Færsluflokkur: Dægurmál

Lexía í lýðræði

Forkosningar Demókrata undanfarna mánuði eru farnar að taka á sig ýmsar myndir. Aðalmyndin er samt sú að þær hafa tekið lengri tíma ef oftast áður, en í um 40 ár.

Það ferli hefur ýmsar afleiðingar. Demókratar hvarta helst undan því að Republikanir græði helst á þessum töfum, þ.e. Clinton og Obama ati hvort annað pólitískum aur á meðan þeirra væntanlegi frambjóðandi horfi á og búi sér til "forsetalega" ímynd.

Hin hliðin á þessari löngu baráttu er að nú er kosið í mörgum ríkjum sem hingað til hefur verið aðeins formsatriði að kosið sé í, eins og t.d. Ohio og Pensylvaníu. Vegna þessara kosninga eru skráðir kjósendur Demókrata mun fleiri en áður, betri mynd fæst af mynstri kjósenda o.fl.

Gallinn við fyrirkomulag forkosninga er e.t.v. það hversu óskipulegt það er. Bæði eru tímasetningar mismunandi og síðan er fyrirkomulag milli og jafnvel innan einstakra ríkja mismunandi og jafnvel milli flokkanna tveggja.

En, þetta forkosningaferli hefur verið ákaflega fróðlegt fyrir okkur og sýnir e.t.v. betur en margt annað hvernig lýðræðið í raun virkar í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir hlutfallslega litla þátttöku í sjálfum forsetakosningunum, þá tekur almenningur þátt með öðrum hætti. Fólk starfar í kosningabaráttu frambjóðenda, leggur fram fé, mætir á fundi og fylgist með fjölmiðlum svo dæmi séu tekin.

En Bandaríkjamenn þurfa líka að læra og venjast því að kosningar geti verið spennandi og tekið tíma.

E.t.v. er þetta kosningakerfi þeirra betra en margan grunar og við gætum mögulega líka lært eitthvað af því. 


Gore í framboð?

Látið er að því liggja í fréttum að framboð Al Gore, fyrrverandi varaforseti í tíð Bill Clinton, geti verið e.k. málamiðlun eða samstaða náist innan Demokrataflokksins um hann, frekar en Hillary Clinton eða Barak Obama.

Að gera þetta að uppsláttarfrétt er talsvert hæpið. Fyrir það fyrsta er heimildin fyrrum samstarfsmenn Gore, sem beint eða óbeint gætu haft hag af því að Gore færi í framboð svo ekki sé talað um sigur í kosningunum sjálfum. Síðan er afar ólíklegt að þetta myndi gerast - en þó ekki útilokað. Gore bauð sig ekki fram og lítið reynt á hans póliríska styrk. Hvort það styrki hann eða ekki, getur í sjálfu sér verið umræðuefni og sem slíkt myndi kasta rýrð á hans framboð undir öllum kringumstæðum.

Tilefni þessara ummæla og það í raun sem gerir þessa hugmynd "umræðuhæfa" er að Hillary Clinton og Obama hafa sett talsvert niður fyrir ummæli sín um hvort annað. En, ummæli af þessu tagi er ekkert nýtt í bandarískum stjórnmálum, er reyndar algengara en hitt. Vonbrigði margra eru hins vegar að Obama skyldi fara "niður" á þetta plan.

Nú eru um þrjár vikur í næsta prófkjör og því nauðsynlegt að fjalla um eitthvað nýtt. Bandaríkjamenn hafa reyndar talsvert lengri reynslu af "fléttumeisturum" en við og er okkur e.t.v. hættara við að grípa á lofti svona "meldingar" sem frétt.


Laun Kastljósmanna í dagsljósið

Er ekki alveg tilvalið að taka til umræðu í Kastljósinu ráðningakjör starfsmanna Kastljóssins?

RUV er ennþá opinbert fyrirtæki - einkafyrirtæki þó. En þeir einstaklingar sem telja sig þess komna að gagnrýna aðra einstaklinga samfélagsins fyrir þeirra orð og gerðir, ættu að vera sjálfir sér samkvæmir og vera boðnir og búnir til að ræða sín opinberu mál á sama hátt.

Þó svo lagalega sé hægt að koma í veg fyrir umræðu af þessu tagi, er það spurning hvort það sé siðferðislega fært að ræða ekki launakjör starfsmanna Kastlkjóssins opinberlega!


Umboðsmaður óskeikull?

Nokkur umræða hefur verið vegna afstöðu fjármálaráðherra til spurninga umboðsmanns alþingis, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Sumum hefur fundist rangt að hafa skoðun á athöfnum umboðsmannsins og bregðast hart við. Nægir þar að nefna beiðni um utandagskrárumræðu á alþingi vegna þessa máls.

Reyndar er það svolítið merkilegt að það eru helst pólirískir keppinautar eða andstæðingar fjármálaráðherra sem hafa þessa gagnrýni frammi. Það dregur svolítið úr gildi þeirrar gagnrýni reyndar.

Á bak við embætti umboðsmanns alþingis er einfaldlega maður, sem getur sjálfsagt gert mistök eins og aðrir. Þó svo að núverandi umboðsmaður sé hinn vandaðasti og vel menntaður er hann mannlegur eftir sem áður.

Það var hér á árum áður sem reynt var að hefja páfan í Róm uppfyrir alla mannlega gagnrýni og vonandi er ekki nein viðleitni hér á landi til að hefja umboðsmann alþingis á þann stall. Nokkuð ljóst er það er hvorki í þágu hans eða embættisins að svo sé gert og enn minni líkur á því að núverandi umboðsmaður kæri sig um það.


Hvaða greni?

Forvitnilegt er að vita hvaða greni, blm. sem skrifaði þessa frétt á við? Er hann að gefa eitthvað í skyn? Þessi fyrirsögn er nokkuð áhyggjuefni.Síðan verða ummæli nokkurra ritglaðra áðdáenda FOX sjónvarpsstöðvarinnar að dæma sig sjálf. Og mikið er ég glaður að þessir frekar umburðalitlu einstaklingar eru ekki að skrifa annað en eigið blogg. Þó við séum e.t.v. ekkert sérlega ánæðir með FOX sjónvarpsstöðina, eigum við að fagna því að fólk, með aðra skoðun við við sjálf, fáum tækifæri til að tjá okkur. Með ítrustu virðingu fyrir New York Times, Washingon Post, Boston Globe, CBS, NBC o.fl. eru jafnvel til víðari sjónarmið en fréttastofur þessara aðila fjalla um. Við skulum fagna því, rétt eins og við njótum smá fjölbreytni hér á landi - ennþá a.m.k.
mbl.is Fox reynir að svæla Obama út úr greninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að minnast þeirra sem létu lífið eða voru kúgaðir undir stjórn Kastró

Hætt er við, þegar leiðtogar láta sjálfviljugir af völdum eða deyja, að þeirra sem minnst sem mikilhæfum mönnum. Dæmi um þetta eru t.d. Maó, Franco og Stalín. Hitlers er réttilega minnst sem hreinlega glæpamanns. Hver verður arfleifð Kastró?

Mannréttindi, trúfrelsi, réttindi samkynhneygðra verða seint talin í flokki afreka hans, nema e.t.v. árangur hans í fangelsun, kúgun og við að halda þeim niðri. Áætlað hefur verið að fram til ársins 1970 hafi um 5.000 aftökur átt sér stað á Kúbu í valdatíð Kastró. Sumar þessar aftökur voru ekki á "glæpamönnum" heldur liður í hans eigin valdabaráttu eða hluti af "byltingunni!"

Til eru þeir sem hefur verið ljóst því sem næst frá upphafi og það hefur komið betur í ljós síðar, að valdabrölt ýmissa í "nafni alþýðunar" hefur ekkert verið annað en eigin sókn til valda, án nokkurs tillits til almennins almennt. Er þá sérstaklega vísað til nýúkominnar bókar um Maó eftir Jung Chang og Jon Halliday.

M.o.ö. tímabært er að fara skrifa sögu Kastró eins og hún var raunverulega - ekki láta fortíðina sjá um sig sjálfa.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið af (reikingar)banni

Veitingamenn og gestir veitingahúsa kvarta sáran þessa dagana, eftir að farið var að framfylgja lögum um bann við reikingum á opinberum stöðum. Meira að segja er ekki nóg að hafa sérstakt reikingarherbergi (nema í Alþingishúsinu að vísu).

Ég verð að segja að mér finnst nóg komið af "umhyggju" eða stjórnsemi ríkisins. Sjálfur hef ég aldrei reykt og mun ekki gera. En þeir sem vilja það eiga að fá að stunda sína lifnaðarhætti svo fremi sem þeir eru ekki að valda öðrum tjóni.

Það er einmitt mergur málsins. Gefum þeim sem það vilja, tækifæri á að reykja á sínum veitingastöðum eða sérstöku herbergjum. Þetta eru einföld mannréttindi sem þingmenn leyfa sér að taka frá öðrum!


En hvað hefðu hinir neikvæðu sagt hefði hann farið?

Hefði það ekki verið bara bruðl, sóun á tíma og fjármunum skattborgara hefði borgarstjóri ákveðið að sækja ráðstefnuna?
Hvað hefðu "friðunnarsinnar" sagt hefði meirihlutinn ákv. að rífa húsin við Laugarveg?
Eru ekki sumir að þrasa og mótmæla til þess eins að þrasa og mótmæla?
Svari þessu hver fyrir sig.
mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gamli góði Villi" - bara snjallari en hinir?

Sitt sýnist hverjum eftir hina nýju "hallarbyltingu" sem varð í Ráðhúsinu í gær. Ólafur F. Magnússon oftar en ekki þakkað eða kennt um - eftir því hvar menn eru í liði.

Eftir "októberbyltinguna" var Alfreð nokkrum Þorsteinssyni þakkað eða kennt um meirihlutaskiptin og Vilhjálmur sagður jafnvel afskrifaður í stjórnmálum.

En sú er greinilega ekki raunin. Nú stendur Vilhjálmur eftir með pálman í höndunum. Forvitnilegt er að vita hvaða hlutverk hann átti í þessum meirihltutaskiptum. Greinilegt er að hann hefur nýtt sinn tíma betur en sumir, frá "októberbyltingin" átti sér stað.


Þörf á stefnubreytingu?

Konur eru um 57% nemenda í framhaldsskólum, eftir skyldunám.

Þetta er alveg fyrirtak að vissu marki a.m.k. og sýnir best þá þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu, að hér sé í raun meiri möguleikar fyrir konur en oft hefur verið gefið í skyn.

Sú spurning vaknar hvort ekki sé þörf á að skoða stöðu karla í þessu samhengi. Hver verður staða þeirra eftir ca 10-30 ár þegar núverandi nemendur verða komnir að fullu út í atvinnulífið - næstum 2/3 hlutar konur?

Verða karlar heimavinnandi eða í lægra launuðum störfum og konunar í toppstöðum samfélagsins með betri menntun?

Fróðlegt væri að fá þjóðfélagsspekulanta til að að bollaleggja þessa þróun.


mbl.is Mun fleiri konur en karlar í framhalds- og háskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband