Færsluflokkur: Dægurmál
14.1.2008 | 12:20
Óeðlilegt forskot?
Það sem skiptir máli er að allir keppi á sem jöfnustu forsendum í frjálsíþróttum. Vísindanefnd IAAF hefur komist að þeirri niðurstöðu að gervifætur Oscars Pistoriusar gefi honum forskot umfram aðra keppendur. Það er að það þurfi 25% minni orku til að ná sama krafti með þessum búnaði hans, en venjulegur hlaupari gerir.
T.d. er fjöldi gadda í skóm takmarkaður, sett eru t.d ákv. um þyngd, lögun og þyngdarhlutfall allra kastáhalda. Það segir sig sjálft, að ef hann hefur 25% forskot á aðra keppendur, þá er það mjög mikið, 2,4-2,5 sek í 100 m hlaupi.
Það er mikilsvert að hægt sé að bera árangur saman, óháð því hvar keppnin fer fram. Annars er ekkert að marka heimsmet eða annan árangur almennt. Um það snýst þetta mál.
Vissulega er hægt að gleðjast yfir því að Oscar fái almennt að ganga og þess heldur að hlaupa. Afrek þeirra Össurarmanna er stórkostlegt. Það vill þannig til að í raun er ekki hægt að bera saman árangur Oscars með eða án þessara gervilima. Því er ómögulegt, að mínu viti, að segja hver áhrif þeirra eru.
En aðalatriðið er að keppendur séu á jafnfréttisgrundvelli.
![]() |
Pistorius fær ekki að keppa á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 13:14
Sama verð ?
Í auglýsingu sem birtist í blöðunum í dag, 1. nóv., er birtur strimill frá tveimur leikfangaverslunum. A þeim vörum sem keypt eru, er verð nákvæmlega það sama!
Þetta fullkomna samræmi verður að skilgreinast sem algjör tilviljunun, eða vísvitandi aðgerð. Satt best að segja virðist síðari möguleikinn líklegri. Þriggja vikna munur er á dags. strimlana og væri hægðarleikur hjá þeirri verslun sem auglýsir að stilla verð sín á þau sömu og í samanburðarbúðinni. Þá vaknar næsta spurning um hvort þetta "nákvæmlega sama verð" eigi bara við þessar fjórar vörur eða allar aðrar sambærilegar vörur í verslunum tveimur. Fleiri hugmyndir fara á kreik í kjölfarið.
Umfjöllun undanfarna daga ætti vera nægt tilefni yfirvalda til aðgerða í þessum málum og verðlagningarstjórum verslana til varnaðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 22:48
Salt götunnar og naglar
Nú er að byrja sá tími ársins sem bæði ríki og sveitarfélög strá salti um vegi landins. Upphaf þessa gjörnings má rekja til umhvartana þáverandi bílstjóra SVR vegna krafna um að þeir héldu áætlun, hvað sem tautaði og raulaði. Söltunin sem byrjaði á strætóleiðum smátt og smátt færðist í aukanna, þannig að ekki má spá kuldakasti að þá eru allar götur Reykjavíkur og nágrennis og víða á landsbyggðinni orðnar einn saltpækill.
En það er jú ljúft að geta ekið um auðar götur jafnvel í snjókomu og frosti. En þetta ljúfa líf hefur sína ókosti. Hér eru nokkur dæmi, sem flestir þekkja:
1. Saltið bleytir göturnar - jafnvel í 5 stiga frosti, þannig að bílar eru útbýjaðir í salti og tjöru. Það sem slíkt getur verið vandamál, þar sem rúðupissið getur verið frosið og ekki hægt að þrífa gusurnar sem koma á framrúður bílanna.
2. Óþægindi, þar sem tjaran og óþverrinn sest á bíla og fatnað.
3. Skemmdir á bílum og ótímabært ryð. Eins geta bremsur fests frekar og bremsubarkar eyðst og öllum vegfarendum getur stafað mikil hætta af því.
4. Þegar t.d. er saltað í skafrenningsveðri, vill snjórinn festast í bleytunni og myndað hættulegar aðstæður, í stað þess að fjúka yfir veginn. Vegir á landsbyggðinni eru hannaðir til að snjórinn fjúki yfir þá og af, en saltbleytan vinnur gegn þessu.
5. Saltið leysir upp tjöruna í malbikinu og olíumölinni, sem sest á dekkin og virkar eins og skíðaáburður á þau. Við þær aðstæður virka jafnvel bestu snjódekk ekki. Þá duga ekkert nema naglar, sem að öðrum kosti væri hægt að komast af án.
6. Bílstjórar verða værukærir þar sem þeir venjast ekki hálkuakstri og eru því ekki varir um sig ef allt í einu er ekki búið að salta eða jafnvel saltausturinn hefur ekki dugað. Þá skapast líka hætta.
Þörf er á fyrir gatna- og vegamálastjóra landsins að velta þessu máli aðeins fyrir sér.
En reynum samt að aka eftir aðstæðum og forðast slysin - hvort sem er á nöglum eða ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 11:23
Landbúnaðarumræða í röngu samhengi
Jón Kaldal er sennilega einn af hinum ungu og efnilegu blaðamönnum hér á landi og á vonandi bjarta framtíð fyrir sér. Hann tekur hins vegar nokkuð sérkennilegan pól í hæðina þegar hann fjallar um landbúnaðarmál, í nýlegum pistli í blaði sínu.
Aukinn innflutningur er lausnin að hans mati. Verðlag er of hátt hér á landi og hann á að leysa með innflutningi! Nú er ég almennt sammála honum um að aukið verslunarfrelsi sé til bóta. En það þarf að skoða það umhverfi sem landbúnaður er í almennt.
Landbúnaðarvörur eru almennt niðurgreiddar á Vesturlöndum og þær vörur sem hann vill flytja inn m.a. kjúklingar er niðurgreidd framleiðsla í upprunalöndnunum. Í öðru lagi eru gæði t.d. íslenska lambakjötsins langt umfram það sem þekkist erlendis. Hreinleiki íslenskrar landbúnaðarvara, t.d. íslensks grænmetis, er mun meiri en það sem gerist t.d. í Hollandi og á Spáni. Satt best að segja langar mig ekkert sérstaklega mikið í nautakjöt framleitt í iðnaðarlöndunum þar sem gripirnir eru fóðraðir á maskínuframleiddu fóðri.
Síðan getur verðmunur legið í öðru en háum framleiðslu- og dreifingarkostnaði. Ef við skoðum ýmsar aðrar vörur sem framleiddar eru erlendis, þá eru þær ekki endilega ódýrari en það sem gerist erlendis. Að fríblöðunum frátöldum t.d. eru blöð dýrari hér en erlendis. Auglýsingakostnaður er örugglega ekki lægri hér en t.d. í Bretlandi.
Einn er sá hluti sem Jón fjallar ekki um. Hvað gerist eða hvernig væri íslenskt samfélag ef innflutningur væri leyfður óheftur? Það er ekki nóg að leysa eitt vandamál með því að búa til fleiri. Því skyldum við búa okkur til óhagstæðari aðstæður en aðrar þjóðir gera?
Góð matvara og hreinleiki eru mikilvægir þættir í okkar lífsgæðum, sem við jú verðum að borga e.t.v. aðeins hærra verð fyrir, rétt eins og Kaliforníuíbúar borga himinhátt verð fyrir nálægð við ströndina, íbúar í London greiða fáránlega hátt íbúðarverð fyrir þau gæði sem borginni fylgja, o.s.frv.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 17:31
Ofstjórnun málið?
Bílstjóra er óheimilt, að viðurlögðum sektum, að tala í farsíma, nema að bíllinn sé kyrrstæður og/eða að notast sé við viðurkenndan handfrjálsan búnað. Með öðrum orðum bílstjóri má ekki hafa aðra hönd á síma, hina væntanlega á stýri eða gírstöng. Eins er skylda og búið að vera í nokkuð mörg ár að aka með fullum ljósum allan sólarhringinn allt árið. Ástæður eru aukið umferðaöryggi. Reyndar er fyrirmyndin sænsk, en þarlend stjórnvöld hafa lengið haft forgöngu með að hugsa fyrir íbúana.
En hversu lengi og langt á að ganga í að hugsa fyrir íbúana og senda þeim boð og bönn um lífið og tilveruna? Bílbelti eða öryggisbelti í bílum eru sjálfsögð. En á t.d. að banna fólki að drekka gos eða vatn, snæða pylsu, súkkulaðikex undir stýri? Hvað með rakstur eða andlitsmálun? Hvað með uppflettingu í símaskrá eða dagblöðum, svo ég tali nú ekki um að kíkja í kringum sig hvort sem er á fallegt landslag eða eitthvað enn fallegra? Sennilega yrði bílstjóri dæmdur fyrir að hafa ekki fulla athygli við aksturinn ef hann eða hún stundaði aktíft samræði undir akstri. En hvar á að draga mörkin?
Að sjálfsögðu eiga bílstjórar að hafa fulla athygli á akstrinum, en akstur er ekki sama og akstur. Að aka á fáförnum sveitavegi er annað en í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldi, svo dæmi sé tekið. Almenn skynsemi er e.t.v. ekki almenn, en stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að leysa sig úr vandanum með því banna hitt eða þetta.
Mín tillaga er að við bílstjórar fái aukna fræðslu um aksturinn og þá ábyrgð sem í því fellst að stýra bíl. Hlutverk stjórnvalda verði að upplýsa og fræða, sekta aðeins í undantekningartilfellum og enn síður að banna.
Bíllinn er lífsnauðsynlegur og verður það. Hann getur, eins og svo margt annað, verið lífshættulegur með rangri notkun.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar