19.11.2009 | 23:04
Ekki sannfærandi val
Fyrir aðdáendur Evrópusambandsins hljóta þessar útnefningar vera mikil vonbrigði.
Catherine Aston baronessa á stuttan sem engan feril að baki í utanríkismálum og aldrei verið kjörin á þing. Hún gengdi nokkrum trúnaðarstöðum fyrir breska Verkamannaflokkinn áður en fékk aðalstign og við það sæti í lávarðadeildinni. Hún var tilnefnd af Gordon Brown í þetta embætti eftir að hann sá fram á að Tony Blair fengi ekki stuðning í forsetaembættið.
Á sama hátt er útnefning Hermanns van Rompys vonbrigði, en hann er nýorðinn forsætisráðherra Belgíu sem kom til eftir einstaklega langa stjórnarkreppu þar í fyrra. Hann verður fyrir valinu vegna þess að hann er nýr og því hafa fæstir skoðanir á honum!
Báðir þessir einstaklingar eru valdir sem e.k. málamiðlum, hvorugt þeirra eru sterk og hvorugt munu skyggja á leiðtoga aðildarríkjana. Með öðrum orðum að stóru aðildarríkin taka eigin valdastóla fram fyrir Evrópusambandið, þrátt fyrir allan tilkostnaðinn og umstangið, sem fylgja þessum embættum.
Sannfæring hinna staðföstu er sem sagt ekki meiri en raun ber vitni.
Ashton á langan feril að baki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þó svo að Demókratar hafi óneitanlega beðið ósigur í ríkisstjórakosningum í Virginíu og New Jersey og úrslitin skoðuð sem ósigur fyrir Obama verður að skoða þessar kosningar í ljósi sögunar.
Þessi tvö ríki munu vera þau einu í Bandaríkjunum þar sem ríkisstjórakosningar fara fram ári eftir forsetakosningar. Í þessum ríkjunum undanfarin 40 ár, hefur ríkisstjóri meira eða minna verið kosinn frá þeim flokki sem nýr forsetinn er ekki. Með öðrum orðum, þetta var nokkuð fyrirsjánanleg úrslit m.v. reynslu undanfarinna áratuga. Það hefur því myndast e.k. hefð í þessum ríkjum að sýna stjórnvöldum í Washington ákveðna viðspyrnu.
Hins vegar má ekki gera lítið úr öðrum þáttum, eins og óvinsældum fráfarandi ríkisstjóra New Jersey, jafnvel í eiginn flokki, efasemdum um frammistöðu Demókrata á þingi og í Hvíta húsinu, auknum krafti meðal Republikana og öðrum staðbundnum málum.
Úrslitin viðvörun til demókrata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 15:42
Hvers konar búseta?
Því er ekki svarað í fréttinni a.m.k. hverjir þetta voru sem skildu þessar leifar eftir sig. Ómar varpar fram spurningu um Rómverja eða Fönikumenn. Voru þetta papar sem vitað var að hér voru fyrir tíð norrænna manna?
Þessi umræða kallar a.m.k. á lestur Skírnis.
Var Ísland numið 670? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2009 | 20:50
Brot á lögum um vernd, friðum og veiðar á villtum dýrum?
Stór spurning er hvort handsömun sauðfjárins í Tálkna hafi ekki verið í bága við lög um vernd, friðum og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Umrætt sauðfé getur varla talist húsdýr eða hluti bústofns, enda hefur það gengið laust í nokkrar kynslóðir og algjörlega sjálfala. Þetta sauðfé er meðð öðrum orðum ekki húsdýr frekar en t.d. minnkar og refir sem sloppið hafa úr haldi ræktenda og ganga nú laus um náttúru landsins. Dýrastofn þessi heyrir sem sagt undir umhverfisráðuneytið, ekki landbúnaðarráðuneytið.
Skv. ofangreindum lögum eru öll villt dýr friðuð, nema að friðun sé sérstaklega aflétt, en ekkert er minnst á afléttingu friðunar á sauðfé í lögunum. Ákvörðun um að aflétta friðun skal byggjast á að viðkoma stofns sé nægjanleg til vega á móti afföllum vegna veiða og af náttúrulegum forsenddum.
Þá gilda mjög strangar reglur um veiðar á villtum dýrum, öðrum en meindýrum. Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl. Skulu viðkomandi veiðmenn hafa tilskilin veiðikort. Þá skulu veiðimenn hafa sýnt fram á hæfni til veiða, sótt námskeið og þreytt próf til sýna fram á hæfni sína. Sem dæmi er bannað að nota hunda til að hlaupa uppi bráð, steina og barefli.
Spurning er hvort þessi lög hafa verið brotin við veiðar á rollunum í Tálkna?
Vakin er athygli á að brot á þessum lögum varða sektum og fangelsi í allt að tveimur árum!
2.11.2009 | 20:27
Nauðsynlegð aðgerð - að skipta upp smásölumarkaðinn
Hætt er við að samkeppnislög í öðrum löndum kölluðu á aðgerðir. Í Bretlandi t.d. þar sem ein smásölukeðja ræður um um 30% markaðshlutdeild á matvörumarkaði, er kallað á aðgerðir stjórnvalda. Jafnvel er gengið svo langt að efnt er til mótmælastöðu við verslanir fyrirtækisins.
Hér á landi er því sem næst einokun, fákeppni í besta falli. Hér er því pólitíst nauðsyn að endurskipuleggja matvörumarkaðinn og setja samhliða lög um hámarks markaðshlutdeild á markaðnum.
Ef stjórnvöld hafa á nokkurn hátt áhuga á að koma til móts við kröfur almennings eftir hrunið, þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja rétt og kjör almennings til framtíðar.
Tækifæri til að auka samkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2009 | 16:49
„Björgum þeim ríku“ – Hrói-Höttur-á-haus hagfræði ríkisstjórnarinnar!
Nú er farið að fréttast af mögulegum afskriftum af 60 milljarða króna skuld félagsins 1998 vegna Haga eða eignarhaldsfélags Bónus, Hagkaupa o.fl. verslana. Fleiri stórar skuldir virðast hafa verið afskrifaðar eða eru í umræðunni. Hér er raunverulega verið að umbuna glæfraskap ef ekki hreinan loftbúskap útrásavíkinninga!
Fyrr á þessu ári voru uppi hugmyndir um flatan niðurskurð skulda almennings þar sem eignasöfn gömlu bankanna hefði hvort sem er verið afskrifað að stórum hluta þegar þau voru færð í nýju bankana. Var rætt m.a. um að um 20% lækkun skulda í þessu sambandi. Þessari aðferð var hafnað af stjórnarflokkunum og helstu ráðgjöfum hennar og lýst m.a. sem öfugum Hróa Hetti eins og dr. Þórólfur Matthíasson lýsti þessu.
Nú er það spurningin hvort ríkisvaldið sé ekki komið í þennan öfugsnúna Hróa Hött, þar sem afskrifa má skuldir hinna ríku þ.e. þeirra sem skulda mikið, en almenningur fær í besta falli lengingu í hengingarólinni, sbr. nýsamþykktar hugmyndir félagsmálaráðherra!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 19:56
Villa í fyrirsögn
Leggjast gegn Bitruvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 20:47
Lítið leggst fyrir fyrrum heimsveldi og ráðherran
Ekki á hann sér orðið miklar málsbætur, breski forsætisráðherran. Nú telur hann sér það helst til tekna að hafa náð sér niðri á íslensku þjóðinni með því að beita lögum um hryðjuverkamenn á starfsemi banka í eigu Íslendinga í Bretlandi.
Lítið leggst orðið fyrir leiðtoga fyrrum heimsveldis sem teygði sig heimshorna á milli og þar sem sólin settist aldrei, ef eitt helsta afrekið í sparðartíningarræðu hans á flokksþingi bresku Verkamannaflokksins er ofangreint afrek!
Í þorskastríðunum, sem Bretar töpuðu öllum, höfðu þeirr sjáanlega hagsmuni nokkurra byggðalaga í huga. En nú er gripið til örþrifaráða til varnar ört minnkandi fylgi nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Ráðist á þá sem enn minna mega sín.
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 09:26
Farið að fyrnast yfir atburðina hjá unglingum
Þó svo að atburðirnir 11. sept. f. átta árum séu ljóslifandi í hugum þeirra sem upplifðu þá, eru unglingar sem e.t.v. voru 6-10 ára þá, farnir að gleyma.
Nú er svo komið að í Bandaríkjunum þarf að upplýsa framhaldsskólanema um þennan atburð, þar sem þau muna varla eftir þessu og tengja hann helst átökum í Írak og Afganistan.
Átta árum síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 13:41
Hliðstæður Gamla sáttamála
Eftir að landið hafði logað í illdeilum og borgarastyrjöld í hartnær tvær kynslóðir á 13. öld var þjóðin aðframkomin og átti þann kost einn að afsala sér sjálfstæði sínu í hendur Noregskonungs, þess sem Íslendingar höfðu forðast í upphafi þegar þeir komu til landsins 3-4 öldum áður.
Enn logar samfélagið stafna á milli. Meðal þeirra sem gáfu sig út fyrir að hafa leið út úr ógöngum sl. vetrar, eru nú sjálfum sér sundirþykkir og eru tví- eða þríklofnir. Hér er átt við Borgarahreyfinguna - senn sálugu. Jafnvel ríkisstjórnarflokkarnir togast á um leiðir og það sem helst sameinar þá er að halda Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum líka utan ríkisstjórnar. Ef ekkert gengur á stjórnarheimilinu, má alla vega kenna hinum um það sem aflaga fór - svona til að geta sagt eitthvað.
Öfugt við þróun 13. aldar, þegar kóngur kallaði menn á sinn fund, eru norskir fræðingar (fyrrv. seðlabankastjóri) og efnamenn fengnir til landsins á hans vegum til að kanna fjárfestingarmöguleika hér á landi. Þó ekki beri að forðast erlend fjárfestingaröfl, vakna óhjákvæmilega upp hugsanir um hliðstæður við sáttmálan gamla frá 7. áratug 13. aldar. Hið pólitíska sjálfstæði hverfur úr landi (til Brussel) og hið efnahagslega líka (til Noregs).
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar