4.2.2009 | 12:57
Sundurlyndi samræðustjórnmála?
Hluti andstöðu mótmælenda gegn síðustu ríkisstjórn var vegna hinna svonefndu foringjastjórnmála þ.e. að foringjar stjórnarflokkana tækju ákvarðanir sem þingið afgreiddi umyrðalaust!
Nú eru greinilega ný stjórnmál í uppsiglingu, þ.e. gamla aðferðin sem þjóðin var reyndar búin að gefast alveg uppá í lok 9. áratugar síðustu aldar, þ.e. það sem kalla má málamiðlunarstjórnmál (baktjaldamakk). Þá var við völd síðasta ríkisstjórn Steingríms nokkurs Hermannssonar, með tilstilli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, forverar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Til viðbótar sótti ríkisstjórnin stuðning til Stefáns Valgeirssonar sem þá var orðinn óháður þingmaður. Niðurstaðan var eilífar málamiðlanir.
Ný ríkisstjórn ber þess greinilega merki að hinn nýji stíll verði málamiðlanir og aftur málamiðlanir vegna ósamstöðu. Nokkur dæmi:
- Hvalveiðimálið - Ljóst er að Framsókn styður ekki ríkisstjórn sem ætlar að afturkalla veiðileyfi til hvalveiða sem fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf úr í sl. mán.
- Myntsamstarf við Noreg! Bæði viðskiptaráðherra ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra Noregs hafa slegið á hugmyndir fjármálaráðherra Íslands um slíkt samstarf.
- Stóriðjumál. Umhverfisráðherra skilur stjórnarsáttmálan ekki á sama hátt og iðnaðarráðherra og forsætisráðherra.
- Evrópusambandsaðildin. Samfylkingin og VG stefna í tvær áttir í þessum málum, eins og kunnugt er!
Þessi mál voru öll komin upp á yfirborðið fyrir fyrsta fund ríkisstjórnarinnar!
Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 12:30
Stjórnin fallin?
Ef Steingrímur J. vill hætta við hvalveiðar, eins og hann hefur gefið í skyn, með bréfi til hvalveiðirétthafa og yfirlýsingar framsóknar um að þeir vilji hefja hvalveiðar, er augljóst að trúnaðarbrestur er orðinn innan stjórnarliðsins og þeirra stuðningsaðila.
Þetta þýðir með öðrum orðum er stjórnin þá fallin, ef þetta er rétt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 08:29
Trúverðug stjórnsýsla nýs forsætisráðherra?
Nýr forsætisráðherra hefur lýst því yfir (Kastljósviðtali 2. febr.) að vegna þess að almenningur hafi sett fram kröfu um að bankastjórn Seðlabankans víki, þá hafi hún sent bankastjórnunum bréf og beðið þá um að hætta! Eins þar sem að íslenska efnahagskerfið hafi beðið hnekki eins og hún orðar það, sé nauðsynlegt að fá það sem hún kallar faglegan bankastjóra!
Þessar fullyrðingar yfirmanns allrar stjórnsýslu í landinu hljóta að kalla á skilgreiningu hennar á því hvenær má reka embættismenn, hvað þurfi marga mótmælendur og hversu lengi þeir þurfa að mótmæla til að embættismaður verði rekinn. Það hlýtur að vera hluti af hennar nýju ímynd" eða breyttrar stjórnsýslu sem hún hefur talað mikið um að þetta verði skilgreint. Mjög mikilvægt er fyrir framtíðarmótmælendur að fá upplýsingar um þetta atriði, svo þeir geti hagað störfum sínum skv. því.
Eins er það spurning um trúverðugleikan. Þarf ekki að rökstyðja það mál betur. Er nóg að segja af því bara eða er skýringinguna að finna í bágri frammistöðu Samfylkingarinnar í nýlegum skoðanakönnunum. Þessi atriði þarf væntanlega að skilgreina, til að auka gegnsæi í stjórnkerfinu og þannig efla trúverðuleika þess. Ekki satt?
Það skal tekið fram hér, að ekki er tekin afstaða til þess hvort bankahrunið sé bankastjórn Seðlabankans að kenna eður ei, eða hvort það sem kallað að faglegur bankastjóri geti þá endurreist bankakerfið. Þetta er spurning um stjórnsýsluhætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 13:58
Nýr forseti í uppfærðu Íslandi?
Fylgir nýr forseti uppfærslunni? Hann hefur sjálfur talað fyrir nauðsyn á endurskoðun og ýmsir fræðimenn bent á stjórnlagalega óvissu sem ríkir um stöðu embættisins. Þá má því vera ljóst að skýra þarf verksvið og ramma forsetans í uppfærslunni.
Við uppfærslur er reynt að sníða af agnúa af kerfinu. Spurning hvort í nútímasamfélagi sé þörf fyrir forseta og það væri hluti af sparnaði samfélagsins að leggja embættið niður.
Vonandi, ef af verður, reynist þessi uppfærsla betur en t.d. Vista kerfið gerði fyrir Microsoft. Stundum hefur komið fyrir að bjóða hefur uppá niðurfærslu aftur, þegar uppfærslan bregst!
Uppfært í Ísland 2.0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 11:17
Konur á valdastóli
Skv. netmiðlinum "about.com" hafa 47 konur setið á lýðræðiskjörnum valdastóli í heiminum fram til þessa. Þær eru í tímaröð:
1. Sirimavo Bandaranaike, Sri Lanka
Forsætisráðherra, 1960-1965, 1970-1977, 1994-2000.
2. Indira Gandhi, Indlandi
Forsætisráðherra, 1966-77, 1980-1984.
3. Golda Meir, Ísrael
Forsætisráðherra, 1969-1974.
4. Isabel Peron, Argentínu
Forseti, 1974-1976
5. Elisabeth Domitien, Mi-Afríkulýðveldinu
Forsætisráðherra, 1975-1976
6. Margaret Thatcher, Bretlandi
Forsætisráðherra, 1979-1990.
7. Maria da Lourdes Pintasilgo, Portugal
Forsætisráðherra, 1979-1980.
8. Lidia Gueiler Tejada, Bolivía
Forsætisráðherra, 1979-1980.
9. Dame Eugenia Charles, Dominica
Forsætisráðherra, 1980-1995.
10. Vigdís Finnbogadóttír, Íslandi
Forseti, 1980-96.
11. Gro Harlem Brundtland, Noregi
Forsætisráðherra, 1981, 1986-1989, 1990-1996.
12. Soong Ching-Ling, Kínverska alþýðulýðveldinu
Heiðursforseti, 1981.
13. Milka Planinc, Júgóslavíu
Forsætisráðherra ríkjasambandsins, 1982-1986.
14. Agatha Barbara, Möltu
Forseti, 1982-1987.
15. Maria Liberia-Peters, Hollensku Antilles-eyjar
Forsætisráðherra, 1984-1986, 1988-1993.
16. Corazon Aquino, Filippseyjar
Forseti, 1986-92.
17. Benazir Bhutto, Pakistan
Forsætisráðherra, 1988-1990, 1993-1996.
18. Kazimiera Danuta Prunskiena, Litháen
Forsætisráðherra, 1990-91.
19. Violeta Barrios de Chamorro, Nicaragua
Forsætisráðherra, 1990-1996.
20. Mary Robinson, Írlandi
Forseti, 1990-1997.
21. Ertha Pascal Trouillot, Haiti
Interim Forseti, 1990-1991.
22. Sabine Bergmann-Pohl, Austur-Þýskaland
Forseti, 1990.
23. Aung San Suu Kyi, Myanmar (Burma)
Þrátt fyrir að flokkur hennar hefði unnið um 80% atkvæða í almennri atkvæðagreiðslu, neitaði herinn að viðurkenna sigur hennar og hefur hún verið í stofufangelsi síðan.
24. Khaleda Zia, Bangladesh
Forsætisráðherra, 1991-1996.
25. Edith Cresson, Frakklandi
Forsætisráðherra, 1991-1992.
26. Hanna Suchocka, Póllandi
Forsætisráðherra, 1992-1993.
27. Kim Campbell, Kanada
Forsætisráðherra, 1993.
28. Sylvie Kinigi, Burundi
Forsætisráðherra, 1993-1994.
29. Agathe Uwilingiyimana, Rwanda
Forsætisráðherra, 1993-1994.
30. Susanne Camelia-Romer, Hollensku Antilles-eyjar
Forsætisráðherra, 1993, 1998-
31. Tansu Çiller, Tyrklandi
Forsætisráðherra, 1993-1995.
32. Chandrika Bandaranaike Kumaratunge, Sri Lanka
Forsætisráðherra, 1994, Forseti, 1994-
33. Reneta Indzhova, Bulgaríu
Interim Forsætisráðherra, 1994-1995.
34. Claudette Werleigh, Haiti
Forsætisráðherra, 1995-1996.
35. Sheikh Hasina Wajed, Bangladesh
Forsætisráðherra, 1996-.
36. Mary McAleese, Írlandi
Forseti, 1997-.
37. Pamela Gordon, Bermuda
Premier, 1997-1998.
38. Janet Jagan, Guyana
Forsætisráðherra, 1997, Forseti, 1997-1999.
39. Jenny Shipley, Nýja Sjálandi
Forsætisráðherra, 1997-1999.
40. Ruth Dreifuss, Sviss
Forseti, 1999-2000.
41. Jennifer Smith, Bermuda
Forsætisráðherra, 1998-.
42. Nyam-Osoriyn Tuyaa, Mongolíu
Acting Forsætisráðherra, July 1999.
43. Helen Clark, New Zealand
Forsætisráðherra, 1999-.
44. Mireya Elisa Moscoso de Arias, Panama
Forseti, 1999-.
45. Vaira Vike-Freiberga, Lettlandi
Forseti, 1999-.
46. Tarja Kaarina Halonen, Finnlandi
47. Michelle Bachelet, Chile, Forseti 2006-
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 09:02
Seint fram komin þessi ráð!
Það er áreiðanlega margt til í því sem Jón er að segja þarna um hrun bankakerfisins m.a. og væri umhugsunarefni fyrir margan stjórnmálamanninn.
Hins vegar koma þessar ábendingar fullseint fram hjá fyrrverandi varaformanni FME - eftir að hann er hættur!
Fjármálaráðuneyti of svifaseint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 19:04
Völdin tekin af form. Samfylkingarinnar?
Ef marka má fréttir í dag og undanfarna daga, má leiða að því nokkuð sterkar líkur að búið sé að taka völdin af Ingibjörgu Sólrúnu formanni Samfylkingarinnar. Hún neitar því staðfastlega að rætt hafi verið myndum minnihlutastjórnar VG og Samfylkingarinnar.
Steingrímur neitar því að formlegar viðræður hafi átt sér stað, en ekki óformlegum viðræðum.
Framsókn hefur lýst yfir skilyrðislausum stuðningi, að því að virðist, við áðurnefna minnihlutastjórn. Slíkt er því sem næst fordæmalaust að nokkur flokkur hafi gefið út óútfyllta ávísun til annarra flokka um stuðning, nema eitthvað annað hangi á spítunni.
Útspil hennar um Jóhönnu Sig. sem forsætisráðherraefni er annað hvort viðurkenning á orðnum hlut, eða tilraun til að mynda geil í hóp uppreisnarafla Samfylkingarinnar. Í leiðinni þetta notað sem ástæða til raunverulegra stjórnarslita.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 10:29
Ísland fær athygli
Enn fáum við frekar óhentuga athygli, en þessi tenging sýnir betur en margt annað að heimurinn hefur tekið eftir fjármálahruninu og ástandinu á Íslandi.
Ef hins vegar allt væri Geir Haarde að kenna - eins og lesa má úr fréttinni - er honum greinilega ætlað meira en einum manni er hægt. Geir er forsætisráðherra og þar að leiðandi andlit landsins út á við og þess vegna persónugervingur þess sem gerst hefur hér. EF hann einn væri ábyrgur fyrir því sem gerst hefur, er nauðsynlegar en nokkrum tíma fyrr að hafa svona öflugan mann til að stýra uppbyggingunni! En dæmið er ekki svona einfalt.
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2009 | 11:10
Björgvin hættur - Samfylkingin sundurlaus á flótta!
Afsögn Bjögvins er kafli í flótta Samfylkingarinnar frá ábyrgð og eigin aðgerðum.
Þessi afsögn sýnir betur en margt annað sundurlyndið innan flokksins, þann óstögðuleika sem þar ríkir og það virðingarleysi sem formanni flokksins er sýnt. Formanninum er ekki gefin dagspartur til að ljúka fundi með samstarfsflokki sínum um til hverra ráða eigi að grípa - sem eru að ákv. kosningar, til hvaða nauðsynlegust aðgerða á að grípa fram að kosningum ef þá ríkisstjórnin á að fara frá eða ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2009 | 15:28
Sagði hann af sér?
EF Hörður ætlast til að mark sé tekið á honum framvegis á hann að "segja af sér" eða draga sig í hlé!
Myndi hann sætta sig við "afsökunarbeiðni" frá þeim sem hann ásakar um siðferðisbresti?
Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 34471
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar