Döpur lýsing

Þessi hugmynd er döpur lýsing á manni sem virðist enn yfirfullur hroka og yfirlætis gagnvart sjálfstæði annarra ríkja. Svo virðist sem margir bretar gera sér ekki enn grein fyrir því að viktoríutímabilið er liðið - löngu liðið.

Hugmynd hans er e.t.v. sprottin af bíómynd Rowan Atkinssons Johnny English, þar sem hann barðist gegn því að Bretland yrði einmitt gert að fanganýlendu heimssins!


mbl.is Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn farnir að sakna Saddam Husseins?

Þessi umræða er ekki alveg eins einföld og menn vilja láta. Spurning er hvaða alþjóðalög ná yfir menn eins og Saddam Hussein, "Efna-vopna Ali" sem tekin var að lífi núna eftir að hafa hlotið margfalda dóma vegna fjöldamorða? Upp koma sérfræðingar og kveða upp sitt álit. Dr. Hans Blix, sem var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak á sínum tíma, hefur ekki treyst sér til að taka svona til orða.

Spurt er því að það er alveg á hreinu að Saddam Hussein braut alþjóðleg lög þegar hann hóf innnrás í Íran, gerði innrás í Kúveit og framdi fjöldamorð á Kúrdum o.fl. í sinni stjórnartíð. Má sem sagt ekki fjarlægja slíka menn frá völdum? 

Alþjóðleg lög, sem svo eru nefnd, voru t.d. brotin af Íslendingum þegar þeir færðu út landhelgina í 50 og síðar 200 mílur. Bretar töldu sig þá vera að framfylgja sínum alþjóðlegarétti með að veiða hér við land og streitast á móti sjálfstæðisbaráttu Íslendinga!

Alþjóðleg lög ganga ekki framar ítrasta rétti þjóðríkja til að verja sig og sína hagsmuni. Þessa hagsmuni munu þjóðríki alltaf verja, eins og við gerðum þegar við færðum út landhelgina, þrátt fyrir það við værum dæmdir fyrir brot á alþjóðalögum, skv. dómstólnum í Haag.

Spurning er hvort að þetta séu  brot á svokölluðum alþjóðlegum lögum, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn eiga í hlut? 


mbl.is Innrásin í Írak ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skatthækkunarþörf veikleiki?

Það verður að segjast eins og er að það er hreint ótrúlegt að hlusta á þennan málflutning ráðherra. Að menn skuli ekki hafa lært meira en þetta, nú á 21. öldinni. Skattahækkanir bitna jú fyrst og síðast á daglaunafólki, sem ekki hefur tækifæri til undanskota og hefur jafnvel minni tekjur en að framleyta sér og sínum milli mánaða. Á þessu fólki bitna skattahækkanir mest, s.s. kolefnisgjaldið og hækkun vsk! Þetta bitnar sérlega á þessu fólki þegar verðlag er að hækka vegna gengishrunsins. Þekkt er líka að skattahækkanir leiða aukinna undanskota frá skatti.

Skattahækkanir bitna því á heimilunum, draga úr starfsemi fyrirtækja, sem aftur leiðir til lækkunar tekna, færri atvinnutækifæra, aukinnar þarfa fyrir ríkisútgjöld og hærri skatta o.s.frv. Þetta er það sem á einföldumáli er kölluð grunnskólahagfræði.

Ef það eru ekki efnahagsleg rök sem mæla með skatthækkunum, er það svo að löngunin ein ræður hér för? Væri það ekki sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig fyrir atferlisfræðinga að skoða þessa einstaklinga sem vilja nú hækka skatta? Það eru til allskonar firrur í samfélaginu. Fjallað var um siðblindu í Kastljósi um daginn. Til er líka lesblinda og nú er efnahagsleg lesblinda farin að skjóta uppi kollinum í auknum mæli. Skyldi vera hægt að fá bóluefni við henni?

Svo er enn beðið eftir skjaldborginni sem átti að reisa heimilunum til varnar! 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg afstaða Hollendinga

Eins og Ólafur Ragnar komst að orði við blm. í morgun, þá er ákaflega rík og aldargömul hefð fyrir lýðræði í Hollandi og í Bretlandi líka.

Einnig, höfðuðu hollenskir kjósendur Maastrict-sáttmálanum, þannig að fordæmi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um alþjóðlegar skuldbindinar er til í Hollandi sjálfu.

Loks sagði Bos, fjármálaráðherra Hollands, sumarið 2008 að þau lög sem giltu um ríkisábyrgð á innistæðum ættu ekki við um kerfishrun, heldur eingöngu um fall einstakra banka.

Viðbrögð Hollendinga eru því með öllu óskiljanleg. 


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaklemma

Að skrifa eða skrifa ekki undir nýju lögin um Icesave, er spurning dagsins fyrir forseta Íslands. Í raun mun hvaða ákvörðun sem forsetinn tekur, líklega hafa mikil áhrif á framtíð embættisins og jafnvel stjórnmálasögu landsins.

Forsetinn hefur sett sig í talsverðan vanda með leikfléttu sinni sem greinilega er ekki alveg að ganga upp. Það er nokkuð ljóst að Ólafur Ragnar ætlaði sér alveg frá upphafi að vera meira en forseti bara til skrauts. Þegar honum taldi sér pólitískt óhætt að stíga fram og skapa sér sess, fór hann að tala um gjá milli þings og þjóðar og að hann sjálfur væri hin nauðsynlega brú! Hann hafði smátt og smátt verið að fikra sig áleiðis og undirbúa jarðveginn. Skrefið afrifaríka sem hann steig var þegar hann neitaði staðfestingu á fjölmiðlalögunum fræðum sumarið 2004. En það var þegar ríkisstjórnin var ekki að hans skapi og umræðan í samfélaginu honum nokkuð hagstæð. Nú horfir aðeins öðru vísi við. Í ríkisstjórn sitja hans pólitísku vinir, svo langt sem pólitískir vinir ná. Svo er pólitíska landslagið greinilega á andstætt ríkisstjórninni í þessu máli a.m.k. Um 70% þjóðarinnar er á móti Icesave-samningunum, skv. könnunum, og rúmlega fimmtungur allra kosingabærra manna, eða um 60 þús. manns, hefur undirritað yfirlýsingu þar sem forsetinn er hvattur til að skrifa ekki undir. Það voru 55.522 manns sem stöðvuðu þá fyrirætlan vinstristjórnar Ólafs Jóhannessonar sem sat á árunum 1971-1974 að senda Varnarliðið úr landi. Þeir sem mótmæla nú eru fleiri og sennilega ein stærsta undirskriftasöfnun í landinu.

Forsetinn setti ákveðið fordæmi sumarið 2004 með því að stöðva löggjöf frá alþingi á þeim forsendum að þjóðin sé þeim andstæð. Hann rauf reyndar hina sterku þingræðishefði sem myndast hefur hér á landi og hóf ferð í mikla pólitíska óvissu, sem enginn hefur séð fyrir hvernig endi eða er tilbúinn að takast á við. Nú er þessi aðgerð að koma honum í vandræði rúmum fimm árum síðar.

Forsetinn hélt andliti með yfirlýsingu sinni sem fylgdi samþykkt við fyrri Icesave-lögum á haustmánuðum þar sem hann tilgreindi forsendur fyrir undirskrift sinni. Þessar forsendur voru í stuttu máli að samstaða var komin um málið á þingi og í raun að tiltölulega fáir hefðu þá skrifað undir áskorun til hans um að skrifa ekki undir lögin, eða aðeins um tíu þúsund manns.

Svo gerðist það sem forsetinn átti alls ekki von á. Samþykkt voru ný lög um ríkisábyrgð á innistæðum Icesave innlánunum. Þær forsendur sem hann gaf sér þegar hann skrifaði undir fyrri lög um Icesave eiga ekki lengur við. Fyrirvarar sem settir voru í fyrri lög fallnir brott, margfalt fleiri kjósendur mótmæltu, yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er á móti samingunum og meirihluti fyrir samningunum naumur og nú síðast fréttist að fjórir stjórnarþingmenn hafi undirritað yfirlýsingu um áskorðun til forsetans og því nokkuð ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta fyrir sínu máli á þingi.

Fyrir forsetanum eru bara mismunandi slæmir kostir:
Að samþykkja lögin og þar með ganga bak orða sinna og fyrri yfirlýsinga og staðfesta að ekki sé aðeins gjá á milli þings og þjóðar, heldur þjóðar og forseta líka. Hætt er við að hann fengi þann stimpil á sig að vera e.k. leppur vinstri manna á forsetastóli og að möguleikar á endurkjöri hans væru nánast úr sögunni. Embættið sjálft yrði einnig fyrir slíkum álitshnekk í hugum þjóðarinn að hann mun seint eða aldrei vera bættur. Hins vegar myndi staðfesting forseta bjarga lífi ríkisstjórnarinnar, sem hefur hangið á bláþræði síðsta misseri.

Hinn kosturinn er að hafna samþykkt. Með þeirri ákvörðun myndi hann brjóta allar pólitískar brýr að baki sér á Alþingi og einangrast endanlega á þeim vettvangi. Hinir svokölluðu "pólitísku vinir" hans myndu aldrei fyrirgefa honum, þótt nokkrir aðrir aðrir tækju hann í sátt. Forsetinn kynni hins vegar að bjarga eigin skinni og endurheimta eitthvað af því trausti í huga þjóðarinnar sem hann hefur glatað á undanförnum árum. Í öllu falli væri neitun á undirskrift til lengri tíma litið farsælli leið fyrir forsetan að komast á spjöld sögunnar. Sú aðgerð yrði e.t.v. formlegt upphaf að endurskoðun stjórnarskrárinnar sem myndi breyta hinni formföstu þingræðishefð landsins

Hvort forsetinn finni einhverja þriðju leið er nokkuð óljóst. Hann gæti t.d. fundið sér ástæðu til að skreppa úr landi óvænt og komast þannig hjá því að taka afstöðu. Slíkt er ólíklegt og myndi ekki falla í góðan jarðveg. Önnur leið væri að finna aðra blóraböggla og kenna stjórnarandstöðunni um hvernig ástatt er og undirskrift væri eina ábyrgi möguleikinn. Þá væri forsetinn að taka skref inn í stjórnmálin, sem engin fordæmi eru fyrir.

Forsetinn mun þurfa í öllu falli að rökstyðja sína ákvörðun rækilega. Ef han tekur undir rök forystumanna ríkisstjórnarinnar þarf að hann að rökstyðja af hverju hann hann fellur frá röksemdum sínum frá því september sl. Þá mun trúverðugleiki hans laskast umtalsvert við það.

Höfnun forsetans á nýju Iceasave gæti leitt til mikillar stjórnarkreppu og í ljósi sögunar, mætti búast við að forsætisráðherra segði af sér og að hér á landi yrðu nýjar kosningar strax í mars.

Reyndar er forsetinn eins og allir vita sem til allur sem hann er séður. Nú þarf hann að leysa sjálfan sig úr þessari póltísku klemmu sem hann kom sjálfum sér í, nokkuð sem kalla má kraftaverk ef honum tekst það. Í öllu áhugavert fyrir þá sem hafa gaman af líflegri þjóðmálaumræðu.


Nafnarugl - nafnabýtti

Þrjár eyjar í Norður-Atlantshafi eiga við smá nafnavandamál að etja. Ísland, sem er að verða allt annað en ísland, Grænland er eins og kunnugt er allt annað en græn og svo Írland sem er nefnd stundum „eyjan græna“ og ekki af tilefnislausu.

Því væri rökrétt að Grænland væri nefnt Ísland og Írland fengi þá nafnið Grænland. Nafnið sem út af stæði væri því Írland sem við gætum þá tekið upp. Slíkt er ekki svo fjarlægt, enda erum við erfðafræðilega jafn keltnesk eins og norræn.

Hvort þessi hugmynd verður samþykkt eður ei, skal ekkert sagt um, en slíkt hefði auðveldað póstþjónustunni eitthvað sem sendi bunka í bréfum til Írlands sem áttu að fara til Íslands.


mbl.is Glitniskröfur til Írlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raxi - ljósmyndari á heimsvísu

Þessi viðurkenning er vonandi vísbending um nýja útrás reynslu og þekkingu Íslendinga, en Ragnar er ljósmyndari á heimsvísu!
mbl.is Rax í New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur steingleyminn?

Steingrímur J. fer nú mikinn og kvartar undan málþófi á þinginu. Nú mun vera búið að ræða Icesave-málið í um 60 klst. Hann virðist vera búinnað gleyma því að önnur mál hafa verið rædd mun lengur og hann virðist einnig hafa gleymt því að hann var ræðukóngur þingsins í hartnær tvo áratugi sjálfur!

Þótt sumum þyki nóg um, toppar umræðan um Icesave-málið ekki nema umræðuna um Vatnlögin og munar þó ekki miklu.

Annars eru hér nokkur dæmi um lengd umræðu um nokkur mál á Alþingi: 

 

  • Vatnalög 57 klukkustundir og 40 mínútur.
  • Fjölmiðlafrumvarp 92 klukkustundir og 59 mínútur.
  • EES-samningurinn 100 klukkustundir og 37 mínútur.
  • Ríkisútvarpið 119 klukkustundir og 46 mínútur. 
Dæmi svo hver fyrir sig.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband