Björgvin hættur - Samfylkingin sundurlaus á flótta!

Afsögn Bjögvins er kafli í flótta Samfylkingarinnar frá ábyrgð og eigin aðgerðum.

Þessi afsögn sýnir betur en margt annað sundurlyndið innan flokksins, þann óstögðuleika sem þar ríkir og það virðingarleysi sem formanni flokksins er sýnt. Formanninum er ekki gefin dagspartur til að ljúka fundi með samstarfsflokki sínum um til hverra ráða eigi að grípa - sem eru að ákv. kosningar, til hvaða nauðsynlegust aðgerða á að grípa fram að kosningum ef þá ríkisstjórnin á að fara frá eða ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Árni Matt og seðlabankastjórnin ásamt bankastjórum verða farnir áður en dagur er að kveldi. Kannski þráast þeir við eitthvað fram í næstu viku. Þetta er bara byrjunin, það verður allsherjarhreinsun á þessum flokksdindlum eins og Hannesi Hólmsteini o.fl.

Guðmundur Pétursson, 25.1.2009 kl. 12:24

2 identicon

Það er gaman að sjá hversu mjög þú ert farinn að bera hag Ingibjargar Sólrúnar fyrir brjósti, örðuvísi mér áður brá.  Sum ummælin sem þú hefur um hana haft í mín eyru í gegnum tíðina hefðu nú átt að nægja til þess að þú hefðir átt að segja af þér sem stjórnmálafræðingur  

Óvirðing við formanninn!?  Það er óvirðing við sjálfan sig sem einstakling ef að maður lýgur til um skoðanir bara til að þóknast flokksræðinu.  Þú ert enn ekki að ná helsta meininu í íslenskum stjórnmálum og helstu kröfu mótmælenda og núna meirihluta þjóðarinnar.  Þjóðin er að krefjast raunverulegs lýðræðis í staðinn fyrir þetta flokksræðis og alvalds ríkisstjórnarinnar.  Þingmenn og ráðherrar eiga að hafa sjálfstæða hugsun, gott ef það er ekki tekið fram í reglum Alþingis, alla vegana varðandi þingmennina.  Samt sem áður rýkur þú alltaf upp til handa og fóta ef einhver þingmaður, hvað þá ráðherra, dirfist að láta í ljós einhverja örðu af sjálfstæðri hugsun. 

Þessi ákvörðun Björvins, vissulega seint og um síðir, er samt skref í rétta átt og loksins, loksins virðast menn ætla að axla einhverja ábyrgð.  Hann er alla vegana maður að meiri í mínum augum eftir þetta.

Þorsteinn R. Þórsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorsteinn, þú hlýtur að sjá að Samfylkingin er orðin hvorugt, þ.e. hvorki fylking né samstæð. Bullandi óánægja er þarna undir niðir og hefur verið frá því að stjórnin var mynduð. Þessi óánægja gýs upp á yfirborðið nú þegar reynir á stjórnina. Þar koma fram brestir bæði persónulega og hugmyndafræðilega. Þetta er reyndar klassískt vandamál vinstri manna hér á landi, allt frá klofningi Alþýðuflokksins 1930 þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður. En að sama skapi hefur verið hægt að mynda ábyrgar miðju-hægri stjórnir sem hafa haldið þjóðarskútunni á floti - þar til nú reyndar. Við stjórnarmyndun er verið að mynda lið og þegar liðsheildin bregst, hrynur liðið. Það er það sem er að gerast.

Stóra spurningin er hvort Ingibjörg hafi stjórn á flokknum eða ekki. Á þessum bloggsíðum er verið að benda á þessa sundrungu og vissulega innri vandamál Samfylkingarinnar og þar sem hún er enn (kl. 13, 25. jan. 09) við völd, er þetta vandamál þjóðarinnar.

Krafan um kosningar er að mörgu leyti skiljanleg. Sjálfum hefur mér fundist biðin eftir aðgerðum vera löng, viðbrögð sein og lítið koma fram, þó að sé verið að vinna að fullu að aðgerðum að hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er reyndar ekki þeirrar skoðunar að kjósa eigi í vor, heldur þegar skýrsla "sannleiksnefndarinnar" liggur fyrir í haust - helst í byrjun sept. nk.

Guðmundur. Uppgjör verður síðan að fara fram í kosningum, innan flokka og meðal þjóðarinnar í kjölfar ofangreindrar skýrslu, ekki eins og gert var við banakana, þ.e. að gera breytingar núna sem síðan þarf að breyta aftur síðar. Það vantar sýn á framtíðina. Hana er ekki hægt að búa til þegar ekki er ljóst hver staðan er. Þessi sýn er ekki orðin til niður á Austurvelli eða t.d. hjá Herði Torfa.

Jónas Egilsson, 25.1.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 34259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband