Þörf á stefnubreytingu?

Konur eru um 57% nemenda í framhaldsskólum, eftir skyldunám.

Þetta er alveg fyrirtak að vissu marki a.m.k. og sýnir best þá þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu, að hér sé í raun meiri möguleikar fyrir konur en oft hefur verið gefið í skyn.

Sú spurning vaknar hvort ekki sé þörf á að skoða stöðu karla í þessu samhengi. Hver verður staða þeirra eftir ca 10-30 ár þegar núverandi nemendur verða komnir að fullu út í atvinnulífið - næstum 2/3 hlutar konur?

Verða karlar heimavinnandi eða í lægra launuðum störfum og konunar í toppstöðum samfélagsins með betri menntun?

Fróðlegt væri að fá þjóðfélagsspekulanta til að að bollaleggja þessa þróun.


mbl.is Mun fleiri konur en karlar í framhalds- og háskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nemi í rafmagnsverkfræði, á minni braut eru eitthvað um 10 konur, og veit ég til þess að a.m.k 2 þeirra hafi hlotið styrk fyrir frá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir það eitt að vera konur í verkfræði, ég hef ekki kynt mér það fylilega hversu margar konur fá styrk fyrir þetta eitt að vera með tvo xx litninga og hafa valið sér eitthvað tiltekið nám innan verkfræðinnar.

annað sem ég skal viðurkenna að ég þekki kannski ekki til hlítar, en ég fullyrði að ég hafi aldrei heyrt um, er að karlmenn  hafi fengið styrk til að sækja nám í kvennmettaðri deildum háskólans.

Ég er ekki að kvarta yfir mínu hlutskipti né heldur að gagnrýna þessar styrkveitingar fram að þessum tímapunkti, en maður getur ekki sagt annað en að manni finnist þetta talsvert kynjamisrétti í ljósi þessarar könnunar.

Ingvar K. Þorleifsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll og takk fyrir þessa ábendingu.

Þessaari aðferð er víða beitt. T.d. skal ákv. hlutfall frambjóðenda til norska þingsins vera konur, 45% ef ég man rétt.

Í Bandaríkjunum er í gildi löggjöf um "affirmative action." Þar er skýrt tekið á að stofnanir (þ.m.t. skólar) skuli ráða til sín eða skrá einstaklinga í samræmi við hlutfall þeirra í því samfélagi sem þær vinna innan. Þetta leiðir til ákv. jöfnunar, en á sama tíma getur og hefur haft þær afleiðingar, að hæfir einstaklingar fá ekki störf eða námsvist, vegna þess að "óhæfir" einstaklingar úr minnihlutahópum "urðu" að komast að, vegna kynferðis eða kynþáttar.

Sjálfur á ég fjóra syni, sem mér er til efs að fái sömu tækifæri í framtíðinni og ef þeir væru kvenkyns!

Jónas Egilsson, 22.1.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband