Aukinn launamunur?

Birt var frétt á RUV um að bil milli hinna hæst launuðu í landinu og þeirra sem minna afla, hafi aukist síðan 1993. Þetta munu vera niðurstöður rannsóknar tveggja nemenda HÍ m.a. undir leiðsögn Stefáns Ólafssonar prófessors.

Það er eitt atriði í þessa umræðu sem vantar og Stefán Ólafsson hefur ekki hirt um að ræða, enda hentar það ekki pólitískum tilgangi prófessorsins. Það er hversu mikið hin sameiginlega "kaka" hefur stækkað.Mikið launabil er í sjálfu sér ekki gott. Slíkt skapar spennu og óréttlæti. Hins vegar ef laun og kjör hækka á báðum endum geta "ofurlaun" haft jákvæð áhrif - svo lengi sem bilið er ekki óraunverulegt.Það er náttúrulega alls ekki ásættanlegt ef hinir ríku verða ríkari á kostnað hinna. Slíkt átti sér stað á lénstímanum.Engu betra er ef ríkisvaldið ætlar með skattastefnu sinni að gera alla jafn fátæka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Fréttin var ekki um hvort að kakan hafi stækkað, heldur hve fáar fjölskyldur skiptu á milli sín stórri sneið af þessari köku, og hvað þessi sneið hefur stækkað.  Einmitt það skapar ójafnvægi, spennu og óréttlæti. 

Ég er ekki viss um að kaup og kjör hafi "hækkað" á báðum endum.  Mín skoðun er sú að uppgangurinn hafi verið "talaður upp" að miklu leiti síðustu ár af stjórnmálamönnum og bankamönnum sem lánuðu ótæpilega til að fjármagna neyslu fólks.  Af því að það var svo mikið góðæri.

Fólk í "hefðbundnum" störfum; kennarar, hjúkrunarfræðingar, almennt skrifstofufólk, starfsfólk í verslunum og þjónustu, var ekkert að hafa það brjálæðislega gott, alveg ágætt en ekki meira en það.  En þar sem gengi krónunnar var í algjöru bulli gagnvart t.d. dollara og ótæpilega mikið af lánsfé í boði, leit út fyrir að allir hefðu það svo gott.  Og eyddu og eyddu.

En það má líka að sjálfsögðu taka meðaltalið á þetta:  Laun mömmu, sem vann á Sólvangi, laun mín, tekjur Bjarna Ármannssonar og Björgólfs Guðmundssonar, sína, svo ekki verður um villst að - auðvitað hefur maður það gott.

Heiðar Birnir, 21.4.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband