Færsluflokkur: Dægurmál

Breski sendiherran úti á þekju?

Ummæli breska sendiherrans um fyrirhugaðar hrefnuveiðar Íslendinga er ótrúleg og  jaðra við ósvífni.

í fyrsta lagi eru Bretar að skipta sér af innanlandsmálum okkar Íslendinga með beinum hætti, nokkuð sem mætti ætla að þeir hefðu lært af reynslunni að gera ekki. A.m.k. eru hvorki fyrri afskipti Breta af fiskveiði- og sjávarútvegsmálum okkar til fyrirmyndar, né heldur hafa tilraunir þeirra fyrr á öldum til stjórnunar í öðrum löndum verið beinlínis til eftirbreytni!

Mengum í Bretlandi mun vera sennilega meðal þess sem mest gerist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Loftmengun í Bretlandi er slíkt að við finnum hana í sterkum SA áttum. Orkuframleiðsla þeirra fer að langmestu leyti fram með kolum og olíu.

Ennfremur er eru smitsjúkdómar húsdýra algengari í Brelandi en í nokkru öðru landi í Evrópu. Ætla mætti að þar væri verk að vinna fyrir umhyggjusama dýraverndunarsinna.


Reykjavíkurbréfin - á netið

Mjög fróðlegt væri og gagnlegt ef Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins yrðu birt í heild sinni, eða gerð aðgengileg á netinu fyrir almenning.

Í Reykjavíkurbréfi er fjallað um mörg þjóðmál með ítarlegri hætti og víðari sýn en gerist og gengur í leiðurum blaðsins og annarra fjölmiðla. Því væri mjög gagnlegt að skoða og bera saman skrif og sjá hver afdrif þessarar umfjöllunar hafa verið. Mörg þessara mála sem rædd voru t.d. fyrir 30-40 árum, halda enn gildi sínu þó e.t.v. með öðrum formerkjum. Margfræg gagnrýni á verslunarhætti Sambands íslenskra samvinnufélaga er enn í fullu gildi þó e.t.v. með öðrum formerkjum sé.

Hér með er þessi áskorun birt ritstjóra Morgunblaðsins sem reyndar hverfur af vettvangi í sumar. 


Ekki frétt mánaðarins

Frétt um ráðningu Jakobs Frímanns er að verða "ekki-frétt" mánaðarins.

Öllum mögulegum flötum var velt upp og enn fleiri ómögulegum. Hvað og hvenær borgarstjóri sagði, hvað samstarfsaðilar í borgarstjórn sögðu og hvað þeir sögðu ekki, hvort þeir sögðu eitthvað og hvað það merkti o.s.frv. Ekki síst var reynt að gera mat úr því sem skrifstofustjóri sagði og hvað hún meinti, gerður samanburður við það sem aðrir sögðu. Síðan kom samanburður við aðrar ráðningar, bæði ferli, starfstíma og kjör. Sögur sagðar um laun sem ekki var alveg rétt o.s.frv.

Það sem hefði átt að vera frétt, hvað á þessi maður að gera og til hvers hann var ráðinn. En því miður sannast enn einu sinni að "engar fréttir eru góðar fréttir!"


mbl.is Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Safnast saman ...

Umrætt magn svarar sem um 3 sneiðum af brauði á mann á dag. Það getur varla getur talist mikið eða er hátt hlutfall af því heildarmagni sem fer á hauganna.

Spurning er hvort ekki þurfi viðhorfsbreytingu í þessum efnum - rétt eins og á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins?


mbl.is „Yfirþyrmandi“ magn matvæla á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulaus innflutningur?

Ríkisstjórnin er að láta undan þrýstingi vegna hækkandi verðlags með því að leyfa aukinn innflutning á kjúklingakjöti. Reyndar kemur það á óvart, eins og stefnufastur og fylginn sér landbúnaðarráðherran hefur verið hingað til, að gefa svona auðveldlega undan. Nema að þetta hafi verið ákveðið í einskonar pólitískri refskák að "sefa reiði landans" og dreifa athyglinni með þessu "trikki".

Í upphafi skyldi endinn skoða. Hafa stjórnvöld gert sér grein fyrir því hvað fylgir í kjölfarið? Það liggur a.m.k. ekkert fyrir um framhaldið.

 

  1. Hver verða áhrifin á framleiðslu kjúklingakjöts hér á landi þegar umrædd tollalækkun kemur til framkvæmda? Hvaða tíma fær greinin til aðlögunar?
  2. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnulífið og stöðu þeirra byggða sem framleiðslan fer fram? Kannski eru þessir hagsmunir ekki það miklir að það megi bara fórna þeim!
  3. Gæðamál. Hafa talsmenn neytenda velt þessu máli fyrir sér? Hver eru gæðin á erlendu kjöti í samanburði við þau innfluttu? Höfum við tryggingu fyrir því að þetta séu ekki "vatnssprautuð" ofaldin eða erfðabreytt framleiðsla með tilbúnum dönskum gæðastimpli? (Málið er að hægt er að umpakka t.d. S-Amerískri vöru í Danmörku, setja í þarlendar umbúðir, frysta á ný og kalla "Ferska danska" kjúklinga! Halda menn því fram að gæðin séu þau sömu af íslenskri framleiðslu?
  4. Verðlagningu. Hafa neytendur einhverja tryggingu fyrir því að verð verði lægra? Við erum að sjá ýmsar innfluttar matvörur á sambærilegu verði í búðum hér á landi, þrátt fyrir að hún sé "ódýrari" fyrir söluaðila. Eins er verðlag á öðrum vörum, sem fluttar eru inn ekkert ódýrari en gerist erlendis. Eru ekki aðrir þættir sem skipta máli, eins og t.d. álögur ríkisvaldsins sjálfs á framleiðsluferlið sem skiptir máli. 
  5. Heilbrigðismál. Við erum að fá reglulega fréttir af salmonellu, fuglaflensu jafnvel í Danmörku - hvað þá annarstaðar þar sem eftirlitið er enn minna! Er það þetta sem við viljum? Höfum við tryggingu fyrir því að aðrar þjóðir séu tilbúnar að niðurgreiða sínar landbúnaðarvörur til okkar í framtíðinni?
  6. Hvað næst? Kjúklingar núna, svínakjöt næst? Síðan nautakjöt og loks Nýsjálenskt lambakjöt? Er þetta hinn íslenski draumur? 
  7. Hvað með matvælaöryggið, nú þegar átök eru farin að brjótast út vegna skorts á matvælum erlendis og aðrar þjóðir leggja metnað sinn í að tryggja matvælaframleiðslu heima fyrir.

 

Með öðrum orðum. Þessi umræða er hvorki byggð á réttum forsendum né fullkláruð.

Stjórnvöld þurfa ekki aðeins að hugsa lengra fram á veg, heldur þurfa þau líka að skýra út fyrir landsmönnum hugsunina sem að baki þessari ákvörðun liggur. 


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið?

Hvað skyldi vera sagt hér á landi yfir svonaa verðlagninu?

Fróðlegt væri að heyra álit gömlu "aðdáenda" Kúbustjórnar og Fidels Kastro á raunverulegu ástandi!


mbl.is Einkatölvur löglegar á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttir ekki í pólitík og pólitík ekki í íþróttir!

Nokkuðöruggt er að íþróttamenn myndu lofa að taka ekki þátt í mótmælagöngum með eðamóti hverju sem aðrir mót- eða meðmæla, svo fremi sem þeirra viðburðir verðalátnir í friði. Það er, ef aðrir láta láta það vera að blanda íþróttum í pólitískmál, mun íþróttahreyfingin láta aðra í friði.

Íþróttahreyfinginer sennilega ein fjölmennasta fjöldahreyfing landsins. Þar sameinasteinstaklingar og hópar í áhugamálum sínum sem eru íþróttir. Þó svo margir innanhreyfingarinnar hafi pólitískar skoðanir og tengsl er eitt af aðaleinkennum hennarer að hún er laus við stjórnmálaumræðu.

Það eru ýmsirandmælendur sem vilja gera íþróttaviðburði að pólitískum viðburðum.Ólympíuleikarnir í sumar eru því miður að verða að póltískum viðburði. Ekki erlaust við að kínversk yfirvöld hafi freistast til að sýna mátt sinn og mátt með kyndilhlaupi víða um heim, heldur eru andstæðingar kínverska yfirvalda víðaum heim að nota Ólympíuleikana sem vettvang til að vekja athygli á málstaðsínum. Ráðamenn eru hvattir til að taka ekki þátt í opnunar- og lokahátíðleikanna. Sem betur fer hefur Þorgerður Katrín menntamálaráðherra ákveðið aðláta ekki undan þrýstingi olympískra andófsmanna og mun að óbreyttu sækjaleikana.

Vissulegaþarf Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) að gera kröfur til mótshaldara og vissulegalét hún undan gífurlegum þrýstingi Kínverja að láta þá hafa leikana í ár.Vissulega eru Ólympíuleikarnir tækifæri fyrir Kínverja til að sýna jákvæðarhliðar á þeirra þjóðlífi. Hins vegar að gera Ólympíuleikana og aðdragandaþeirra að pólitísku skotspæni er ekki af hinu góða fyrir íþróttahreyfinguna ogæsku heimsins. Nú eru samstarfsaðilar (sponsorar) IOC farnir að halda að sérhöndum eða jafnvel gefa í skyn að þeir ætli að hætta samstarfi við hreyfinguna.Hún hefur með öðrum öðrum ekki þá jákvæðu ímynd sem hún hafði, m.a. vegna mótmælanna.Eðli málsins samkvæmt eru Ólympíuleikarnir aðal tekjulind IOC. Þeim peningum erað miklu leyti varið til íþróttahreyfingarinnar, til að mynda njóta íslenskir íþróttamenngóðs af.

Þessiumræða er með öðrum orðum að valda miklu fleirum tjóni en kínverskumyfirvöldum.  Spurning er hvort “vel”tekst til með mótmæli f. þessa Ólympíuleika að “atvinnuandmælendur” sjái þarnanýjan vettvang til að vekja athygli á sjálfum sér og getið því skemmt fleiri íþróttaviðburði.

Efandmælendur vilja taka þátt í íþróttum Ólympíuleikana, er þeim velkomið aðreyna sig. En þá þurfa þeir að komast í form og búa sig undir að þurfa að takalyfjapróf!


Ísland og Evrópusambandið - öll umræðan

Í kjölfar mikillar gengisfellingar og erfiðleika á fjármálamörkuðum, hefur Evrópusambandsumræðan vaknað á ný - eðlilega. Ljóst er að sumum finnst við, og þá aðallega fjármálaheimurinn, hafa "fallið" á prófinu.  Það er okkur tókst ekki að vinna okkur út úr uppsveiflu undanfarinna ára og verðum að taka "skellinn" með tilheyrandi afleiðingum.

Athyglisverð umræða var í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. apríl sl. og kemur ýmsilegt fram sem ekki hefur verið rætt áður. Bent er á ýmsa galla væntanlegrar aðildar og erfiðleikar Spánverja teknir sem dæmi, sem ekki fá ráðið við neitt, þar sem þeir eru ofurseldir efnahagsstefnu Evrópusambandsins.

Með aðild eru t.d. aðilar innan Ferðaþjónustunnar og annarra atvinnurekenda. Fjöldi kannana hefur verið gerður um ætlaðan ávinning af aðild, lækkun matarverðs o.fl. Í þessum könnunum hefur verið horft á málið út frá þröngu sjónarhorni einstakra aðila - ekki heildinni.

Er ekki tímabært a skoða málið í heild sinni - ekki bara hluta þess í einu? Stjórnvöld ættu t.d. í samvinnu við atvinnulífið, háskóla o.fl., skoðað málið í heild sinni og af meira hlutleysi en áður. Þannig gætum við tekið skynsamlega ákvörðun um það hvort við ættum eða ættum ekki að að sækja um eða vera yfirleytt að velta þessu fyrir okkur.


Sturla besti vinur bílstjóranna?

Draga verður stórlega í efa að Sturla Jónsson, sem mikið hefur haft sig í frammi fyrir vörubifreiðastjóra, sé endilega heppilegasti talsmaður bílstjóranna.

Eins væri mjög fróðlegt að vita hvort hann hafi verið sérstaklega valinn til þess og að hann njóti óskoraðs stuðnings þeirra - sem verður að segjast eins og er, liggur hvergi fyrir. 

Bæði er framkoma Sturlu þannig að óhjákvæmilega fær hann fólk upp á móti sér. Þótt að honum takist að skapa sér ákveðið frumkvæði með offorsi sínu, er óvíst um árangurinn. Eins dregur hann fólk með sér sér sem endilega er ekkert að vinna að hagsmunum bílstjóra, heldur er meira að "búa til fjör" eða hasar, svona sem skemmtun meir en nokkuð annað.

Fjölmiðlar, sem oft eru líka að leita að fjöri, eða einhverju "krassandi" hættir líka til að leita þangað sem hitinn er mestur.

Er ekki tímabært að fara ræða málefni þau sem bílstjórar hafa verið að halda frammi á málefnanlega hátt - sleppa öllum viðbótarhasar og skoða hvort ekki séu til málefnalegar lausnir? 


Misnotkun á lýðræði

"Þetta er ungt og leikur sér" voru viðbrögð eins skólastjóra í Reykjavík, þegar hann var inntur eftir framkomu unglinga sem voru að dimmitera. Við hvað hann átti nákvæmlega við skal ekki sagt, en hvort að þessi "ærsl" við Rauðvatn megi skýra með leik, verður eigi að síður að efa. Hvað þessum skólastjóra gengur til er illmögulegt að segja, en spurning hvort gera eigi ekki meiri kröfur til dómgreindar skólastjórnenda hlýtur að vakna.

Mótmæli og viðbrögð bílstjóra og lögreglu er nokkuð sem þarf að rannsaka, bæði inna lögreglu og utan. Einstök atvik þarna verða birt í annálum framtíðarinnar og ef ekki kemst viðhlýtandi skýring á viðbrögðum lögreglu, er hætt við að þessir viðburðir verði notaðir í baráttu gegn lögreglunni og yfirvöldum um ókomna tíð.

Unglingar sem þarna mættu og höfðu sig frammi, er annar kapituli. Sá "gálgahúmor" að mæta í herklæðum nasista er út af fyrir sig áhyggjuefni, þó ekki væri annað. Ef þessir búningar eru notaðir til að gera sér glaðan dag, sýnir ekki aðeins virðingarleysi fyrir fórnarlömbum nasista, heldur líka skeytingarleysi gagnvart samfélaginu. Þessi framkoma nemendanna væri sjálfstætt áhyggjuefni (jafnvel lögreglumál) í þeim löndum sem urðu verst úti af nasistum og í raun allt annað en leikur.

Eggja- og grjótkast er ekki síður áhyggjuefni og verður að skilgreinast sem talsvert umfram gáskafullan leik ungmenna. Hér er ekki aðeins virðingarleysi gagnvart samfélaginu að ræða, heldur mannslíf um líf að ræða. Sem betur fer, urðu meiðsli ekki mikil í þetta sinn. Enn, ef atburðir af þessu tagi endurtaka sig. Hvað þá?

Við vilum örugglega ekki búa í lögregluríki. Við höfum stært okkur af því að hafa vopnlausa lögreglu. Við höfum getað hingað til verið tiltölulega örugg um okkur nær hvar sem er. Krafa um aukið öryggi kemur aðallega til vegna utanaðsteðjandi hættum.

Nú eru við sjálf farin að nota okkur það frelsi sem höfum til að ganga á rétt annarra. Þá er stutt í að sett verði fram krafa um skert frelsi sumra a.m.k. til að tryggja öryggi okkar hinna. Slíkt er áhyggjuefni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband