Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flótti Hjörleifs og fleiri vinstri manna

Þegar hagfræðingar gagnrýndu hagstjórn síðustu ríkisstjórnar, var ríkisstjórninni kennt um.

Nú þegar hagfræðingar gagnrýna stjórnvöld, er hagfræðingunum kennt um!

En Hjörleifur Guttormsson er ekki óvanur því að skipta um skoðun eða snúa sannleikanum sér í hag. Mikla ánægju höfðu fyrrum samstarfsmenn úr pólitíkinni hans á Neskaupstað að segja frá viðsnúningi hans í virkjanamálum og uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Sem kunnugt er var hann sem iðnaðarráðherra hlyntur uppbyggingu ávers í Reyðarfirði. Var sérstakur útsýnisstaður í Reyðarfirði, með sjálfvirkri veðurstöð, nefndur "Hjörleifshöfði" honum til heiðurs, vegna áhuga hans á þessu máli! En það var þá.


Lúxusvandamál Samfylkingarinnar!

Það verður að teljast talsverður lúxusvandi forystu Samfylkingarinnar að hafa "pólitískt" ráð á að fórna sínum vinsælasta þingmanni í kjördæminu.

Gunnar kom sá og sigraði í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar og hefur verið ótvíræður forystumaður í bæjarmálunum í Hafnarfirði, sem hefur verið eitt höfuðvígi kratana í áratugi. Þá hefur hann þótt standa sig vel og hafa verið málefnalegur í störfum sínum á þinginu.

En það getur verið einmitt vandamálið, það skiptir meira máli að vera "réttu megin" í flokknum en "réttu megin" í pólitík.

Er þetta svo árangur samræðustjórnmálanna innan Samfylkingarinnar? 


mbl.is Gunnar ekki „í klíkunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri fyrir sjálfstæðismenn

Framboð Ragnheiðar Elínar skapar mörg tækifæri fyrir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi, sem hefðu að öðrum kosti ekki staðið til boða. Það þarf að bjóða upp á nýja sýn fyrir framtíðina um leið og gert er upp við fortíðina og lærdómur dreginn af því sem aflaga fór. Það gerist einfaldlega ekki að óbreyttu.

Sjálfstæðismenn þurfa að horfa til framtíðar. Þeir þurfa að geta boðið upp á gott fólk sem er reiðubúið til forystu í landsmálum og nýtur trausts kjósenda. Vinstrimenn, sem nú hafa fengið tækifæri til að spreyta sig í ráðherrastólunum, eru ekki að standa sig og því ljóst að sjálfstæðismenn þurfa fyrr en síðar að vera viðbúnir því að vera kallaðir til forystu í landsmálunum að nýju.

Þá eru prjófkjör hluti af okkar lýðræðislega ferli og er  tækifæri til umræðu og samanburðar milli hæfra einstaklinga og eru ekki ódrengilegri en íþróttakeppni. Því á ekki að túlka framboð eins einstaklings sem mótframboð við annan.


mbl.is Ragnheiður stefnir á 1. sætið í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófullgerða hugmyndin

Framsóknarmenn virðast jú hafa myndað sé skoðun til þaula hvað þetta stjórnlagaþing á að gera, hvernig á að skipa það, velja varamenn o.s.frv. Hins vegar virðast hvorki Vinstri Grænir eða Samfylkingin hafa áttað sig á því og tala út þegar Framsóknarmenn tala suður. 

Það er þetta ósamræmi sem aðallega er verið að gagnrýna. Hvað er hvurs og hvurs er hvað. Því miður virðist vera um þessa hugmyndir sem aðrar, sem stjórnarliðar og þeirra stuðningsmenn setja fram, að þær eru hálfkaraðar þegar þær eru kynntar. Ef þær eru ekki þversagna kenndar innbyrgðis,  þá eru þær í litlu samræmi við það sem er að gerast á öðrum vígstöðum stjórnarliða.

En svona er bara lífið víst! 


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk krafa um endurnýjun í Suðurkjördæmi

Því verður ekki neitað að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eiga undir högg að sækja. Allir hafa þeir sína styrkleika, en veikleikarnir eru margir. 

Bjarni Benediktsson alþm. hefur sagt að flokkurinn þurfi að biðjast afsökunar á efnahagshruninu og axla þannig ábyrgð á því sem gerst hefur. Frambjóðendur þurfa að skilja sína stöðu og ábyrgð. Það er hægt að ná til harðra flokksmanna og fá þá til að styðja óbreytta forystu og jafnvel góða stuðningsmenn flokksins líka. Hætt er við að almennir kjósendur vilji breytingar. Það grundvallaratriði að frambjóðendur átti sig á þessari staðreynd.

Ef flokkurinn skoðar ekki stefnu sína og framkvæmd í kjölinn og býður uppá nýja frambjóðendur munu kjósendur hans velja sér aðra flokka eða sitja heima. 

Ungliðafélög flokksins í kjördæminu hafa ályktað um þetta mál afdráttarlaust.

Endurnýjun verður að eiga sér stað ef ekki á illa að fara í kosningunum í vor!


mbl.is Vilja endurnýjun á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn Jóhönnu?

Nú þegar ríkissjóður hefur verið dæmdur í héraðsdómi til að greiða bætur vegna brota Jóhönnu Sigurðardóttur þá félagsmálaráðherra á stjórnsýslulögum, hlýtur sú spurning að vakna hvort Jóhanna geri sömu kröfur til sín og annarra, segji af sér?

Jóhanna hafði skipað mann í sem formann nefndar um málefni fatlaðra 17. apríl 2007 til fjögurra ára á grundvelli laga nr. 59/1992. Um tveimur mánuði síðar hafði ráðherra skipt um skoðun og vildi nýjan formann!

Hvað gerir Hörður Torfa nú? Það er stutt fyrir hann að færa sig að stjórnaráðshúsinu og hefja á ný mótmæli þar og Bubbi hefur smátíma til að semja nýtt lag fyrir útvaprsþátt sinn nk. mánudag.


Forsetinn tekinn á teppið!

Einn einn kaflinn í sorgarsögu forsetaembættisins var skrifaður í dag, miðvikudaginn 11. febr. 2009:

Nú hefur forsetanum verið „gefin heimild“ til að gera grein fyrir orðum sínum í viðtali við hina þýsku útgáfu af Financial Times! Tilboð þetta kemur frá fyrrum flokksfélaga forsetans í Alþýðubandalaginu og formanns utantríkisnefndar alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, í kjölfar kröfu Björns Bjarnasonar um skýrslu þar sem farið er yfir áhrif nýlegra ummæla forsetans í blaðinu.

Með öðrum orðum: Forsetinn er kallaður á teppið til að gefa skýringar!


Vörn gegn miðstýringu og „flokksræði“

Sennilega er ein besta vörnin gegn flokksræði sem svo hefur verið nefnt, að hafa kjördæmi þingmanna lítil og fámenn. Þá eru þingmenn í meira návígi við kjósendur og næmari fyrir skoðunum þeirra og sjónarmiðum. 

Það versta sem gerðist væri að sameina landið í eitt kjördæmi. Þá réðu stjórnmálaflokkarnir því sem þeir vildu um framboðslista og framgöngu manna á listanum. Því ofar á listanum, því öruggari yrðu einstaklar um að ná kjöri og því ónæmari fyrir viðhorfum einstaklinga.

Eins og sést vel í Bandaríkjnunum og jafnvel Bretlandi, þar sem einmenniskjördæmi eru, taka þingmenn iðulega afstöðu gegn forystunni, þegar hagsmunir kjósenda þeirra eru annars vegar. Þetta er athyglisvert sérstaklega þar sem í Bretandi er hin svokallaða þingræðisskipan, þ.e. að þingið velur framkvæmdavaldið og í Bandaríkjunum er meiri aðskilnaður á milli framkvæmdavalds og löggjafarvaldsins.

Mikilvægt er líka að efla faglega stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, með því að efla aðgegni þingmanna að sérfræðiþjónustu og einnig með því að efla störf þingnefnda. 

Í raun er því ekki þörf á fara út í stórkostlegar breytingar á stjórnskipun, ef vilji er fyrir því að efla stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, sem ekki er vitað hvaða áhrif hafa til lengri tíma er litið. 


Atvinnuleysisstefna ríkisstjórnarinnar

Lítið bólar á þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn tók sé fyrir hendur þegar hún kom til valda. Ekkert bólar t.d. á aðgerðum til að draga úr atvinnuleysi, eða úrræðum fyrir þá sem þegar eru orðnir atvinnulausir.

Reyndar eru oddviti ríkisstjórnarinnar helst í fréttum fyrir það að vilja auka atvinnuleysið - þ.e. að losa sig við þrjá bankastjóra. Síðan hefur hinn oddviti stjórnarinnar helst verið í fjölmiðlum fyrir að vilja endurskoða atvinnuskapandi aðgerðir fyrri ríkistjórnar, með því að fella úr gildi heimid til hvalveiða.

Er forgangsatriði stjórnarinnar er að gera þrjá menn atvinnulausa, á meðan 13 þúsund manns bíða eftir aðgerðum? 

Skýtur þar skökku við, að velferðarstjórnin svonefnda, er upptekin við að auka atvinnuleysi, ekki minnka það? 


Sveitarfélög sameinuð með valdi?

Picture 2

"Með illu skal illt út rekið" segir gamalt máltæki. Nú skal sameina sveitarfélög með góðu eða illu, en svo hljómar boðskapur nýs ráðherra sveitarstjórnarmála.

En er það lausnin á meintum vanda sveitarfélaga? Og hvert vandamálið?Hér á landi höfum við athyglisverða mynd af sveitarfélögum. Á öðrum endanum Reykjavík og nágrannsveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með um 2/3 hluta íbúa landsins en þau þekja ekki nema um 1% af flatarmáli landsins. Hinum megin á þessari mynd, getum við sagt að Vestfirðir séu t.d. eða Skaftafellssýslurnar og norð-austurhluti landsins. Þar búa fáir, en landsvæðið er gífurlega stórt á okkar mælikvarða.

Áður en ákveðið að sameina skuli með valdi væri hollt að spyrja og svara því til hvers eru sveitarfélögin í landinu? Jú, þau sjá um það sem skilgreind hefur verið nærþjónusta, þ.e. leik- og grunnskóla, mál félagslegs eðlis og stuðning við íþróttir svo dæmi séu tekin. Þau hafa það hlutverk að sinna íbúunum með öðrum orðum.

Í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins er þetta tiltölulega lítið mál. Hins vegar blasir við nokkuð önnur mynd í dreifbýlinu. Í Vestur-Skaftafellssýslu er eitt sveitarfélag en tveir þéttbýliskjarnar og um klst. akstur á milli þeirra. Til að ná þúsund íbúa markinu yrði væntanlega að sameina Vestur-Skaftafellssýsluna austursýslunni eða Rangárþingi eystra. Þá er komin upp sú staða, svo við höldum okkur við þetta dæmi, að akstur t.d. íbúa á Klaustri í stjórnsýsluna yrði um 2-3 klst.! Það segir sig sjálft að samgönguleiðir væru frekar langar, ef af þessu yrði. Þetta er bara ein hlið sem þarf að skoða en fleiri eru til.

Niðurstaða þessa pistlar er að það sé engin lausn að búa til önnur vandamál með því að "leysa" einhver önnur. Ráðherrann þarf að gera meira en að setja fram einfaldar lausnir á þessu máli. Þær eru einfaldlega ekki til. Er ekki vandamálið að heildstæða stefnu í málefnum sveitarfélaga skortir?

Síðan eru fleiri mál sem þarf að skoða: Væntanlegt hlutverk sveitarfélaga, takmarkanir á tekjustofnum sveitarfélaga, kröfum um þjónustu. Annað sem má líka ræða, sem er fjölbreytileiki byggðarinnar og fjölbreyttar þarfir íbúanna og atvinnulífsins. Á móti kemur geta sveitarfélaganna til að sinna þessum þörfum, en sú umræða verður að bíða. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband