Eru menn farnir að sakna Saddam Husseins?

Þessi umræða er ekki alveg eins einföld og menn vilja láta. Spurning er hvaða alþjóðalög ná yfir menn eins og Saddam Hussein, "Efna-vopna Ali" sem tekin var að lífi núna eftir að hafa hlotið margfalda dóma vegna fjöldamorða? Upp koma sérfræðingar og kveða upp sitt álit. Dr. Hans Blix, sem var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak á sínum tíma, hefur ekki treyst sér til að taka svona til orða.

Spurt er því að það er alveg á hreinu að Saddam Hussein braut alþjóðleg lög þegar hann hóf innnrás í Íran, gerði innrás í Kúveit og framdi fjöldamorð á Kúrdum o.fl. í sinni stjórnartíð. Má sem sagt ekki fjarlægja slíka menn frá völdum? 

Alþjóðleg lög, sem svo eru nefnd, voru t.d. brotin af Íslendingum þegar þeir færðu út landhelgina í 50 og síðar 200 mílur. Bretar töldu sig þá vera að framfylgja sínum alþjóðlegarétti með að veiða hér við land og streitast á móti sjálfstæðisbaráttu Íslendinga!

Alþjóðleg lög ganga ekki framar ítrasta rétti þjóðríkja til að verja sig og sína hagsmuni. Þessa hagsmuni munu þjóðríki alltaf verja, eins og við gerðum þegar við færðum út landhelgina, þrátt fyrir það við værum dæmdir fyrir brot á alþjóðalögum, skv. dómstólnum í Haag.

Spurning er hvort að þetta séu  brot á svokölluðum alþjóðlegum lögum, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn eiga í hlut? 


mbl.is Innrásin í Írak ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Magnús.

Stríð og ofbeldi hafa ALDREI verið mannvænleg úrræði og enginn öfundsverður, ekki þeir sem búa þarna og verða fyrir slíku eða eins og þessi herm. sem sagt er frá.

Spurning hvor kosturinn er verri, gera ekkert, láta Saddam murrka lífið úr sínu fólki, gera innrás í nágrannaríkin. A.m.k. var mikill fögnuður í Írak fyrst eftir fall Saddams. Svo voru þær milljónir sem voru fórnarlömb ógnarstjórnar Saddams ekki heldur spurð. Þú gerir það e.t.v. næst!

Jónas Egilsson, 26.1.2010 kl. 15:48

3 identicon

Öll nýlendu stríð frá 19.öldinni hafi verið gerð í nafni siðmenningar og friðar.

Ég held að það sé engin að fara trúa því að Bandaríkjin hafi ráðist inn í Írak útaf góðmennsku sinni.

Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 16:10

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Páll.

Það er nú ekki alveg rétt hjá þér um hvata að útþenslu nýlenduvelda. Eiginhagsmunir stýra utanríkisstefnu allra þjóða og munu gera það. Spurningin er hvaða hagsmunir. Vel þekkt er úr sögunni tilvikið þegar sómalskir skæruliðar drógu lík bandaríks hermann um götur Mogadishu, höfuðborgarlandsins. Þessu var stillt, jafnvel í vestrænum miðlum, sem svar heimamanna við útþenslu Bandaríkjanna. Menn voru búnir að gleyma því af hverju Bandaríkjamenn voru þarna. Ástæðan var tilraun Gegorge H.W. Bush þáverandi forseta að stilla til friðar á svæðinu, en heimamenn börðust þar á banaspjótum. Þessi reynsla varð til þess að Clinton forseti lagði í það að senda hermenn til Burundi og stilla til friðar þar milli Húta og Tútsa. Hann hvarf frá þeirri hugmyn hins pólitíska kostnaðar sem því gæti fylgt. Heimamenn héldu fjöldamorðum áfram og er talið að um 200.000 manns hafi fallið þar, flestir alsaklausir borgarar.

Magnús og Páll. Það er nauðsynlegt að setja hlutina í rétt samhengi, en ekki horfa á þá útfrá fyrirfram gefnum forsendum.

Jónas Egilsson, 26.1.2010 kl. 17:24

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jónas, ég held að það þurfi engin að efast um að afleiðingar innrásarinnar í Írak hafa haft mun hrikalegri afleiðingar fyrir íbúa Írak heldu en ef hún hefði ekki verið gerð.

Þessi innrás var gerð á all öðrum forsemdum sem reyndust upplognar.  Hún var ekki gerð til að losa Íraka við Saddam, það er óþarfi að brengla staðreyndum.

Magnús Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 17:49

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Magnús.

Ekki eru afleiðingar innrásinnar dregnar í efa, enda borðliggjandi eins og þú segir. En hverngi væri ástandið og horfurnar ef Saddam Hussein væri enn við völd? Hvernig Blair komst að sinni niðurstöðu heimafyrir er mál Breta, ekki mitt. ÞEir eru að sortera úr sínum málum núna og af því að málið er orðið pólitískt vandræðalegt, er fallist á e.k. "hvítþvott" í ákvörðunartökumálinu, þ.e. einhver fær skömmina og aðrir og þá helst núverandi valdhafar í Verkamannaflokknum fá tækifæri til að þvo hendur sínar af þessu máli.

Dr. Hans Blix sagði nýlega í viðtali við BBC að hann hefði ekki getað neitað því að Írakar ættu efnavopn eða önnur hættuleg vopn. Hann gat heldur ekki staðfest það, þegar ákvörðun var tekin. Saddam taldi sig einfaldlega geta spilað með SÞ og þess vegna alþjóðleg lög eins og honum hentaði. Stór hluti hins alþjóðlega samfélags komst að því að Saddam Hussein væri hættulegur, bæði sínu fólki og nágrönnum sínum. Þess vegna var hann fjarlægður. Við getum síðan rætt framkvæmdina, sem ég held að bæði Bretar og Bandaríkjamenn hefðu getað staðið mun betur að og er það viðurkennt núna.

Jónas Egilsson, 26.1.2010 kl. 18:05

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það réttlætir ekkert þó að Hans Blix hafi sagt að hefði ekki getað afsannað til væru efnavopn.  Ef þessi aðferðafræði sem þú ert að tala fyrir væri algild þá væri víða hægt að slátra fólki og réttlæta það eftir á. 

Þú gengur gengur jafnvel enn lengra í orðhengilhættinum en góðu hófi gegnir.  Þegar þú réttlætir manndráp með samþykki því stór hluti aþjóðasamfélagsin o.s.f.v.. 

Stundum er sagt að oft megi böl bæta með því að benda á annað verra en þú gengur enn lengra og telur að böl megi bæta með því að skapa annað verra meðupplognum forsemdum.

Magnús Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Jónas Egilsson

Punkturinn Magnús er sá að þetta snýst ekki um það, raunverulega hvort hin eða þessi ákvörðunin standist lög eða ekki. Lögin eru heldur ekki annað en mannana verk, eins ófullkomin og þau eru almennt. Efnavopnin sá dropin sem fyllti mælinn. Lög eru alltaf háð túlkun. Ekki þarf annað en að rifja um Icesave-umræðuna til að sjá það.

Saddam Hussein ögraði alþjóða umhverfinu með t.d. með tilefnislausri innrás í Kúveit. Þar féll saklaust fólk og sú innrás var skýlaust brot á grundvallaratriðum þjóðarréttar. Átti að láta slíka hegðun viðgangast? Saddam var búinn að marglýsa því yfir sjálfur að hann ætti vopn, væri að þróa hina og þessa viðbótartegundina o.s.frv.

Mín spurning til þín Magnús er einfaldlega sú hvort Saddam Hussein hefði átt að komast upp með sín brot á mannréttindum borgara í Írak, Íran og Kúveit og hótanir gagnvart alþjóðasamfélaginu eða ekki. Svo geta breskar og hollenskar þingnefndir o.fl. komist að því hvort þeirra löggjöf hafi verið brotin eða ekki. Það eru bara "stöðumælasektir" m.v. afbrot Saddams Hussein.

Miklu nær væri að spyrja, úr því að nasistastjórn Hitlers var fjarlægð frá völdum og hans helstu samstarfsmenn dæmdir og jafnvel teknir af lífi, hvort ekki hefði verið ástæða til að senda eftir Stalín og Maó sem létu drepa enn fleiri heima fyrir en Hitler gerði og Saddam Hussein samanlagt?

Jónas Egilsson, 26.1.2010 kl. 23:12

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég get tekið undir með þér að þetta snýst ekki um lög enda væri gjörningurinn ekki skárri þó hann væri löglegur.   

Hún hlýtur að vera sérstök réttlætiskenndin sem menn tileinka sér til að réttlæta pólitísk voðaverk. 

Það er alveg ljóst að hörmungar þessarar innrásar bitna milljónum saklausra borgara.  Um það snýst málið ekki um Saddam, Stalín, Maó eða Hitler.  Með þeim vangaveltum er verið að brengla staðreyndum, með eftir á gefnum réttlætingum fyrir voðaverkum sem farið var í undir fölsku flaggi.

Magnús Sigurðsson, 27.1.2010 kl. 10:25

10 Smámynd: Jónas Egilsson

Magnús.

Bill Clinton hefur sagt að sjái meira eftir því en nokkru öðru í forsetatíð sinni, að hafa ekki sent herlið til að stöðva vargöldina í Rúanda á sínum tíma. Pólitíkst var það áhættuspil, vegna ófaranna í Sómalíu, nokkrum árum áður. Bandamenn sem frelsuðu Kúveit úr hönum Saddams sáu eftir því síðar, að hafa í raun ekki farið inn í Írak og sótt illgjörðamanninn Saddam og rekið hann frá völdum. Stundum, og ég ítreka stundum, þarf að reka illt út með illu og nauðsyn brýtur lög.

Svo var það m.a. fyrir andstöðu óraunsæismanna sem börðust gegn því, vildu fara að "lögum" (þegar aðrir gera það ekki) að einstaka valdsmenn fóru hugsanlega á svig við lög heima fyrir þegar ákveðin var seint og síðir að reka Saddam frá völdum.

Þú hefur ekki enn svarað því hvort þú vildir hafa hann þarna ennþá eða hvernig þú vildir losna við hann með öðrum hætti en gert var. Eða ert þú e.t.v. hlyntur því að valdsmenn á borð við Stalín, Maó, Hitler og Hussein eigi bara að fá ráðrúm til ráðskast með sína íbúa eins og persónulega eign og einhverja óværu?

Lenin hugsaði um sjálfstæða bændur (Kúlakka) sem óværu sem varð að uppræta. Maó hafði ekki meiri virðingu fyrir mannslífum, en þó óhreinindum á gólfinu hjá þér. Eiga svona menn að fá að vera við völd?

Jónas Egilsson, 27.1.2010 kl. 11:03

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta með ef og hefði þetta og hitt ekki ekki verið gert, eða gert.  Það er alveg ljóst að miðað við þær upplognu staðreyndir sem þessi innrás var byggð á þá hefði almenningur í Írak verið betur komin með Saddam einhverja daga í viðbót heldur en þær hörmungar sem innrásin veldur.

Ef þú ert að reyna að fá mig til að taka afstöðu með Saddam gegna innrásaraðilunum þá færðu mig ekki til þess.  Ég tek ekki afstöðu með manndrápum sama á hvaða forsemdum þau eru réttlætt.

Magnús Sigurðsson, 27.1.2010 kl. 12:10

12 Smámynd: Jónas Egilsson

Magnús.

Ég ætla mér ekki að taka afstöðu til ákvörðunartöku t.d. Breta. Þeir eru að sortera úr því máli sjálfir. Alþjóðlegalagaumhverfið er óljóst og háð túlkunum í besta falli.

Þú ert búinn að taka afstöðu fyrir löngu og hún hefur legið ljós fyrir mér, frá því að við hófum þessa umræðu - og hún veldur mér vonbrigðum. Ekki vegna þeirrar niðurstöðu sem þú kemst að, heldur hvernig og hvaða forsendur þú gefur þér. En það er þitt val og ekkert um það frekar að segja.

Jónas Egilsson, 27.1.2010 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 34260

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband