5.9.2009 | 13:27
Arfleifð fyrrv. stjórnarandstöðu!
Mikið hefur verið rætt um arfleifð ríkisstjórnarflokkanna fyrrverandi, þá aðallega Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Og þeim kennt óspart um það sem miður fór.
Arfleifð fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka og núverandi stjórnarflokka hefur ekki verið eins í umræðunni. Það væri fróðlegt umræðuefni að skoða yfirlýsingar og stöðugar kröfur um aukin ríkisútgjöld hjá bæði Steingrími J. og Jóhönnu Sig. Fróðlegt væri fyrir spekúlanta samtímans að velta því upp hver staðan væri hjá ríkissjóði í dag, hefði verið farið að öllum útgjaldakröfum þeirra!
En þeim lærist, vonandi.
13.8.2009 | 22:09
Stjórnvöldum mistekst við hvert málið af öðru
Hvert vanræðamálið rekur annað hjá núverandi ríkisstjórn. Nú fella tollverðir kjarasamningana. Áður höfðu bæði slökkviliðsmenn og lögreglan gert það sama. Víða er ólga á hinum opinbera vinnumarkaði og augljóslega er ríkisstjórninni að mistakast að ná sátt á þessum vettvangi. Að ná sátt um aðgerðir kjarmálum ætti að vera nokkuð auðvelt um þessar mundir þar sem allir gera sér grein fyrir ástandinu.
Nýleg grein Evu Joly í nokkrum dagblöðum, þar sem hún skammast út í ríkisstjórnir Bretlands og Hollands í orði en íslensk stjórnvöld í raun, fyrir stöðuna eins og hún er, opinberar hvað best getuleysi ríkisstjórnarinnar til að gera meir en að tala um vandan og kenna öðrum um.
Skjaldborgin um heimilin sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar töluðu svo mikið um fyrir kosningar sést hvergi. Reyndar eru vandræði heimilanna að aukast ef eitthvað. Vandræðagangur í lausn helstu mála stjórnarinnar birtist reglulega í hótunum um stjórnarslit ef þingmenn stjórnarflokkanna eru ekki þægir, nú síðast í IceSave-málinu. Þar reyndar opinberast hvað mest vanmat og getuleysi ráðamanna til að leysa þann vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Ráðherrar vanmátu mikilvægi þessara samninga með því að senda embættismenn til að leysa þetta mikilvæga mál, sem þeir einir áttu að sinna. Það var gert í Þorskastríðunum á 8. áratug síðustu aldar!
Stöðugt er að koma í ljós hversu arfaslakur upprunalegi samningurinn var, samningur sem helstu ráðgjafar Steingríms Þistils gerðu og Jóhanna hefur varið með kjafti og klóm. Nú þarf þingið að spóla til baka og í raun setja ofaní við ríkisstjórnina vegna þess hve slakur samningurinn var. Allar aðrar aðgerðir í peningastefnumálum og fjármálum ríkisins bíða eftir lausn þessa máls. Töfin bitnar á almenningi og atvinnulífinu í landinu.
Ríkisstjórnin er að glata trúverðugleika sínum þar sem hún virðist hvorki geta gætt hagsmuna landsins í mikilvægum málum né komið nokkru áleiðis nema með hótunum um stjórnarslit. Stjórnarflokkunum er að takast á innan við tveimur misserum að glata trausti þjóðarinnar, sem er nýtt met í íslenskum stjórnmálum. Ísland þarfnast nú, meir en nokkrum tíma áður á lýðveldistímanum, öflugrar forystu í landsmálunum sem getur blásið trú og mætti í þjóðina, en ekki barið hana til hlýðni með misjafnar gjörðir sínar.
Tollarar felldu samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 07:42
Skrítin umfjöllun
Agnes Bragadóttir hefur þótt vera frekar litríkur fréttamaður og sjaldan farið dult með sínar skoðanir og stór spurning er hér, hvort hún sé að beita gamalkunnri taktík úr heimi blaðamanna að gera orð annarra að sínum.
Það væri í reynd mjög skrýtið ef þessi afstaða Þorgerðar Katrínar ætti að bitna eitthvað á stöðu hennar innan flokksins, þingflokksin eða gagnvart formanni. Þá væri verið að beita sömu aðferðum eða ráðum gegn henni og Vinstri grænir hafa verið sakaðir um að hafa beitt gagnvart sínum þingmönnum.
Fréttin er í raun um afstöðu blaðamannsins gagnvart varaformanni flokksins.
Staða Þorgerðar Katrínar veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.7.2009 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2009 | 17:10
Vinstri menn sjaldan staðist álag þegar á reynir
Í þau skipti sem vinstri menn hafa haft aðild að stjórn hafa þeir að jafnaði kiknað í hnjánum þegar á reynir. Dæmi er t.d. afstaða þeirra til varnarliðsins á Íslandi, en brottför þess var ófrávíkjanleg krafa við kosningar. Þegar á reyndi var allt gefið eftir, árið 1956, 1972 og síðan 1980.
Eftirgjöf í ESB málinu er því dæmigert fyrir vinstri menn - hugsjónum fórnað fyrir ráðherrastóla!
Kristinn H: Flokknum fórnað fyrir stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 16:54
Uppgjöf og pilsfalda-sósíalismi!
Það er opinber stefna Samfylkingarinnar að leita undir pilsfald Evrópusambandsins eftir lausnum á efnahagsvanda þjóðarinnar og sem framtíðar vettvang landsmanna. Formaður flokksins hefur ekki farið dult með þessa skoðun sína á undanförnum misserum og fylgja þingmenn og flestir flokksmenn þar á eftir af mikilli spekt.
Um 80% af lögum og relgum í Þýskalandi eru komin frá Brussel, sem dæmi. Við komum til með að hafa innan við 1% af fulltrúum á þingi ESB og í ráðherraráðinu, sem segir margt um áhrif okkar á eigin hagi og kjör í framtíðinni.
Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að stjórna landinu og útfæra má þessa stefnu flokksins sem e.k. pilsfalda-sósíalisma þar sem ríkisstjórnin leitar í skjól Evrópusambandsins til eftir lausnum og framtíðarákvörðunum.
Missti aldrei trúna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 22:24
80% frá Brussel!
Á tímabilinu 1984 til 2004 voru 23.167 lög og reglugerðir samþykkt og eða gefin út í Þýskalandi. Þar af voru um 19 þús. eða um 80% sem komu frá Brussel, ekki þýska þinginu eða þarlendum stjórnvöldum.
Þetta er bara einn mælikvarðinn á það framsal fullveldis landsins sem felst í aðild að Evrópusambandinu, eins og um 60% þingmanna ríkisstjórnarflokkana vilja, þ.e. Samfylkingin.
Er þetta það sem við viljum?
15.7.2009 | 08:22
Pólitísk uppgjöf?
Full ástæða er til að velta því fyrir sér hvort stjórnmálamenn á Íslandi hafi gefist upp við að halda í sjálfstætt Ísland. Sigurður Líndal fyrrv. lagaprófessor hefur bent á að með aðild að ESB verði sjálfstæði Íslands minna en það var á tímabilinu 1918 til 1944.
Mikill hljómgrunnur er fyrir því að "kasta" krónunni enda skilgreindur sem ónýtur gjaldmiðill. Því til sönnunar er bent á gengissveiflur og fall. Víst hefur hún fallið og er t.d. ekki nema um 1/2300 hluti sem hún var fyrir um 70 árum, þegar hún var á pari við þá dönsku. En lýsir ekki ferill krónunnar frekar efnahagsstjórnun og stöðu efnahagsmála hér, heldur en krónunni?
Hvað breytist við upptöku Evru? Annað tveggja, færist efnahagsstjórnunin, sem okkar stjórnmálamenn virðast ekki ráða við, úr landi og við fáum innfluttan stöðugleika eða að efnahagssveiflur verða jafnaðar með öðrum hætti en gengisfellingu íslensku krónunar, eins og gert hefur verið frá því að krónan var tekin upp. Efnahagssveiflur verða síðan leystar með atvinnuleysi.
Með aðildarumsókn að ESB hefur því verið lýst að við fáum "stuðning" og "skjól" af bara umsókninni - hvað þá heldur aðild, sem ber aftur bendir til uppgjafar stjórnmálamanna við stjórnun landsins.
Icesave samningarnir lýsa þessari uppgjöf hvað best. Þar hafa sýnileg mistök verið gerð, t.d. með því að framselja úrskurðarvaldi um túlkun þeirra breskum dómstólum - svo ekki sé rætt um kjörin! Gífurlegir möguleikar á stórfelldri upptöku eigna okkar samningsaðila (Breta og Hollendinga) við greiðslufall. Síðan hafa viðbrögð bæði pólitískra forystumanna í ríkisstjórn sem áður hefðu ótvírætt verið á móti svona samningum og form. samninganefndarinnar, bent til þessara uppgjafar.
Íslenskir stjórnmálamenn sýna merki um uppgjöf fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði okkar Íslendinga og stolti.
6.7.2009 | 21:58
Í einu orði sagt: Glæsilegt!
FULL ástæða er til að óska Akureyringum og Eyfirðingum öðrum til hamingju með þennan nýja glæsilega völl, sem eins og Unnar Vilhjálmsson þjálfari sagði, einn sá glæsilegasti á landinu.
Þetta er átta brauta völlur, allan hringinn. Hann stenst því kröfur um alþjóðleg mót svo sem Norðurlandameistaramót unglinga o.fl.
Þessi völlur verður heimamönnum vonandi hvatning til frekari dáða, bæði í æfingum og keppnum. Frjálsíþróttavöllur af þessu tagi er ekki bara fyrir keppnis- og afreksfólk í frálsíþróttum. Þessi aðstaða er tilvalin aðstaða fyrir heilsubótaskokk. Einnig er þetta kjörin aðstaða fyrir íþróttafólk úr öðrum greinum að taka hraðaæfingar og bæta sig í sinni grein, hvort sem það er handbolti, fótbolti eða eitthvað annað.
Og vonandi eflast frjálsíþróttir sem og aðrar með þessari glæsilegu aðstöðu.
Fyrsta æfingin á nýja vellinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2009 | 22:11
2+1=0
Bílalest náði í kvöld, 28. júní, frá Geithálsi austur að Kambabrún með mismuandi hléum og hraða. Hraði ökutækja var á tímabili, efst í Skíðaskálbrekkunni því sem næst enginn.
Ástandið var sérlega slæmt í við upphaf og enda 2+1 kaflan í Svínahrauni, þar sem ökumenn voru beggja megin að reyna að nýta sér þessa 2+1 leið til að flýta fyrir sér. Slíkt orsakaði tappa og öll umferð tafðist þess vegna og var kyrrstæð á köflum. Það sama gerðist á háheiðinni og ekki var hraðinn mikill framhjá Litlu-kaffistofunni.
Ástandið á Suðurlandsvegi í kvöld sýnir tvennt. Að vegurinn ber ekki álagspunkta og langt þar frá það sem um 30 km biðröð myndaðist inn í borgina. Svo löng, að stórborgir Bandaríkjanna væru fullsæmdar af. Einnig að þessi svonefnda 2+1 leið er e.t.v. ekki sú draumalausn sem ýmsir hafa bundið vonir við. Þver á móti, hafði hún gagnstæð áhrif.
Enn mikil umferð til borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 12:32
Ný ógn fyrir hvali!
Hvalir, undan ströndum Argentínu, hafa eignast nýjan skæðan óvin - máva sem eru farnir í auknum mæli að gæða sér á hval. Virðast mávarnir þar fylgja fordæmi kollega sinna sér og eru komnir í samkeppni við mennina um át á hvölum.
Árásir máva á hvala hafa þekkst í mörg ár, en talið er að árásum þeirra hafi aukist úr um 1% tilfella árið 1974 í um 74% nú. Mávar setjast á hvalina þegar þeir koma upp til öndunar, plokka sægróður utan af þeim og komast síðan í bert hold hvalana þar undir. Eftir verða nokkurra sentim. langar og nokkuð djúp sár sem sýking kemst í og eru dæmi um nokkur þúsund sár á einstökum hval. Þessi næringaraðferð mávanna er hvölunum til mikillar skapraunar og verja þeir nokkrum tíma til að losna við mávana með því að kafa og nærast því ekki á meðan. Bitnar þetta sérstaklega á kúm með kálfa sem einbeita sér að því að verja kálfana sína í stað þess að næra þá.
Myndir er hægt að sjá vef BBC: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8116551.stm
Nú þegar aðalfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur yfir er spurning hvort þetta sé ekki verðugt umræðuefni fyrir þá sem hafa áhuga á verndun hvala.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar