annað tveggja, er hér um beinan áróður og vísvitandi rangfærslur að ræða, eða að fréttastofa Stöðvar 2 er ekki meiri fréttastofa en það teknar eru upp gagnrýnislaust "fréttir" sem koma úr hópi andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.
Vakna upp spurningar um hvort Svandis Svavarsdóttir, sem hefur verið iðin að fjalla um málið sé hinn raunverulega uppspretta þessarar fréttar og gangi Stöð 2 erinda hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 23:03
Ræðumethafi þingsins traðkar ekki á lýðræðinu!
Íslandsmethafi þingmanna í ræðustól, Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra, gagnrýnir aðra fyrir það sem hún kallar að traðka á lýðræðinu." Á hún hér við meint málþóf minnihlutans á þingi.
Þessi gagnrýni kemur úr nokkuð harðri átt, þingkonu sem á sínum tíma flutti ræðu á þinginu sem stóð samanlagt í 10 klst. og 10 mín. betur. Reyndar tók þingið sér hlé í tvígang yfir þessum ósköpum, en samt, heilar 610 mín.
Hætt er við að ef almennur starfsmaður hefði verið beðin um af vinnuveitanda að tala í þennan tíma hefði það líklegast verið kallað kúgun.
Svo kemur þessi kona fram og gagnrýnir aðra fyrir málþóf!
16.4.2009 | 08:07
Kemur það á óvart?
Katrín er e.t.v. ung og man ekki mikið eftir síðustu vinstri stjórn eða fyrri vinstri stjórnum, hér á landi. Úrræðin hafa verið að hækka skatta, íþyngja atvinnulífinu með álögum og hamla vexti í avinnulífinu.
Nú dúkka þessar lausnir upp aftur. Í stað þess að leggja áherslu á fjölgun atvinnutækifæra á að lækka launin hjá almenningi.
Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 07:46
Til að lækka laun og kjör enn frekar?
Þó svo að ríkisstjórninn sé ekki nema rúmlega 70 daga gömul, eru úrræði hennar meir en 70 ára gömul, þ.e. að hækka skatta og rýra kjör almennings.
Í stað þess að fjölga atvinnutækifærum og skapa atvinnu á að fara leysa vandan með skattahækkunum á almenning, sbr. yfirlýsingar varaformanns Vg. og Helga Hjörvars á framboðsfundi í Reykjavík norður um daginn!
Meirihluti vill Jóhönnu áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 20:08
Mme Joly, brandari ársins?
Skv. áliti bæði embættismanna og nokkurra lögfræðinga er ljóst að Eva Joly muni ekki nýtast sem skyldi, ef þá nokkuð, við þá mikilvægu rannsókn sem fram verður að fara á hugsanlegum efnahagsbrotum.
En að byrja á því að slá því fram að það eigi að handtaka þessa glæpamenn og mæta aðeins í vinnu í 4 daga á mánuði, hlýtur bæði að rýra hennar trúverðugleika og hreinlega getu til að gera nokkurn skapaðan hlut.
Ríkisstjórnin virðist því vera þátttakandi í nýjustu svikamyllunni, þ.e. að borga henni um 1,3 m.kr. á mánuði fyrir að gera ekki neitt!
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar