6.2.2009 | 13:16
Slæmt ef satt er ...
... en hvað hefur þingmaðurinn fyrir sér þegar hann setur þetta fram? Hefur þingmaðurinn sannanir fyrir sínu máli og ef svo hverjar eru þær?
Eða er bara um fullyrðingu að ræða sem mótuð er af pólitískum sjónarmiðum? Ef svo er, verður að líta á slíkar fullyrðingar alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þess að kröfur um gagnsæ stjórnmál og stjórnsýslu er ein aðal forsenda núverandi ríkisstjórnar.
Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 11:21
Var þá bankahrunið ekki ríkisstjórninni að kenna?
Svo virðist sem þegar fleiri og fleiri upplýsingar koma í ljós um hrun bankanna á Íslandi, að skýringarnar hafi ekki verið jafneinfaldar og sumir hafa viljað vera láta.
Mikið framboð af ódýru fjármagni og mikill vöxtur íslenskra banka ásamt áhættusamri starfsemi þeirra skapaði miklar hættur. Hins vegar virðast allir hlutir hafa farið úr böndunum við hrun Lehman Bros. í BNA, lánalínur hrunið o.s.frv.
Erindi Ingimundar svarar nokkrum spurningum, en þó hljóta ýmsar spurningar að vakna við lestur þess. Af hverju var ekki hægt að grípa inn í hinn gífurlega vöxt bankanna með einhverjum hætti þegar umfang þeirra virðist nífaldast m.v. þjóðarframleiðslu á þriggja ára tímabili? Þrátt fyrir að allar hefðbundndar kennitölur hafi verið í lagi, var þessi vöxtur samt ekki óeðlilega mikill?
Örlög bankanna réðust með falli Lehman Brothers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2009 | 09:44
Stjórnsýslulög - bara fyrir suma?
Viðbrögð við fyrirhugaðri breytingu á skipan stjórn Seðlabankans eru sum hver nokkuð sérstök - sérstaklega í ljósi nýlegra viðburðra.
Hörð gagnrýni kom fram á einstaka ráðherra fyrrum ríkisstjórnar fyrir að fara ekki að lögum um ráðningu einstakra embættismanna og látið að því liggja að að um embættismannahroka væri að ræða eða vanvirðingu við lög o.s.frv. Nú er hins vegar í lagi að fara á skjön við allar venjur þegar reka á embættismenn sem ekki hafa unnið til neinna sannanlegra saka. Þá er allt í lagi að setja sérstök lög og ganga á rétt þeirra til biðlauna þegar störf þeirra verða lögð niður.
Fróðlegt væri að heyra álit BSRB til slíkra mála?
Tilgangurinn helgar meðalið!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 23:06
Horfum frekar á ákvörðunina sjálfa
Vond stjórnsýsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 17:22
Lagatæknilegur ómöguleiki
Ríkisvaldið skuldar veiðimönnum og leiðsögumönnum skýringar hvernig skuli staðið að veiðum hreindýra á Íslandi.
Ef ekki má aka utan slóða verður að gefa leiðbeiningar um það hvernig koma skuli veiddu dýri á þar til gerða slóða sem aka má eftir. Eins þarf að skilgreina, merkja og kortleggja þá merkta slóða svo veiðimenn álpist nú ekki af umræddum slóðum. Hinn kosturinn er að sjálfsögðu að dýrin haldi sig á eða við slóðs sem dómstólar viðurkenna, svo hægt verði að koma þeim til byggða eftir að búið er að skjóta þau. Reyndar er ég ekki viss um að það gangi í öllum tilfellum.
Málið er að ákvæði í lögum um akstur utan vega eru í öngstræti. Til eru slóðar um allt hálendið sem enginn veit hvort viðurkenndir eru eða ekki. Eins er alveg ljóst að þó að ekið sé utan slóða á fjórhjóli eða sexhjóli, þá þurfa skemmdir ekkert á umhverfinu að vera miklar eða nokkrar. Leiðsögumaður á að vera bær að meta það hvort óhætt sé að aka um svæði eða ekki.
Til upplýsinga fyrir þingmenn, ráðherra og jafnvel dómara, eru t.d. á hreindýraslóðum þar sem enginn getur með nokkrum móti sýnt fram á að ekið hafi verið um eða ekki. Eins má búast við að land breytist meira af náttúrulegum orsökum, snjóalögum, flóðum eða vegna hreindýranna sjálfra, en nefndum ökutækjum.
Hér er enginn að tala um að spæna upp landið með stórtækum vélum. Aðeins að ferðast um landið, veiða og koma bráðinni til byggða.
Sú staða sem ein hönd ríkisvaldsins er búin að skapa, gerir í raun illmögulegt fyrir þá sem kaupa veiðileyfi dýrum dómum af ríkinu, að ná í sína bráð.
Ráðherra skuldar veiðimönnum skýringar og úrbætur helst!
Sekt fyrir hreindýraveiðar á sexhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2009 | 13:30
Hvar myndast meirihluti?
Almennt er viðurkennt í lýðræðisþjóðfélögum verði bindandi ákvarðanir fyrir almenning s.s. lög, skattaálagning, að vera teknar af meirihluta til þess bærra aðila. Með öðrum orðum minnihluti atkvæða dugi ekki til.
En hvar og hvernig á þessi meirihluti að myndast?
Við höfum haft svokallaðar hlutfallskosningar hér á landi, þ.e. framboð fái fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum í samræmi við atkvæðamagn. Síðan, eðli málsins skv., verða þeir fulltrúar sem kosnir eru, að mynda meirihluta til þess að taka ákvarðanir. Hér á landi hefur verið talsvert svigrúm fyrir framboð, þó öll hafi ekki náð inn fulltrúa t.d. á alþingi. Reynslan hefur sýnt að eins- eða tveggja-flokkastjórnir séu farsælli, en fjölflokkastjórnir. Nýlegt dæmi t.d. úr bæjarstjórn Blönduóss, þar sem einflokks framboð klofnaði, er að vísu undantekning frá þessari almennu reynslu.
Í Fréttablaðinu í dag, 5. febr., er umfjöllun um fjöl-flokka-meirihluta-samstarf á öðrum Norðurlöndum. Þar reyndar myndast ákveðnar blokkir sem raunverulega hafa skuldbundið sig til samstarfs að kosningum loknum, nái þær meirihluta. Helgast þetta fyrirkomulag af þeim fjölda flokka sem eiga fulltrúa á þingum þessara þjóða. Því er í raun um tveggja-flokka-kerfi í þessu löndum, þ.e. borgaraflokkarnir og vinstriflokkarnir.
Bretar búa við svonefnd einmenningskjördæmi, þ.e. að sá frambjóðandi sem fær flest atvkæði hlýtur sigur. Í kjölfarið hefur í raun verið ríkjandi tveggja-flokka-kerfi síðan þar um miðja þar síðustu öld, þ.e. annars vegar Íhaldsflokkurinn og hins vegar Verkamannaflokkurinn, núna en Frjálslyndi flokkurinn fram undir 1920 eða þar um bil. Þetta fyrirkomulag hefur skilað nær undantekningarlaust eins flokksmeirihlutastjórnum, þó svo að sjaldnast fái viðkomandi flokkar meirihluta greiddra atkvæða. Ábyrgðin er eins flokks og stjórnarskiptin hrein og klár. Hér á landi hefur aðeins einu sinni verið skipt um alla flokka við stjórn, árið 1971.
Það er talsvert útbreiddur misskilningur að að þetta séu einu stjórnmálaflokkarnir í Bretlandi. Þvert á móti eru stjórnmálaöfl þar í landi talsvert mörg og sennilega mun fleiri en hér á landi. Til viðbótar við fyrrnefnda þrjá flokka, eru skoskir og velskir þjóðernissinnar mjög öflugir á sínum svæðum. Á Norður-Írlandi skiptast framboð með því sem næst alveg sérstökum hætti. Síðan eru framboð til við þingkosningar mjög mörg. Sem dæmi fékk Tony Blair ein 10 eða 12 mótframboð í sínu kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Þessi framboð fá öll sömu meðferð og athygli kerfisins innan kjördæmanna.
Á Írlandi er farin e.k. millileið, þess sem gerist á Norðurlöndunum og í Bretlandi (Single-Transferable Vote). Þar geta kjósendur valið annað hvort framboðslista eða frambjóðendur og þá af fleiri en einum lista. Slíkt kerfi er nokkuð flókið í framkvæmd og afar tafsamt við talningu, en hefur gefist þeim vel og skilað þeim iðulega eins flokks meirihluta stjórnum í kosningum, rétt eins og á Bretlandi.
Í Ísrael er landið eitt kjördæmi. Þar hefur í raun verið ríkjandi stjórnarkreppa í mörg ár, vegna áhrifa margra smárra stjórnmálaafla í landinu.
Í raun verður ekki séð að kosningakerfið sem slík skipti nokkru máli hvernig stjórn verður mynduð að þeim loknum. Stjórnmálaflokkar og önnur öfl laga sig að þeim aðstæðum hverju sinni.
Hætt er við að umræðan um kosningakerfi sé til þess fallin í raun til að breiða yfir annan vanda eða verði hálfgerð gervilausn á einhverjum vanda sem enginn veit í raun hver er.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 12:55
Regluverk ný-frjálshyggjunnar!
Alls eru um 125 lög, reglugerðir, reglur, samningar o.fl. sem gilda um starfsemi fjármálafyrirtæki á Íslandi, skv. nýbirtri auglýsingu Andríkis (andriki.is) í fjölmiðlum í dag og birt er á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.
Ætli þeir sem kvartað hafa mest um skort á regluverki og kennt svokallaðri ný-frjálshyggju um bankahrunið, hafi vitað þetta?
Getur verið að bankahrunið hafi stafað af einhverju öðru en of fáum reglum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 10:28
Lýðskrum stjórnarliða
Nú hefur verið skipt um forseta þingsins skv. þingskaparlögum.
Lítið lagðist fyrir þau margítrekuðu sjónarmið að auka eigi áhrif þingsins gagvart framkvæmdavaldinu og hin rómuðu sjónarmið Steingríms J. um að eðlilegt væri að þingforseti kæmi frá minnihlutanum í þinginu.
Þetta ekki bara spurning um afstöðu Steingríms, heldur afstöðu hans og annarra stjórnarliða til sjálfstæði þingsins. Þetta snýst um áreiðanleika, að fólkið geti treyst því sem stjórnmálamenn segja - að það muni standa þegar á reynir.
EN hvað gerist nú? Forseta þingsins er varpað fyrir róða, svo að ný stjórn geti stjórnað óhindrað með þægan þingforseta við stjórn. Er þetta dæmi um stjórnmálin í hinu Nýja Íslandi eða er þetta bara dæmi um gömlu góðu klækjastjórnmálin, þar sem allt snýst um að komast að kjötkötlunum og fá að ráða?
Þessi málflutningur stjórnaliða er og heitir á mannamáli LÝÐSKRUM. Hætt er við að í þeim löndum sem sumir okkar landsmanna vilja líkja okkur við, væri stjórnin tekin í gegn af alvöru fjölmiðlum fyrir svona framkomu - jafnvel orðið að segja af sér!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 23:31
Feilhugsun valdboðunarsinna
Með illu skal illt út rekið segir gamalt íslenskt máltæki. Nú skal vanþekking fjarlægð úr Seðlabankanum með lögum. Framtíðar seðlabankastjórar skulu hafa meistaragráðu í hagfræði auk sjálfsagðrar reynslu í peningamálum, skv. nýframkomnu frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabankan! Með öðrum orðum reynslan við stjórnun landsins dugar ekki lengur ef viðkomandi er t.d. verkfræði- eða lögfræðimenntaður.
Vandinn verður alltaf að finna hæfan einstakling, óháð menntun og reynslu. Það er mikil einföldun að halda því fram að hagfræðipróf frá háskóla sé trygging bestu ákvarðana í peninga- og vaxtamálum þjóðarinnar. Ekki er hægt að tryggja góðar eða réttar ákvarðanir með því að setja slíkt í lög.
Þetta frumvarp lýsir að nokkuð vel ofurtrú manna að hægt sé að leysa öll mál með lögum um hitt eða þetta. Þetta er líka ákveðin leið til að firra sig ábyrgð. Nú er búið að setja hitt og þetta í lög og málið leysist þar með. Þessi hugsunarháttur er talverð einföldun á raunveruleikanum og í reynd mikil veruleikafirring - því miður.
Loks til upplýsinga, þá er fyrrv. forsætisráðherra bæði með BA og MA próf í hagfræði, auk langrar reynslu af peningamálum, sem fjármála- og forsætisráðherra. Hann ætti því að vera eftirsóttur í starfið skv. frumvarpinu!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 15:34
Misstu af tækifæri ...
Alþingismenn misstu þarna af góðu tækifæri til að skapa sátt og betri frið um störf alþingis og vinna að sáttum í samfélaginu.
Slíkt hefði verið í anda þess sem sumir a.m.k. boðuðu með stjórnarskiptunum. Draga verður því heilindi þessara aðila til sátta í efa í ljósi þingforsetaskiptanna.
Guðbjartur kjörinn þingforseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar