Tímabært að minnast þeirra sem létu lífið eða voru kúgaðir undir stjórn Kastró

Hætt er við, þegar leiðtogar láta sjálfviljugir af völdum eða deyja, að þeirra sem minnst sem mikilhæfum mönnum. Dæmi um þetta eru t.d. Maó, Franco og Stalín. Hitlers er réttilega minnst sem hreinlega glæpamanns. Hver verður arfleifð Kastró?

Mannréttindi, trúfrelsi, réttindi samkynhneygðra verða seint talin í flokki afreka hans, nema e.t.v. árangur hans í fangelsun, kúgun og við að halda þeim niðri. Áætlað hefur verið að fram til ársins 1970 hafi um 5.000 aftökur átt sér stað á Kúbu í valdatíð Kastró. Sumar þessar aftökur voru ekki á "glæpamönnum" heldur liður í hans eigin valdabaráttu eða hluti af "byltingunni!"

Til eru þeir sem hefur verið ljóst því sem næst frá upphafi og það hefur komið betur í ljós síðar, að valdabrölt ýmissa í "nafni alþýðunar" hefur ekkert verið annað en eigin sókn til valda, án nokkurs tillits til almennins almennt. Er þá sérstaklega vísað til nýúkominnar bókar um Maó eftir Jung Chang og Jon Halliday.

M.o.ö. tímabært er að fara skrifa sögu Kastró eins og hún var raunverulega - ekki láta fortíðina sjá um sig sjálfa.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Two wrongs don't make one right!

Þótt þú sért ekki sáttur við Bush, þá er Kastró ekkert betri!

Jónas Egils (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Kastró er eins og Móðir Teresa í samanburði við Bush, 5.000 aftökur á 38 árum er dropi í hafið í samanburði við þær aftökur hjá Bush ánþess að ég sé að leggja blessun yfir þær. Ég held að þegar sagan um hann verði skrifuð þá verði hún ekki eins slæm og BNA er búið að innprenta í almenning. Það kostar ýmisar fórnir að halda uppi lögum og reglum.

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband