Mikilvægt að vera virkir í alþjóðlegu umhverfi

Gífurlega mikilvægt er fyrir íslenskar íþróttir að eiga virka fulltrúa á alþjóðlegum vettvangi. Guðmundur hefur náð góðum árangri hjá HSÍ á erindi í forystu IHF.

Bæði er um viðurkenningu á Íslandi og íslenskum íþróttum að ræða sem og skapar forysta af þessu tagi tækifæri fyrir hanboltan á yfirleytt, bæði íþróttamenn, þjálfara og aðra starfsmenn hreyfingarinnar.

Hér á landi njóta fulltrúar lítils stuðnings eða skilnings, þegar t.d. Svíar og aðrar Norðurlandaþjóðir vinna markvisst að framgöngu sinna manna á alþjóðavettvangi. HSÍ er nokkuð sterkt samband en þarf væntanlega að standa í harðri kosningabaráttu, sem kostar sitt. 

Bæði ÍSÍ og ríkisvaldið eiga því að styðja framboð sem þessi, þó það þurfi ekki endilega að kosta mikla peninga. Ávinningurinn er mikill.


mbl.is Guðmundur stefnir á forsetastól IHF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsstefna ríkistjórna sl. 18 ára fá viðurkenningu hjá viðskiptaráðherra

Í viðtali við Kastljósið 9. mars segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðerra að ýmsir þingmenn hafi haft uppi stærri orð um skuldastöðu en raunveruleikinn verði, þegar dæmið verði gert upp. Heildarskuldir verði á bilinu 8-900 milljarðar króna, en ekki 2-3 þúsund milljarðar, eins og t.d. Ögmundur Jónasson og Steingrímur Jóhann núverandi samráðherrar Gylfa hafa ítrekað haldið fram opinberlega sem og í þingræðum, eða þaðan af meira. Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins var allt að því hrópaður út úr umræðunni þegar hann benti á hverjar skuldir ríkisins yrðu í lokin í síðasta mánuði. 

Annað, þegar dæmið verður gert upp, þá verði skuldastaða íslenska ríkisins ekki verri en meðal Evrópuríki, vegna þess að staða ríkissjóðs hafi verið það góð fyrir hrunið! Skyldu þau Jóhanna og Steingrímur J. hafa vitað þetta eða hafa þau hingað til talað gegn eigin sannfæringu?

En þakka ber það sem þakka ber. Gylfi bendir hér á árangur af stjórnun Sjálfstæðismanna í efnahagsmálum undanfarin ár. Ekki alslæmt og ríkissjóður all vel undir það búinn að taka á sig skell vegna útrásarinnar, sem allir vita að fór langt fram úr allri skynsemi.


Skeleggur maður, Tryggvi Þór

Tryggvi Þór gengur þarna á undan með góðu fordæmi, þar sem hann óumbeðið gerir grein fyrir sínum málum.

Í allri þessari umræðu um efnahagsleg tengsl stjórnmálamanna við atvinnulífið er nauðsynlegt að framboðsefni hafi einhverjar viðmiðunarreglur til að styðjast við þegar ákveðið er að fara í framboð. 

Reyndar ættu þingmenn að geta átt og ættu sem flestir að eiga hlut af sínum sparnaði í formi hlutafjár. Slíkt þarf ekki að orsaka neina hagsmunaárekstra, ef allar eignir væru t.d. settar í það sem á ensku er kallað „Blind Trust.“ Þá væri hlutafé, verðbréf o.fl. í höndum sérfróðra aðila og eigendur hefðu ekki vitneskju í hvaða fyrirtækjum eignir þeirra lægju. Þá gætu stjórnmálamenn óhikað lagt fyrir sparifé sitt í hlutafé og tekið þátt í stjórnmálum án þess að eiga á hættu að til hagsmunaárekstra komi.

Þarna eru komnar tillögur um tvö baráttumál fyrir Tryggva Þór. 


mbl.is Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisstefnu VG varpað fyrir róða?

Kolbrún Halldórsdóttir, sem hefur verið málsvari flokksins í umhverfsmálum og núverandi umhverfisráðherra fær ekki góða útkomu í þessu forvali.

Spurning er hvort vænta sé breytinga að vænta í umhverfisstefnu flokksins. Nú eigi í ljósi atvinnuástandsins að meðtaka þá staðreynd að taka til þurfi hendinni og nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru, jafnvel byggingu nýrra álvera.


mbl.is Sterkur endurnýjaður hópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að tekjutengja lisamannalaunin!!

Þjóðinni er nauðsynlegt að hafa eiga góða listamenn og nokkuð ljóst að gæðin geta aukist, sérstaklega í hópi „klassískra“ rithöfunda. Hins vegar er ekki alveg eins augljóst að aukning eða lenging samninga um listamannalaun séu til þess fallin að auka gæðin.

Um leið og gripið er til þessara ráða, væri ekki úr vegi að tekjutenga þessar bætur eða styrki sem listamannalaunin er eru. Sumir listamenn hafa sem betur fer ágætistekjur, sölulaun af verkum sínum o.fl.

Önnur framlög ríkisins eru nær undantekningarlaust tekjutengd, t.d. eftirlaun, sjúkratryggingar af ýmsu tagi eru það og þykir sumum þar nóg um.

Það er því lágmarkskrafa samfélagsins og sanngirnisatriði að listamannalaun verði tekjutengd, eins og aðrir styrkir frá ríkinu.

Öðru verður ekki trúað upp á jafnarmann eins og Katrínu að hún sjái til þess að tekjutengingu verði komið á listamannalaunin!


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki fæst með aðgerðum - ekki útlitsbreytingum!

Nú standa fyrir dyrum alls konar tæknilegar fegrunaraðgerðir ríkisstjórnaflokkana á stjórnkerfi landsins, með þeim orðum að það þurfi að bæta trúverðugleika stjórnvalda meðal almennings í landinu! 

 Árni Þór Sigurðsson alþingismaður VG telur það mikilvægara að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, sem eru sýnilega frekar fljóthugsaðar, en að einhenda sér í að kynna ráðstafanir til bjarga heimilunum, bönkunum og atvinnufyrirtækjunum í landinu. Þetta sé gert í nafni trúverðugleikans. 

Hingað til hefur almenningur viljað aðgerðir en ekki orð. Trúverðugleikinn felst ekki í nýrri útstillingu, heldur innihaldinu.

Það hins vegar lenska hjá vinstri mönnum á Íslandi að skipta um nafn og númer á útgerðinni hjá sér þegar bæta á ímyndina. Dæmi  um þetta er að finna í pólitískri ættfræði VG. Þeir spruttu að megin hluta til úr vinstri armi Alþýðubandalagsins sem fór svo illa út úr ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokkum í formannstíð Ólafs Ragnars að breyta þurfti nafni og kennitölu á flokknum. Alþýðubandalagið kom upp úr Sameiningarflokki Sosíalista og alþýðu á sjöunda ártugnum, sem aftur spratt upp úr Kommúnistaflokki Íslands sem klofnaði út úr Alþýðuflokknum um 1930! Fyrri nafngiftir komu reyndar eftir misjafnlega vel heppnuð uppgjör við Sovétríkin.

Í stað útlitsbreytinga, væri nær að gera breytingar sem nýtast fólkinu í landinu. Það er leiðin til að bæta ímynd og traust.


Indriði H.: Skipta 5,4 milljarðar ekki máli?

Rannveig Rist, forstjóri Ísal í Straumsvík, hefur bent ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins á nokkuð sem hann sjálfur ætti að vera vel upplýstur um, en virðist hafa látið fram hjá sér fara. Ráðuneytisstjórinn Indriði H. Þorláksson hefur sagt áverin í landinu ekki skipta máli!

Skv. upplýsingum Rannveigar nema kaup álversins í Straumsvík á aðkeyptri þjónustu frá 800 einstaklingum og fyrirtækjum 5,4 milljörðum króna á ári! Þar til viðbótar eru orkukaup og launagreiðslur fyrirtækisins. Það gera um 6,8 m.kr. að jafnaði á aðila.

Nú væri fróðlegt að fá einhvern hagfræðingin til að reikna margfeldisáhrif 5,4 milljarða innkaupa. Þar sem álverin eru nú orðin þrjú og mögulega fimm, má ætla að þessi aðkeypta þjónusta myndi vera á bilinu 25-30 milljarðar á ári, auk vinnulauna og rafmagns.

Það er verulegt áhyggjuefni ef ráðuneytisstjóri sem er (á að vera) embættismaður lætur svona frá sér fara. Hann er annað hvort að sýna fáheyrt þekkingarleysi eða að hann er að reka pólitíska stefnu yfirmanns síns, fjármálaráðherrans, sem er á móti uppbyggingu álvera eins og vel þekkt er. Hvoru tveggja er alvarlegt mál!

Ef þessar upphæðir skipta ekki máli, þá væri fróðlegt að fá það upplýst hjá ráðuneytisstjóranum hvað það er sem skiptir máli!


Fallasíur prófessors

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands gerir sig sekan um tvennskonar rökvillu, skv. þessari frétt mbl.is.

Í fyrsta lagi kennir hann frjálshyggjunni um það sem úrskeiðis hefur farið í samfélaginu. Það er reyndar álíka rökrétt og kenna Vegagerðinni um þótt einhver aki of hratt á góðum vegum. EFtirlitskerfið brást, en það brást ekki bara í íslenskri frjálshyggju, eins og haldið er fram, heldur líka í breskum socialdemokratísma og hjá blessuðum skoðakollegum hans á Spáni, svo bara tvö dæmi séu nefnd.

Síðan eru talnaleikir hans um auðsöfnun og auðmyndun einhverra að hætti ný-marxista eru æfingar sem auðvelt er að rangtúlka og taka úr samhengi og má túlka á hvaða hátt sem er. Hálfsagður sannleikur er oftast óhrekjandi lygi.

Það verður að harma það ef prófessor við háskóla sem stefnir að því að vera álitinn með þeim bestu í heiminum gerir sig sekan um svona talnaleiki í pólítískum tilgangi. 


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti til sölu og með afslætti!

Það hlýtur að teljast einsdæmi í veröldinni að þjóðhöfðingi nokkurs lands láti fyrirtæki splæsa á sig ferðum um allan heim, sbr. frétt í Fréttablaðinu í dag, þriðjudag. Þar kemur í ljós að foretinn hefur farið í níu ferðir í einkaþotum fyrirtækja vítt og breitt um heiminn og þá til að styðja við bakið á útrásinni, væntanlega.

Þetta ber vott um dómgreindarleysi þess sem hér um ræðir og þess einstaklings sem á að gæta ítrustu hagsmuna almennings í landinu að hann hefur í raun „selt sig“ hagsmunum nokkurra fyrirtækja. Draga verður stórlega í efa hlutleysi viðkomandi undir þessum kringumstæðum. Voru einhverjar þessara ferða umbun fyrir það t.d. að hafa neitað að undirrita fjölmiðlalögin? Þessu þarf forsetinn að svara.

Í kjölfar þessarar umræðu og margfrægra yfirlýsinga forsetans í erlendum fjölmiðlum hefur stórlega dregið úr trausti þjóðarinnar til hans, sbr. nýlegar skoðanakannanir. Gerir illt verra þegar þetta vantraust endurspeglast erlendis á Íslandi almennt og íslenskum útflutningsvörum, en fréttir voru um að verslanir væru að taka íslenskar vörur úr sölu vegna ummæla forsetans nýlega. 

Til að kóróna þetta „verðfall“ forsetans, þá er bókin með ævisögu hans  til sölu í bókaverslunum með 60% afslætti!

Forsetinn verður að axla ábyrgð, eins og aðrir í landinu! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband