Er skatthækkunarþörf veikleiki?

Það verður að segjast eins og er að það er hreint ótrúlegt að hlusta á þennan málflutning ráðherra. Að menn skuli ekki hafa lært meira en þetta, nú á 21. öldinni. Skattahækkanir bitna jú fyrst og síðast á daglaunafólki, sem ekki hefur tækifæri til undanskota og hefur jafnvel minni tekjur en að framleyta sér og sínum milli mánaða. Á þessu fólki bitna skattahækkanir mest, s.s. kolefnisgjaldið og hækkun vsk! Þetta bitnar sérlega á þessu fólki þegar verðlag er að hækka vegna gengishrunsins. Þekkt er líka að skattahækkanir leiða aukinna undanskota frá skatti.

Skattahækkanir bitna því á heimilunum, draga úr starfsemi fyrirtækja, sem aftur leiðir til lækkunar tekna, færri atvinnutækifæra, aukinnar þarfa fyrir ríkisútgjöld og hærri skatta o.s.frv. Þetta er það sem á einföldumáli er kölluð grunnskólahagfræði.

Ef það eru ekki efnahagsleg rök sem mæla með skatthækkunum, er það svo að löngunin ein ræður hér för? Væri það ekki sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig fyrir atferlisfræðinga að skoða þessa einstaklinga sem vilja nú hækka skatta? Það eru til allskonar firrur í samfélaginu. Fjallað var um siðblindu í Kastljósi um daginn. Til er líka lesblinda og nú er efnahagsleg lesblinda farin að skjóta uppi kollinum í auknum mæli. Skyldi vera hægt að fá bóluefni við henni?

Svo er enn beðið eftir skjaldborginni sem átti að reisa heimilunum til varnar! 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 34224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband