Undarleg afstaða Hollendinga

Eins og Ólafur Ragnar komst að orði við blm. í morgun, þá er ákaflega rík og aldargömul hefð fyrir lýðræði í Hollandi og í Bretlandi líka.

Einnig, höfðuðu hollenskir kjósendur Maastrict-sáttmálanum, þannig að fordæmi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um alþjóðlegar skuldbindinar er til í Hollandi sjálfu.

Loks sagði Bos, fjármálaráðherra Hollands, sumarið 2008 að þau lög sem giltu um ríkisábyrgð á innistæðum ættu ekki við um kerfishrun, heldur eingöngu um fall einstakra banka.

Viðbrögð Hollendinga eru því með öllu óskiljanleg. 


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

já það er stórundarlegt að þeir vilja fá til baka peninga sem var stoliðaf þeim,, alveg stórundarlegt.

Óskar, 5.1.2010 kl. 20:38

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Óskar.

Það hefur enginn talað um að borga ekki. Spurning er um afstöðu ráðherrans til atkvæðagreiðslu hér og í heimalandi hans og til ríkisábyrgðar á innistæðum nú og sumarið 2008.

Síðan skulum við ræða sanngirni, þegar sú afstaða liggur fyrir.

Jónas Egilsson, 5.1.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Óskar

Jónas þetta er rangt hjá þér.   Það hefur nefnilega FULLT AF FÓLKI SAGT AÐ VIÐ EIGUME KKI AÐ BORGA!  Ég get nefnt hirðina í kringum Jón Val og Loft Alice og ef þú lest bloggsíður vítt og breitt þá sérðu marga taka þann pólinn í hæðina að borga alls ekki neitt. 

Þessvegna er ákvörðun forsetans algjörlega fráleit og fyrir utan að valda gífurlegum skaða á málstað okkar erlendis þá veit engin hvað hún þýðir.  Hvað vilja þessi 71% eða hvað sem ekki vilja þennan saming skv. skoðanakönnunum ?  Hve stór hluti vill ekki borga neitt og hvernig telja hinir að hægt sé að ná betri samingum en nú er búið að vinna að í rúmt ár?  Hve langan tíma tekur það og HVAÐ SKAÐAST ÞJÓÐIN MIKÐ Á MEÐAN? 

Hollenski ráðherrann er auðvitað forviða enda einsdæmi að flókin milliríkjadeila um fjármál sem aðeins sérfræðingar geta sett sig alminilega inn  í sé borin undir þjóðaratkvæði.  Ég óttast að þetta leiði til annars hruns í Íslandi, þar sem hrunið 2008 verður eins og grín í samanburði við það sem í vændum er.  - takk sjálfstæðisflokkur, og nú forseti.

Óskar, 6.1.2010 kl. 01:31

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Ef þú vilt blanda pólitík í þetta, þá hefur Bjarni Ben lýst andstöðu sinni við þessa ákvörðun forsetans. Eins er meðferð meirihlutans á málinu síðustu 11 mán. ekki þannig að hún beinlínis æpi á samstöðu annarra, enda hafa þeir verið útlilokaðir, framsóknarmenn jafnvel fundist þeir sviknir eftir stuðning sinn við minnihlutastjórn Jóhönnu sl. vor. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað með neitt samstarf við aðra flokka að gera. Nú erum við að súpa seyðið af þeim einstrengislegu vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. A.m.k. þingmenn allir hafa viðurkennt að við verðum að borga. Spurning er hversu mikið og lengi. Auðvitað eru til skoðanir um allt mögulegt. Maastrict og Lissabonsamningarnir voru ekki þriggja-ríkja-mál Frakka, Íra eða Hollendinga. Þeim fjölþjóðasamningum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum! Svo fordæmi er komið innan frá ESB um þessa framkvæmd. Þau rök duga ekki.

Því miður hefur Jóhanna ekkert breyst og Steingrímur J. gerði enga tilraun til að færa stjórnmálin á e.k. samstarfsplan. Auðvitað hefði það kostað meiri tíma og vinnu. Það hljómaði alls ekki sannfærandi þegar Icesave samningurinn átti að samþykkjast óséður á alþingi sl. sumar. Þar byrjaði tortryggnin. Síðan hefði verið skynsamlegast að hafa aðra flokksmenn, en VG og Samfylkingarfólk með í samninganefndinni með einhverjum hættií upphafi. Bara það hefði getað sparað okkur kostnað og tíma með styttri umræðum á þingi.

Ljóst er líka að ríkisstjórnin heldur ekki uppi neinum vörnum fyrir okkur á erlendum vettvangi, heldur lætur umræðuna stjórnast af tilviljun og afstöðu hollenskra og breskra stjórnmálamanna. Auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að vera undir þessa ákvörðun búin. Tilbúin með "plan B" um leið og forsetinn hélt sinn fund í gær. Tilbúin með e.k. viðbragðsáætlun, rétt eins og björgunarsveitir og almannavarnir eru búnar undir það versta, þó menn voni það besta að sjálfsögðu.

Ef draga á menn til ábyrgðar f. bankahrunið, þá á líka að skoða framkvæmd björgunaraðgerðanna. Hverjir stjórna þar? Þeir bera mesta ábyrgð!

Jónas Egilsson, 6.1.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband