13.7.2007 | 08:49
Mismunun ekki eðlileg
![]() |
Sérreglur fyrir útvalda leiða frekar til mistaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 16:32
Samfélagsvandi
Ljóst er að ofbeldi er að aukast í samfélaginu. Meiri firring og skeytingarleysi einkennir ofbeldi nútímans. Hin "gömlu og góðu" slagsmál heyra sögunni til, en nú eru menn barðir til óbóta, jafnvel með öflugum kylfum og þaðan af verra.
Yfir sumartíman færist þetta ofbeldi, úr þéttbýlinu, á ferðamannastaði víða á landsbyggðinni. Dómsmálaráðuneytið þarf að laga sig að aðstæðum og færa liðsafla til eftir aðstæðum. Heimamenn eru ekki undir það búnir að takast á við skyndilegan fjölda og ofbeldi sem verður oft í kjölfarið á SMS hópsöfnunum eins varð á Hellishólum um helgina.
Ríkislögreglustjóra ber að styðja lögregluyfirvöld á landsbyggðinni í tilfellum sem þessum. Síðan þarf að ræða opinberlega hvað veldur og reyna að bregaðst við.
![]() |
Ölvun og ólæti á tjaldsvæði í Fljótshlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 07:44
Ísland hreinasta landi í heimi!
Það er margt sem styður þá fullyrðingu að Ísland sé hreinasta land í heimi. Hér er hlutfall endurnýjanlegrar orku um 70% ef ég man rétt, af heildarorkunotkun landsmanna, þegar mörg Evrópuríki eru einhversstaðar við 10% og Evrópusambandið er með langtímamarkmið að koma þessu hlutfalli í 20%! Hér er að sjálfsögðu átt við hitaveituna og vatnsaflvirkjanir okkar.
Vissulega getum við bætt okkar hlut og eigum að að gera það, s.s. með bættum skilum og endurnýjun umbúða, aukið hlut endurýjanlegrar orku eða hlut minna mengandi orkugjafa í bílaumferð eins og rafmagns og metans svo dæmi séu tekin.
Kostir íslenskra matvæla felast í hreinleikanum og ferskleikanum. Við erum laus við öll þau bætiefni og eiturefni sem nauðsynlegt er að nota við matvælaframleiðsu víð erlendis. Það þekkjum við öll sem höfum samanburð. Langlífi hér á landi er ein skírasta vísbending um að við gerum eitthvað rétt. Hægt væri að bæta hér mörgum atriðum við þennan lista.
Þó eflaust mætti gagnrýna þessa fullyrðingu, að Ísland sé hreinasta land í heimi, og finna einhvern óhagstæðan samanburð, gætum við samt markaðssett landið okkar sem sem slíkt og látið aðra um að leitast við að afsanna þessa fullyrðingu, ef svo ber undir.
ÍSLAND ER HREINASTA LAND Í HEIMI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 00:48
"After Sun" fyrir íslenska vegi
Ein af "snilldarlausnum" íslenskrar vegagerðar er olíumölin svokallaða, e.k. sambland af malarvegi og malbiki. Vegagerðin virðist hafa það að móttói að vera einu skrefi á eftir, ef svo má að orði komast.
Dæmi er olíumölin sem er leið að binda ryk og lausamöl á vegum landsins, að hluta til a.m.k. Vandamálið er að olíumölin hentar ekki þar sem umferð er mikil eða þar sem mikið er um þungaumferð eða hita - hvað á þá heldur sem þetta allt fer saman.
Hætt er við þar sem ekið er nokkuð umfram útreiknaða meðaltalsumferð, að vegirnir þoli ekki álagið - sérstaklega ef sólin skín. Afleiðingarnar verða vegir sem klessast niður eða eins og gerst getur að vegirnir fara að "svitna" þ.e. tjaran sem sett er í vegin til að binda mölina, leysit upp vegirnir verða hálf "rakir" eða sólbrenndir. Lausnin er e.k. "After Sun" fyrir vegina, eða sandur sem sáldrað er yfir vegina til að hindra smit eða sólbruna vegarins!
Væri ekki nær að splæsa almennilegu malbiki á vegina og vera laus við viðhald og vandræði af þessu tagi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 18:00
Nóg komið af ritskoðunum!
Er ekki nóg komið af ritskoðunum, nú bindindispostulanna. Mannanafnanefnd er eitt þeirra battería sem sett hefur verið á laggirnar til að skipta sér af nöfnum sem börn eru gefin. Ekki eru mjög mörg ár síðan að epli voru flutt inn aðeins fyrir jólin og var eplailmurinn hluti af jólastemmningunni. Einu sinni var bara ein útvarpsrás í landinu og þótti ýmsum það alveg nóg.
Er ekki kominn tími til að gefa fólki á að dæma sjálft hvað það vill í þessum efnum og hvað ekki? Áfengi er böl og á að fara leynt með - ef hægt er. Áfengi er víðast erlendis sem hluti af matarvenjum fólks. Ég hef ferðast víða og mikið á undanförnum árum og hef varla séð einstakling undir áhrifum áfengis á götum úti, nema þar sem áfengi er álitið böl, þ.e. á Íslandi, Finnlandi og Noregi.
Búum til kúltúr þar sem fólk lærir að umgangast áfengi eins og önnur matvæli og hættum þessum bönnum!
![]() |
Dæmdur í sekt fyrir að láta birta áfengisauglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 00:40
Ráðherra í rykmökk?
Þórunn Sveinbjarnardóttir nýlegur umhverfisráðherra lét hafa eftir sér í viðtali í Morgunblaðinu sl. sunnudag að hún væri á móti malbikuðum vegi yfir Kjöl. Þessi yfirlýsing kom bæði á óvart í aðra röndina og svo á hinn bóginn ekki.
Reyndar hafði yfirmaður allra umhverfismála á Íslandi og víðar, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, líst þeirri skoðun sinni í sama blaði, í lok febrúar sl., að það ætti alls ekkert að byggja Kjalveg upp með bundnu slitlagi. Rökin voru einfaldlega þau að fólki lægi bara ekkert á að komast yfir hálendið. Þessi sjónarmið styður nýr umhverfisráðherra og virðast hin svonefndu "náttúrverndarsinnar" vera á þessari línu, vegryk og aurbleyta eru með öðrum orðum vistvæn. Að þessu leytinu kom þetta sjónarmið ráðherrans ekki á óvart.
Það sem kom hins vegar á óvart var að ráðherra skuli ekki hafa áttað sig á því að bílar sem aka malarvegi bæði eyða meira eldsneyti og skemmast meira þegar þeim er ekið á malarvegum. Má þar benda á nokkur atriði: Malarvegir orsaka meiri eldsneytiseyðslu og þ.a.l. meiri útblástur. Dekkjaslit er meira og meiri skemmdir verða á ökutækjunum á malarvegum (grjótkast) en malbiki. Meira viðhald, ofaníburður, heflun og síðan ekki síst er meiri slysahætta á möl (lausamölin).
Í öðru orðinu er ráðherran að tala um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Í hinu orðinu er mengun og ryk vistvæn! Er ekki uppbyggður Kjalvegur með bundnu slitlagi tilvalinn til þess, stytta flutnings- og ferðaleið milli Norður- og Suðurlands og draga þannig úr mengun?
Þórunn er e.t.v. of ung til að muna eftir því þegar allir helstu þjóðvegir í nágrenni Reykjavíkur voru með malarslitlagi og ryk fyllti alla bíla eða aurbleytan sem þakti alla bíla og þurfti að þvo af eftir hverja bílferð. Þá var mikil umræða í samfélaginu um aðgerðir til að bregðast við þessu mikla vegryki sem fyllti öll vit. Bundið slitlag var lausin.
Árni er aftur á móti fullkomlega samkvæmur sjálfur sér og ekkert við öðru að búast við af honum en svona gamaldags og frumstæðum hugsunarhætti. Ráðherran ætti að vera betur upplýst, en vonandi lagast það hjá henni með tímanum.
4.6.2007 | 09:49
Áfengi böl?
Fjallað hefur verið um í hneykslunartón að veitt sé áfengi á íþróttakappleikjum hér á landi og fullyrt að áfengi og íþróttir fari ekki saman og það sé ekki gott til fyrirmyndar fyrir unga verðandi afreksmenn í íþróttum að áfengi sé veitt á íþróttavöllum. Þessi umræða hefur komið upp í tengslum við nýja veislustúku við Laugardalsvöll og vínveitingar í leikhléum þar.
Nú má um deila um forgangsatriði hjá KSÍ, hvort leggja eigi fjármuni í uppbyggingu grasrótarinnar eða nýrrar glæsilegrar stúku við Laugardalsvöll, en ásamt ríki og borg lagði KSÍ fjármuni í verkið með styrk erlendis frá.
Hins vegar þarf ekki að deila um það að vín er hluti af menningu okkar og ekki bara á föstudags- og laugardagskvöldum, heldur hluti af ákveðnum lífsstíl. Sá sem þetta ritar hefur sótt íþróttamót erlendis í rúman áratug og þar er nær undanteknarlaust veitt áfengi. Hins vegar er spurning um það magn sem hver og einn fær sér, því ég hef ALDREI séð menn kennda eða ráfandi um í áfengisvímu, þótt þeir fái sér vín- eða bjórglas með mat eða sem sósíal drykk.
Mörgum okkar hættir oft til að horfa eingöngu á áfengi sem böl. Það er í hugum sumra sú mynd sem dregin var t.d. af sjómönnum í sjónvarpsþætti nú á Sjómannadaginn, þegar togarasjómenn komu eingöngu í land til að drekka frá sér allt vit og peninga. Sú mynd er hvorki rétt né algengur hluti í okkar daglega lífi lengur - vona ég.
Við þurfum að læra að fara með vín sem hluta af okkar daglega lífi. Að fá sér léttvínsglas eða bjórglas á íþróttaleik þarf ekkert að vera undantekning þar á. Við þurfum e.t.v. frekar að skapa jákvætt umhverfi um notkun áfengis í stað þess að berja hausnum í steininn og vera með allt að því heimsendatal þótt einhverjir dreypi á vínglasi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 09:28
Bannið þá vitlaust?
Um daginn skrifaði ég smá blogg um þetta mál og vek athygli í raun á að bannið sé e.t.v. ekki tilangslaust, en þjóni varla tilgangi sínum og kemur þar margt til.
Málið er, eins og segir í fréttinni, að athyglin við aksturinn skiptir öllu máli. Bílstjóri getur verið löglegur" við allt annað en að tala í síma og samt gleymt sér við aksturinn, s.s. að skipta um útvarpsstöð, CD disk í tækjunum, snæða pylsu eða eitthvað annað, reykja, misst glóð úr rettunni í sætið o.s.frv. Allt löglegt, skv. umferðarlögum!
Áherslan hjá Umferðarstofu og tryggingarfélögunum á að snúast um að hvetja bílstjóra til að hafa athygli við aksturinn, þeir beri ábyrgð á bílnum, bíllinn geti valdið tjóni ef ... o.s.frv. Það er nefnilega ekki hægt að fara hina leiðina og telja upp allt sem má ekki. Verum jákvæð og höfðum til skynseminnar.
![]() |
Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 17:31
Ofstjórnun málið?
Bílstjóra er óheimilt, að viðurlögðum sektum, að tala í farsíma, nema að bíllinn sé kyrrstæður og/eða að notast sé við viðurkenndan handfrjálsan búnað. Með öðrum orðum bílstjóri má ekki hafa aðra hönd á síma, hina væntanlega á stýri eða gírstöng. Eins er skylda og búið að vera í nokkuð mörg ár að aka með fullum ljósum allan sólarhringinn allt árið. Ástæður eru aukið umferðaöryggi. Reyndar er fyrirmyndin sænsk, en þarlend stjórnvöld hafa lengið haft forgöngu með að hugsa fyrir íbúana.
En hversu lengi og langt á að ganga í að hugsa fyrir íbúana og senda þeim boð og bönn um lífið og tilveruna? Bílbelti eða öryggisbelti í bílum eru sjálfsögð. En á t.d. að banna fólki að drekka gos eða vatn, snæða pylsu, súkkulaðikex undir stýri? Hvað með rakstur eða andlitsmálun? Hvað með uppflettingu í símaskrá eða dagblöðum, svo ég tali nú ekki um að kíkja í kringum sig hvort sem er á fallegt landslag eða eitthvað enn fallegra? Sennilega yrði bílstjóri dæmdur fyrir að hafa ekki fulla athygli við aksturinn ef hann eða hún stundaði aktíft samræði undir akstri. En hvar á að draga mörkin?
Að sjálfsögðu eiga bílstjórar að hafa fulla athygli á akstrinum, en akstur er ekki sama og akstur. Að aka á fáförnum sveitavegi er annað en í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldi, svo dæmi sé tekið. Almenn skynsemi er e.t.v. ekki almenn, en stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að leysa sig úr vandanum með því banna hitt eða þetta.
Mín tillaga er að við bílstjórar fái aukna fræðslu um aksturinn og þá ábyrgð sem í því fellst að stýra bíl. Hlutverk stjórnvalda verði að upplýsa og fræða, sekta aðeins í undantekningartilfellum og enn síður að banna.
Bíllinn er lífsnauðsynlegur og verður það. Hann getur, eins og svo margt annað, verið lífshættulegur með rangri notkun.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 09:03
Sterar í tísku?
Skv. nýlegri rannsókn í Bretlandi er vitað um 42 þús. steranotendur í Bretlandi, jafnvel talið að þeir séu allt að um 100 þús. Þetta þýðir að það eru álíka margir sem nota stera og heróín þar í landi.
Þetta er mikil aukning og sérstaklega í yngri aldurshópunum, þ.e. 25 ára og yngri. Margir unglingar sjá fyrirmyndir eins og t.d. Schwarzenegger, en hafa ekki þolinmæði eða andlegt þrek til að byggja sig upp sjálfir á eigin forsendum, heldur tvíeflast við það að nota stera. Þessi efni er hægt að nálgast auðveldlega á netinu og á líkamsræktarstöðvum, a.m.k. í Bretlandi.
Í nútíma samfélagi þar sem gerðar eru meiri kröfur um vit en strit, er ekki þörf á mikilli líkamlegri þjálfun. Lágmarksáhersla er lögð á líkamlega þjálfun í skólum. Hins vegar eru kröfur um flott útlit og það skjótt helst. Formúlan getur því orðið: sterar fyrir vöðvana, sólbekkir fyrir húðina, orkudrykkir fyrir úthaldið, eitthvað hressilegt fyrir kvöldið og síðan smá viagra fyrir endasprettinn!!
Hætturnar eru augljósar, en fræðslu vantar. Íþrótta- og Ólympíusambandið (ÍSÍ) er með fræðslu og eftirlit innan sinna vébanda, en það er hvergi nærri nóg. ÍSÍ hefur mjög takmarkað fjármagn og síðan nær valdsvið ÍSÍ ekki út fyrir sína félagsmenn eða starfsemi. Anabólískir sterar geta verið áhrifamikil læknislyf, en eftirlitslaus noktun geta verið skaðleg, jafnvel banvæn.
Færa þarf lyfjaeftirlit og fræðslu til sérstakrar stofnunar, sem ynni í nánum tengslum við íþrótthreyfinguna, lögregluna og ekki síður skóla landins. Við þurfum að útrýma þessari vá, með svipuðu hugarfari og gert er með tóbakið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 34571
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar