24.1.2009 | 08:36
Hörður, hefur þú hlustað á sjálfan þig?
Hörður.
Þú ert farinn aðg gera illt verra með því að reyna að tala þig út úr þessu og þessi umræða um þig er farin að hljóma eins og um þá sem þú gagnrýnir sem mest.
Hefur þú hlustað á það sem þú sagðir eða ert þú búinn að gleyma því?
Til upprifjunar fyrir þig, er tengingin á það sem þú sagðir hér: http://www.mbl.is/media/96/1196.wav
Greinilega snúið út úr ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 23:10
Hörður á að segja af sér og biðjast afsökunar
Ummæli Harðar í dag í kjölfar tilkynningar forsætisráðherra um hans alvarlegu veikindi er dapurlegur vitnisburður um alvarlegan dómgreindarskort.
EF Hörður Torfason hefur snefil af þeirri samvisku sem hann er að gera kröfu um til annarra, á hann skilyrðislaust að biðja forsætisráðherra afsökunar á ummælum sínum og segja af sér sem fulltrúi Radda fólksins.
Að öðrum kosti gerir hann sjálfan sig að ómerkingi og hefur engin efni á að gera siðferðiskröfur til annarra.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 15:55
Uppreisn gegn formanni Samfylkingarinnar!
Greinileg uppreisn er gegn formanni Samfylkingarinnar. Þingmenn og aðrir horfa á fylgi fara til VG og Framsóknar og nú virðast þingmenn flokksins vera að fara á límingunum. Formaðurinn segir eitt og sumir þingmennir a.m.k. annað.
Þetta ástand sýnir að flokkurinn er á mörkum þess að vera tækur sem stjórnarflokkur - þar sem honum er stjórnað af skoðanakönnunum.
Niðurstaðan er sú að slíta beri stjórnarsamstarfinu svo flokkurin liðist hreinlega ekki í sundur. Sorgleg niðurstaða tilraunar til að sameina vinstri menn í eitt skipti fyrir öll!
Mikilla tíðinda að vænta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 11:36
Offramboð af sérfræðiálitum?
Fyrir um áratug eða svo, varð mikið "verðfall" á lögfræðiálitum í kjölfar mikils framboðs af þeim og álitum færðu jafngild rök, að því að virtist, í sitt hvora áttina. Nú eru stjórnmálafræðimenntaðir einstaklingar í miklu framboði með skoðanir sínar. Reyndar er mikil þörf á áliti og skoðunum í fjölmiðlum í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu.
Hins vegar verður að líta frekar á þessi álit sem skoðanir viðkomandi einstaklinga frekar vísindalegar staðreyndir. Skoðanir litast af lífsviðhorfum eða hagsmunum viðkomandi einstaklings og rýrir það enn gildi hinna svokölluðu sérfræðiálita.
Leiðtogar stjórnarflokkanna að einangrast" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 11:08
Kosið nú - hvað þá?
EF niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýbirta skoðanakönnun MMR yrði fjör á þingi og við stjórnarmyndum. Niðurstaðan væri líklega þessi
Framsókn 11 þingm.
Samfylking 11 þingm.
Sjálfstæðisfl. 15 þingm.
Vinstri Grænir 18 þingm.
Frjálsl. og aðrir 8
Hvernig ríkisstjórnarmynstur kæmi út úr þessu? Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn nema með aðkomu VG og Sjálfstæðisflokksins! Er það líklegt? Varla.
Niðurstaðan yrði e.k. þriggja eða fjögurra flokka stjórn a.m.k. Reynslan sýnir að slíkar ríkisstjórnir hafa ekki náð að vinna að nægilegri samstöðu til að geta myndað starfhæfa stjórn sem gæti tekið á þeim erfiðu málum sem blasir við að gera.
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 09:57
Mótmæli farin að snúast upp í ofbeldi!
Hin svokölluðu mótmæli í miðbæ Reykjavíkur er farin að taka á sig óhuggnlega mynd ofbeldis. Þessi friðsömu mótmæli sem efnt hefur verið til reglulega, hafa framkallað smátt og smátt aukna hörku og eru að færast út í hreint ofbeldi og jafnvel skrílslæti.
Fólki var brugðið þegar kryddsíldarútsending Stöðvar 2 var stöðvuð á Gamlársdag, en sú aðgerð virðist vera orðin að smámunum í samanburði við það sem hefur verið að gerast undanfarnar daga og nætur. Nú fer að vera spurning hvenær eitthvað alvarlegra gerist, miðað við fréttir af atburðum næturinnar.
Kvartað er undan ofbeldi lögreglunnar. Varla hefur hún borið eld að Alþingishúsinu eða slasað þessa tvo lögreglumenn sem fengu í sig gangstéttarhellur. Staða lögreglunnar er erfið. Hún getur ekki með góðu móti stöðvað skemmdir með fyrirbyggjandi aðgerðum, þ.e. handtekið þessa fáu skemmdarvarga sem halda uppi ólátum. Slíkt myndi kalla á nýja bylgju mótmæla, þá gegn "lögregluofbeldi." Þetta vita þeir sem standa að þessum aðgerðum á Austurvelli og þeir eru smátt og smátt að safna í sig kjarki til frekari aðgerð
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 08:36
Hversu lengi, hversu langt?
Hin svokölluðu mótmæli í miðbæ Reykjavíkur er farin að taka á sig óhuggnlega mynd ofbeldis. Þessi friðsömu mótmæli sem efnt hefur verið til reglulega, hafa framkallað smátt og smátt aukna hörku og eru að færast út í hreint ofbeldi og jafnvel skrílslæti.
Fólki var brugðið þegar kryddsíldarútsending Stöðvar 2 var stöðvuð á Gamlársdag, en sú aðgerð virðist vera orðin að smámunum í samanburði við það sem hefur verið að gerast undanfarnar daga og nætur. Nú fer að vera spurning hvenær eitthvað alvarlegra gerist, miðað við fréttir af atburðum næturinnar.
Kvartað er undan ofbeldi lögreglunnar. Varla hefur hún borið eld að Alþingishúsinu eða slasað þessa tvo lögreglumenn sem fengu í sig gangstéttarhellur. Staða lögreglunnar er erfið. Hún getur ekki með góðu móti stöðvað skemmdir með fyrirbyggjandi aðgerðum, þ.e. handtekið þessa fáu skemmdarvarga sem halda uppi ólátum. Slíkt myndi kalla á nýja bylgju mótmæla, þá gegn "lögregluofbeldi." Þetta vita þeir sem standa að þessum aðgerðum á Austurvelli og þeir eru smátt og smátt að safna í sig kjarki til frekari aðgerða.
Tveir lögreglumenn slasaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 18:10
Menn að missa sig?
Bloggarar hafa farið hamförum vegna afstöðu formanna stjórnarflokkanna, svo helst minnir á atgang Ögmundar í þinginu um daginn og Steingríms J. f. jól!
Ef þessi skrif eru þverskurður samfélagsins, eða á einhvern hátt dæmigert fyrir þjóðarviljan, er tímabært að flytja úr landi!
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 17:27
„Byltingunni“ berst liðsauki!
Stórskáldið, málarameistarinn og listkústnerinn Hallgrímur Helgason er kominn til landsins aftur til að taka þátt í byltingunni!
Hann tók sér þriggja vikna frí í Suður-Afríku og nú ruggar hann bíla á götum borgarinnar þar til að hann þarf að fara á leikskólann til að sækja börnin sín - á pláss sem væntanlega eru niðurgreidd af borginni!
Eitthvað hafa lífskjör byltingaleiðtoganna batnað frá því sem var hér áður!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 13:27
Framtíðarleiðtogi að missa kjarkinn?
Ágúst Ólafur hefur þótt með skeleggari mönnum á þingi, þótt ungur sé. Hins vegar hljóta efasemdir um leiðtogahæfileika hans að vakna ef hann er að missa kjarkinn vegna þessara umræðna.
Eða eru þessi ummæli liður í valdabaráttu í Samfylkingunni?
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar