Sagði hann af sér?

EF Hörður ætlast til að mark sé tekið á honum framvegis á hann að "segja af sér" eða draga sig í hlé!

Myndi hann sætta sig við "afsökunarbeiðni" frá þeim sem hann ásakar um siðferðisbresti?


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvort á hann að segja af sér sem sjálfboðaliði eða tónlistamaður?

Magnús Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vanhugsuð ummæli flokkast nú varla með siðferðisbresti eins og þann sem þjófar og spilltir stjórnmálamenn hafa gerst sig bera að.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Ferningur

Geir hefur nú ekki einu sinni viðurkennt að hann né neinn sem stendur honum nálægt hafi gert nokkuð rangt síðustu árin.

Hörður Torfa er hins vegar miklu meiri maður. Ef pólítíkusar væru eins og hann væri Ísland betri staður.

Ferningur, 24.1.2009 kl. 15:35

4 identicon

Hörður er nú meiri maður en Ríkisstjórnin, Stjórar Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.  HANN BAÐST AFSÖKUNAR..... það er meira en aðrir hafa gert.

Hann yrði enn meiri maður ef hann segði af sér!  En þetta var flott hjá honum.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:38

5 identicon

Jónas, hvernig á sjálfboðaliði að segja af sér?  Ekki var hann kosinn til æðstu stofnunar landsins, eins og hin vanhæfa ríkisstjórn er rígheldur nú í ráðherrastólana, er það?

Hvílík vitleysa sem sumt fólk lætur út fyrir varir sínar!

Gísli (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:39

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það getur engin afsökunarbeiðni þvegið sorann af herði Torfasyni sem afhjúpaði sig í ýmsum útgáfum af sóðaskapnum í viðtalinu.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 16:06

7 identicon

Og haldið þið í alvöru að Ríkistjórnin og allir sem hafa stjórnað síðustu árin hafi viljandi gert landinu ógreiða?

 Það er enginn sem reyndi viljandi að gera einhvað vitlaust og heimskulegt. Nema þá kannski útrásarmennirnir.

og auðvitað hefur Geir og fleiri viðurkennt að mistök hafi verið gerð!

Hann sagði að það væri óumflýanlegt að gera einhver mistök og að Ríkistjórnin hefði gert nokkur slík.

 Ef Hörður vill að ríkistjórnin víki fyrir mistökin sín þá ætti hann að víkja sjálfur fyrir sín mistök.

Held þið myndi hjálpa málstað mótmælenda líka.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:13

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ertu í ófrægingarherferð Ólafur, búinn að sjá þetta lélega copy/paste komment víðar í dag.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 16:22

9 Smámynd: Heiðar Birnir

Jónas, langar til að biðja þig um að lesa þessa grein.

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/781973/

Heiðar Birnir, 24.1.2009 kl. 16:22

10 Smámynd: Jónas Egilsson

Skaðinn er skeður. Það er ekkert "undo" í raunveruleikanum.

Rétt er að um sjálfboðaliðastarf að ræða og því auðveldara að segja sig frá verkefninu og draga sig í hlé.

Ef marka má ofangreind viðbrögð, sum hver a.m.k., þá er greinilega munur á Jóni og Sr. Jóni! Sorglegt upphaf á siðferðisumbótum í samfélaginu.

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 16:23

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hörður Torfason kann mannasiði. Hann mun ekki verða umræðuefni alþjóðasamfélagsins vegna heimsku, hroka og afneitunar eins og þau stjórnvöld sem hann og stærstur hluti þjóðarinnar hefur lýst yfir vantrausti á.

Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 16:28

12 Smámynd: Guðmundur Freyr Hansson

Og þú segist vera stjórnmálafræðingur.

Ég held að það þurfi ekki að segja meira um þessi skrif þín.

Guðmundur Freyr Hansson, 24.1.2009 kl. 17:02

13 identicon

Væri ekki bara flott að fá Hörð Torfason til að mynda nýja stjórn ?

dittó (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:03

14 identicon

Þeir einu sem finnst mikilvægara að Hörður Torfason segi af sér, frekar en ríkisstjórn sem allt hefur klessukeyrt í efnahagi og þjóðlífi Íslendinga, eru Sjálfstæðismenn. Og það er svosem engin tilviljun, valdagrægðin er algjörlega taumlaus. Eins og sást nú svo vel á Borgarstjórnar ruglinu hér 2007 og 2008..

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:42

15 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta snýst um að stofna nýtt lýðveldi á nýjum forsendum. Ekki um afsökunarbeiðnir eða óheppileg ummæli einhverra einstaklinga.

Guðmundur Pétursson, 24.1.2009 kl. 17:43

16 Smámynd: Hlédís

Eru Jónas og þetta þarna fyrirbrigði, Ólafur Hrólfsson á launum í heimskulegri áróðursherferðinni? ' Öllu má trúa upp á spillingarliðið sem óttast nú að missa völdin - og nóg hefur það dregið sér af fé til að geta borgað vel fyrir.

Hlédís, 24.1.2009 kl. 18:00

17 identicon

Þetta er náttúrulega algjör snilldar hugmynd að sjálfboðaliði eigi að segja af sér.  Minnir helst á þegar Bush vildi herða viðurlög við sjálfsmorðsárásum. 

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:20

18 Smámynd: Jónas Egilsson

Siðfræði "nýja" Íslands! Tilgangurinn helgar meðalið og menn dæmdir fyrir menntun sína og siðferðisbrestir í lagi svo lengi sem þeir verða "réttu" meginn í þjóðfélaginu!

Ég er þegar farinn að hlakka til þar-næstu kosninga - já og mótmæla!

Steini - Já, sjálfboðaliði getur sagt sig frá verkefni - ekkert auðveldara - engir fjárhagslegir hagsmunir í húfi!

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 18:50

19 identicon

Það er nú kannski smá munur á hvort menn eigi að segja af sér vegna vanhugsaðra ummæla um einn mann, eða eftir að hafa lagt efnahag heillar þjóðar í rúst. Það er hægt að sjá að sér og draga ummælin til baka, en hitt er öllu meira mál.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:44

20 Smámynd: Jónas Egilsson

Gott og vel Davíð Arnar.

Nákvæmlega, hver er sökin? Nákvæmlega hver er sekur og fyrir hvað?

EF dæma á menn, þurfa sakagiftir og ábyrgð að liggja fyrir. Í villta vestrinu svokallaða og á tímum galdrabrenna tíðkaðist að hengja menn (og konur) án dóms og laga. Stundum nægði harðæri til að kóngar og aðrir væru reknir frá völdum svona í þeirru von að veðrið batnaði.

Við höfum hingað til haft réttarríki og er óeðlilegt að það fái að hafa sinn framgang? Er óeðlilegt að gera í raun sömu kröfur til Harðar Torfasonar og hann gerir til annarra?

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 20:19

21 identicon

Í siðuðum þjóðfélögum í kringum okkur þá segja menn gjarnan af sér (þ.e. stjórnmála og embættismenn ) ef þeir gera alvarleg mistök í starfi.  Heldur þú virkilega Jónas að það sé hægt að sökkva þokkalega velsettri þjóð í skuldafen á nokkrum árum án þess að til komi algjör vanhæfni og/eða spilling embættis- og ráðamanna.  Ef að það er þín skoðun að embættismenn og ráðherrar eigi ekki að segja af sér fyrr en þeir hafa verið dæmdir fyrir dómi þá er náttúrlega óþarfi að vera að reyna einu sinni að rökræða við þig um þessi mál. 

Ef einhver ráðherra eða seðlabankastjóri hefði hagað sér eins og þeir Klemens-bræður um daginn þá hefðu þeir væntanlega sagt af sér (ja eða þá að allt hefði orðið brjálað).  Það er vegna þess að það eru gerðar miklu strangari (eðlilega) kröfur til þeirra vegna stöðu þeirra í þjóðfélaginu heldur en okkur hinna.  Þeir þurfa sem sagt ekki endilega að brjóta lög og vera dæmdir fyrir til þess að segja af sér.  Geri reyndar ráð fyrir að þetta sé kennt í stjórnmála-fræðinni en maður veit samt aldrei.

Svo til að ítreka einu sinni enn, Hörður átti ekki þátt í að setja þjóðina á hausinn auk þess sem Hörður hefur heldur ekkert embætti til að segja af sér.  Ef ég hætti í vinnunni þá segi ég ekki af mér ég segi einfaldlega upp, sjálfboðaliðinn þarf ekki einu sinni að segja upp hann hættir bara.

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:53

22 Smámynd: Hlédís

Gat nú verið að Jónas segði: Menn,....og konur"  Eru konur hross, kettir eða geitur Jónas? Nei þær eru menn, - kvenmenn. Ert hann ekki skólagenginn í íslenskum skólum?

      -------

Áróðurs'"meistarar" vita sjálfir að snúið var út úr orðum Harðar í gær, Jónas!  Þú getur hætt þessum látalátum!

Vertu blessaður.

Hlédís, 24.1.2009 kl. 21:08

23 Smámynd: Jónas Egilsson

Hlédís. Þú getur hlustað sjálf á Hörð, hvað hann sagði og hvað hann ítrekaði. Það þarf ansi blinda manneskju til að sjá þetta ekki. Reyndar voru það aðallega karlmenn sem voru hengdir eða skotnir í villta vestrinu, en það var annað mál. Slóð með upptöku viðtals við Hörð má finna: http://www.mbl.is/media/96/1196.wav

Steini minn. Ef dæma á menn þurfa að liggja fyrir SANNANIR. Það er verið að rannsaka þessi mál og í kjölfarið verður að draga menn til ábyrgðar. Ég vil líka spyrja þig, hver ber ábyrgð á hruninu í Bretlandi? Ennfremur, hver er munurinn t.d. þar og hér. Svo vil ég taka það alveg skýrt fram, að þessi menn hvort sem er í FME, SB, á þingi, eða ríkisstjórn mega og eiga að fara eða standa skil á gjörðum sínum.

Getur þú síðan sagt mér hver nákvæmlega sökkti þjóðinni í skuldafenið? Ríkissjóður var því sem næst skuldlaus fyrir hrun - sem breyttist nærri því á einni nóttu. Almenningur er hins vegar skuldum vafinn upp fyrir haus. Sum fyriræki líka. Byggingaverktakar hafa byggt og byggt. Hver átti að stöðva það? jú, bankarnir, en þeir eru ekki þeir einu. Spurðu Obama og Brown ef þú trúir mér ekki.

Varðandi embættisfærslur sem þú ert að íja að liggja álit sérfræðinga - sum ákaflega vönduð og veigamikil. Ef þú heldur að slíkt komi ekki við kauninn á stjórnmálamönnum, þá kærir þú þig ekkert um að velta því fyrir því. En ekki ætla ég að verja gjörðir þeirra, en bendi þó á að þeir hljóta dóm kjósenda. Í öllu falli er ekki hægt að lögsækja þá. Varðandi launakjör og sposlur handa stjórnmálamönnum og flokkum, þá eru þeir allir í sömu súpunni, Steingrímur J., Ögmundur, Össur, Guðjón Arnar o.fl., o.fl. Ég skal alveg styðja þig í að laga þessi mál, fækka þingmönnum, taka inn varamenn þegar þingmenn verða ráðherrar, efla þingið o.fl. í þeim dúr.

Þú talar um siðuð samfélög. Á Ítalíu hafa stjórnmálamenn þurft að segja af sér mörgum sinnum - þeir koma aftur. Annað "siðað dæmi" er um Ritt Bjerregaard, sem er nú er borgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði af sér ráðherradómi og síðar þingmennsku, enn síðar sagði hún af sér þingsæti á Evrópuþinginu vegna hneyklismála. Mikið siðferði það. Peter Mendelsohn sem nú er aftur orðinn viðskiptaráðherra og mikill vinur Blairs varð að segja af sér út af misnotkun á opinberu fé! Viltu fleiri dæmi?

Hörður Torfason er að gera kröfur um ábyrð og siðferði annarra. Hann getur því ekki skorast undan því að leggja sjálfan undir sama dóm, hvort sem sakirnar eru miklar fjárhagslega eða siðferðislega. Hann gerði sig sekan um alvarlegan dómgreindarbrest, nokkuð sem hefði verið notað óspart á t.d. Geir Haarde hefði hann sagt þetta.

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 23:34

24 Smámynd: Jónas Egilsson

Steini

Ég gleymdi því að þessi ráðherra viðskiptamála Verkamannaflokksins í Bretlandi núna Peter lávarður Mendelsohn, er búinnn að segja af sér tvisvar og náttúrulega heldur því fram að hann hafi ekkert gert af sér!

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 23:45

25 Smámynd: Guðmundur Pétursson

BM Vallá

Guðmundur Pétursson, 25.1.2009 kl. 00:27

26 identicon

Hörður var einn af þeim fáu sem hafa tjáð sig um þetta tilfinningaklám.

Í stað þess að viðurkenna að ríkisstjórnin er fallin,
Sjálfstæðisflokkurinn blandar saman tilkynning um
kosningartillögu og veikindi hans Geirs til að breiða yfir
niðurlæginguna sem flokkurinn gengur nú í gegnum og safna sér
stuðningi og samúð. Þetta var bara pólitiskt strategía.

En ég vorkenni þau sem horfði á Geir og Davið sem Jesús og Guð
þeirra, og Sjálfstæsðisflokkur sem trú: það hlýtur að vera
ótrúlega erfitt að fatta allt í einu að Guð og Jesús þeirra eru
búinn að svikja þeim allan tíma. Sjálfstæðisflokkur, Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu
aldrei biðja um afsökunnar..

Svona var mótmælt í gær:
http://www.youtube.com/watch?v=VjptqbfYcEI&eurl

Reynir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:13

27 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Georg - þú átt eftir að sjá miklu meira - ófrægingarherferð - á móti hverjum??

Sóðaskapurinn í róginum gegn ríkisstjórninni er svo andstyggilegur að hann er

ykkur einum samboðinn - en ekki siðuðu fólki og hafðu eftirfarandi í huga vesæll maður

hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.

Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 07:08

28 Smámynd: Jónas Egilsson

Niðurstaða "harðarsinna" er sú, af því að þeim finnst einn hafa brotið af sér, þá sé í raun allt réttlætanlegt.

Afsökunarbeiðni var send til Geirs í gegnum aðstoðarmann hans í ráðuneytinu. Kjarkurinn var ekki meiri en það!

Eftir stendur að Hörður hefur ekki sagt sig frá þessu verkefni, vegna dómgreindar- og siðferðisbrests! Hann á að gera sömu, ef ekki meiri kröfur til síns sjálfs, en annarra.

Jónas Egilsson, 25.1.2009 kl. 10:01

29 Smámynd: Hlédís

Síðasta innlit á þessa síðu! Lofa því með ánægju!

Af þessu eilífa Harðar-tuði, sérlega í þér, Jónas, sjást greinilega áhyggjur af hve Kröfu-hreyfingin sem  Hörður, ásamt fleirum, kom af stað, er nú orðin sterk. Þú blekkir engan með þessu.

Hlédís, 25.1.2009 kl. 11:30

30 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Orð Harðar voru óheppileg og sögð í hita leiksins, hvernig hann tekur á þessu er hans mál.

Hann er ekki fulltrúi neins nema sjálfs síns. Annars er þetta stormur í vatnsglasi.

Að sjálfsögðu óska langflestir að Geir öðlist góðan bata af sínum veikindum. Það breytir því ekki að sem forsætisráðherra hefur hann sýnt af sér ótrúlegt dómgreindarleysi og valdhroka. Hann er með öllu óhæfur í því starfi.

Meginatriðið í þessu er að umbæturnar haldi áfram. Núna er Björgvin hættur og búið að hreinsa til í FME. Næst verður það seðlabankinn og síðan fáum við nýja stjórn upp úr páskum. Helst þyrfti stjórnin að segja af sér strax og utanþingsstjórn mynduð til þess að halda um taumna framyfir kosningar.

En þetta er bara byrjunin. Breyta þarf stjórnarskránni í þá veru að skerpa aðgreiningu dóms-, framkvæmda og löggjafarvalds. Síðast en ekki síst þarf síðan að uppræta með öllu þetta ömrlega spillingar flokksræði sem hefur náð að hreiðra um sig í íslensku þjóðfélagi í gegnum tíðina. Það er hið mesta þjóðarmein og á stóran þátt í þeirri ömurlegu stöðu sem Ísland stendur frami fyrir núna.

Guðmundur Pétursson, 25.1.2009 kl. 11:38

31 Smámynd: Jónas Egilsson

Hlédís.

"Aðaltuðari" eins og þú nefnir það er e.t.v. Hörður sjálfur, skv. þinni eigin skilgreiningu.

Jónas Egilsson, 25.1.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 34313

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband