31.8.2007 | 20:17
Kröftug stjórnarandstaða!
Það er ekki að merkja neina sérstaklega umhverfisvæna stefnu í bílainnkaupum forystumanna VG sem nú funda á Flúðum. Alla vega þurfti skriflegar sannanir fyrir einum íbúa héraðsins fyrir því að þarna væri forysta Vinstri Grænna saman komin til fundar, þegar horft var á alla jeppana og stóru fólksbílana.
Alla vega vantar ekki kraftinn í bílana sem þarna eru og er e.t.v það sá skilningur sem formaðurinn leggur í "kröftuga" stjórnarandstöðu. Fróðlegt væri að vita hvort þessir bílar hafi allir verið kolefnisjafnaðir!
![]() |
Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 09:45
Manngert umhverfi og flóð
Öfgar í veðurfari hafa verið nokkuð í umræðunni í sumar. Nýleg flóð í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, í Englandi í sumar og síðan víða í Asíu eru fólki í fersku minni. Eins flóð í vestanverðri Evrópu fyrir fimm árum, eldar á Grikklandi o.s.frv. Hér á Íslandi fengum við aðeins smjörþefinn af þessu, sem betur fer, í des. sl. þegar mikið flóð komu á land á Suðurlandi.
Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, hins vegar hefur áhugi okkar aukist til muna eftir að umræðan fór af stað um hin svonefndu gróðurhúsaáhrif. Eitt gleymist í þessu, en það er hið manngerða umhverfi og hversu mikið það hefur áhrif á hver áhrifin verða. Dæmi eru fjölmörg þar sem vatnsfarvegi hefur verið settar þröngar skorður þannig að það geti jú risið, en aðeins að ákveðnu marki. Þá bresti allt saman og flóðið verði víðtækari en ella.
Eins er að viðbúnaður er e.t.v. ekki til staðar. Flóð eða önnur náttúrvá gleymist. Við höfum nokkur dæmi um slíkt hérlendis.
Ein afleiðing þessarar umræðu og aukins áhuga á náttúrvám, er að mælitæki eru betri og nákvæmari nú en áður og við fáum miklu meiri upplýsingar nú en var áður.
Áður en við fellum dóm um flóð og hættur þeirra vegna og annarra náttúrlegra fyrirbrigða, þarf að skoða í hvaða samhengi hlutirnir gerast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 16:04
Þetta er hægt!
Flott afrek hjá Vésteini að gera Gerd Kanter að heimsmeistara!
Næst er að finna Íslending sem gæti náð þessum árangri.
![]() |
Lærisveinn Vésteins heimsmeistari í kringlukasti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 14:02
Of langt gengið?
Það er skiljanlegt að starfsmenn séu ath. reglulega, enda um mikil verðmæti og stórhættueg tæki að ræða. Hins vegar hef ég efasemdir um að tilefni og réttur sé til að krefjast þvagprufu af gestum!
Líklegt er að sumir hópar gesta verða minna "skannaðir" en aðrir, t.d. háttsettir embættismenn og aðrir slíkir. Þá er farið að mismuna fólki og það kallar á fleiri spurningar.
![]() |
Gestir geta þurft að afhenda þvagsýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2007 | 17:32
Pútin, öryggi og frelsi
Kasparov fyrrv. heimsmeistari í skák hefur fetað inná afskaplega hættulegar brautir, þ.e. að leiða virka andstöðu við forseta Rússlands. Ljóst er að þær lýðræðishefðir sem við teljum okkur búa við, eru varla til staðar í Rússlandi og dæmin virðast benda til þess að mörgum gagnrýnendum stjórnkerfisins þar sé ekki langra lífdaga auðið.
Pútin og hans hópur ganga út frá því að með sínum aðgerðum séu stjórnvöld að tryggja öryggi samfélagsins og efnahagslegan uppgang í landinu - en hugsanlega á kostnað einhvers frelsis, geri ég ráð fyrir.
Hvar á að draga mörkin. Hvorki á Íslandi né í öðrum vestrænum ríkjum varð sú velsæld til án átaka eða erfiðleika. Sú lýðræðishefð sem Bretar búa við, varð heldur ekki til án átaka eða mistaka. Sagt hefur verið um lýðræðið, að það sé engan veginn gott, en samt það skásta sem við höfum og þ.a.l. eigum við að viðhalda því ofar öllu. Þetta getum við sagt, en þeir sem varla hafa til hnífs og skeiðar hafa e.t.v. aðra sýn á forgangsatriðin í lífinu, þ.e. taka nægan mat, húsnæði og öryggi fram yfir lýðréttindi. Í því ljósi verðum við að "dæma" lýðræðisþróunina í Rússlandi.
Hins vegar er ekki ætlunin að réttlæta ofbeldi eða þjófnað sem fram fer í skjóli valds. Þeir sem hafa kynnt sér sögu Rússlands og Sovétríkjanna sálugu, vita að þar er tilfinning fyrir samfélaginu öðru vísi en gerist t.d. hér á Norðurlöndum. Í því ljósi verður að dæma þróuina. Lýðræðið í Rússlandi verður ekki til með tilskipunum, heldur þróun - eins og hjá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 17:18
Forsetinn ábyrgur?
Nokkur umræða hefur átt sér stað um ábyrgð í opinberri stjórnsýslu í kjölfar umræðna um framúrkeyrslu á endurbyggingu Grímseyjarferjunni.
Samgönguráðherra hefur réttilega farið fram á endurskoðun vinnuferla Vegagerðarinnar. Hins vegar er það ekki eins ljóst hvort sá skipaverkfræðingur sem vann að málinu beri ábyrgð á þessari framúrkeyrslu eða fjármálaráðuneytið eða Alþingi sjálft.
Forseti lýðveldisins sté fram með umdeildum hætti inn í stjórnsýslu landsins þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki staðfesta hin margumræddu fjölmiðlalög. Hann tók þar með af skarið og skilgreindi sjálfan sig sem ábyrgan aðila í stjórnkerfinu. Nú er það spurning hvort hann, sem æðsti ábyrgi aðilinn í kerfinu, eigi ekki að segja af sér vegna þessa máls? Ekki getur þjóðin það, sem endanlega er ábyrg fyrir þessu og þarf að borga tjónið sem af þessum mistökum hlýst.
Varla er við því að búast að forsetinn geri segi af sér, enda engin fordæmi fyrir því hér á landi. Hins vegar er löngu ljóst að eftirlitsumhverfið í stjórnkerfinu er ekki nægilega gott. Eins þarf að skilgreina ábyrgð stjórnenda í kerfinu betur og þá tækifæri þeirra til að taka ákvarðanir og er þá forsetaembættið ekki undanskilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2007 | 17:09
Einstaklingsréttindi og réttindi samfélagsins
Athyglisverð umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið um réttindi þeirra sem brjóta af sér eða gegn öðrum vis-a-vis réttindum hinna sem eru í nánasta umhverfi þeirra sem brjóta af sér. Þau dæmi sem höfð eru í huga er annars vegar umræða um meint brot á réttindum einstaklings sem þvingaður var til að gefa þvagprufu svo hægt væri væntanlega að komast að því hvort viðkomandi hefði ekið undir áhrifum áfengis eða ekki - öllu heldur hve mikið áfengismagnið hefði verið. Hitt dæmið er um réttindi þeirra nemenda á grunnskólastigi, þ.e. í skólaskyldu, til að fá fræðslu, þótt hegðan þeirra bæði truflaði eða beinlínis hindraði aðra nemendur í námi og eða skapaði aukin útgjöld fyrir hlutaðeigandi skóla og þar að leiðandi kæmi niður á öðrum nemendum óbeint a.m.k.
Sýslumaður í "þvagprufumálinu" var ekki í nokkrum vafa um sína stöðu, hann var að vernda almannaheill og því var réttlætanlegt að "brjóta" á réttindum ökumannsins sem var grunaður um ölvunarakstur og hefði getað valdið öðrum líkamlegu tjóni eða skemmdum á eigum. Sem betur fer, hlaust ekkert tjón af akstri þessa ökumanns svo þessi umræða verður alltaf "akademisk". Hins vegar hefði sýslumaður að öllum líkindum legið undir ámælum hefði hann ekkert aðhafst og umræddur ökumaður valdið tjóni eða málinu vísað frá dómi vegna ófullnægjandi sönnunargagna. Sú hugmynd, að láta lítið skilgreind "réttindi" og "sjálfsvirðingu" hins seka njóta vafans stangast á hagsmuni heildarinnar, það lagaumhverfis sem réttaríkið byggist á og er í raun í þversögn við markmið læknisstarfa. Hver er sjálfsvirðing þeirra sem aka undir áhrifum? Eins hvað með þá sem verða fyrir tjóni - líkamlegu eða veraldlegu vegna ákeyrslu ölvaðs ökumanns? Hlutverk lækna er lækna líkamleg mein og koma röð og reglu á starfsemi og útlit líkama samborgarana. Lögreglan hefur það hlutverk að halda uppi röð og reglu í samfélaginu og því eru þessar vangaveltur læknis um lögfræðileg atriði ótrúverðug. Allt málið fer fyrir dómstóla, sem vega og meta allar aðstæður og þá mun væntanlega verða skilgreint hvað má og má ekki í svona málum.
Í hinu dæminu, þar sem Reykjavíkurborg var að setja sér vinnureglur um viðbrögð vegna refsinga nemenda í grunnskólum borgarinnar, verður að segja að slíkt hafi verið löngu tímabært og þarft atriði. Það er löngu tímabært að réttindi og skyldur afbrotaaðila og brotaþola séu skilgreind samhliða verkferlinu sjálfu. Það hljómar sem þversögn reyndar að nemendur sem vísað sé úr skóla fyrir alvarleg brot, eigi sérstakt tilkall til að þeim sé sinnt sérstaklega og að gerðar verði sérstakar og kostnaðarsamar ráðstafanir til að tryggja að þeir fái að stunda nám sitt. Með því að brjóta gegn reglum samfélagsins hafa þeir hinir sömu að nokkru leyti a.m.k. fyrirgert rétti sínum til að halda áfram námi eða að aka um vegi landsins í tilfelli ölvaðra ökumanna. Andlegt ástand réttlætir ekki afbrot nema að viðkomandi sé veikur og undir þeim kringustæðum á að fá lækningu. Eins og bent hefur verið á, ávinna menn sér ekki aukin réttindi með slæmri hegðun og framkomu!
Þessi umræða er of mikilvæg til að henni sé stungið undir stól eða persónugerð í einum bílstjóra eða sýslumanni eða þaðan af síður verið hluti í tilverubaráttu einhverra hagsmunasamtaka. Þetta er umræða sem á heima á síðum blaða og í umfjöllunarþáttum ljósvakamiðla. Umræða þessi snertir grundvallaratriði lýðræðislegra réttinda í nútímasamfélagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 11:23
Landbúnaðarumræða í röngu samhengi
Jón Kaldal er sennilega einn af hinum ungu og efnilegu blaðamönnum hér á landi og á vonandi bjarta framtíð fyrir sér. Hann tekur hins vegar nokkuð sérkennilegan pól í hæðina þegar hann fjallar um landbúnaðarmál, í nýlegum pistli í blaði sínu.
Aukinn innflutningur er lausnin að hans mati. Verðlag er of hátt hér á landi og hann á að leysa með innflutningi! Nú er ég almennt sammála honum um að aukið verslunarfrelsi sé til bóta. En það þarf að skoða það umhverfi sem landbúnaður er í almennt.
Landbúnaðarvörur eru almennt niðurgreiddar á Vesturlöndum og þær vörur sem hann vill flytja inn m.a. kjúklingar er niðurgreidd framleiðsla í upprunalöndnunum. Í öðru lagi eru gæði t.d. íslenska lambakjötsins langt umfram það sem þekkist erlendis. Hreinleiki íslenskrar landbúnaðarvara, t.d. íslensks grænmetis, er mun meiri en það sem gerist t.d. í Hollandi og á Spáni. Satt best að segja langar mig ekkert sérstaklega mikið í nautakjöt framleitt í iðnaðarlöndunum þar sem gripirnir eru fóðraðir á maskínuframleiddu fóðri.
Síðan getur verðmunur legið í öðru en háum framleiðslu- og dreifingarkostnaði. Ef við skoðum ýmsar aðrar vörur sem framleiddar eru erlendis, þá eru þær ekki endilega ódýrari en það sem gerist erlendis. Að fríblöðunum frátöldum t.d. eru blöð dýrari hér en erlendis. Auglýsingakostnaður er örugglega ekki lægri hér en t.d. í Bretlandi.
Einn er sá hluti sem Jón fjallar ekki um. Hvað gerist eða hvernig væri íslenskt samfélag ef innflutningur væri leyfður óheftur? Það er ekki nóg að leysa eitt vandamál með því að búa til fleiri. Því skyldum við búa okkur til óhagstæðari aðstæður en aðrar þjóðir gera?
Góð matvara og hreinleiki eru mikilvægir þættir í okkar lífsgæðum, sem við jú verðum að borga e.t.v. aðeins hærra verð fyrir, rétt eins og Kaliforníuíbúar borga himinhátt verð fyrir nálægð við ströndina, íbúar í London greiða fáránlega hátt íbúðarverð fyrir þau gæði sem borginni fylgja, o.s.frv.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 14:10
Heimurinn hans Steingríms J
Steingrímur J. er sennilega einn af okkar litríkustu stjórnmálamönnum, duglegustu og mest áberandi. Hann ræðst með miklum krafti á andstæðinga og af mikilli hörku. Nú síðast skammast hann út í varnarsamningin við NATO, að því virðist af meira kappi en forsjá.
Gallinn við Steingrím og marga af hans líkum hann er of oft neikvæður. Fróðlegt væri að velta í tilverunni fyrir sér hvernig landið liti út ef hann og hans líkar hefðu fengið að ráða.
Augljóst er að Ísland hefði aldrei gengið í NATO og hér aldrei verið varnarlið.
Nokkuð líklegt er að við hefðum aldrei byggt upp stóriðju hér á landi, hvorki Straumsvík eða við Grundartanga, svo ég tali nú ekki um Fjarðarál.
Eins er líklegast að við hefðum aldrei gengið í EFTA á sínum tíma og síðar gert EES samningin.
Hans líkar voru á móti frjálsu útvarpi og sennilega hefði bara verið ein útvarpsstöð enn í landinu, það sem heitir RÁS 1. Alveg fyrirtaksstöð, en mér er það til efs að hún dugi öllum.
Epli voru flutt inn fyrir jólin hér áður. E.t.v. hefði það dugað Steingrími og hans líkum!
Þetta eru bara örfá dæmi um það sem Steingrímur og hans líkar hafa verið á móti á síðustu áratugum. Fróðlegt væri ef reiknað væri út hvernig efnahagsástandið væri ef þessi öfl hefðu fengið að ráða í gegnum tíðina.
Ekki má taka orð þessi þannig að banna eigi eða setja hömlur á skoðanafrelsi Steingríms og hans líka. Stjórnarandstaða er nauðsynleg öllum lýðræðissamfélögum, en hún verður líka að sýna ábyrgð og vera ekki á móti til þess að vera móti. Þá tapar stjórnarandstaðan trúverðugleika og þegar Steingrímur hefur rétt fyrir sér, sem gæti gerst, þá er hætt við að enginn taki mark á honum. Það er líka hættulegt lýðræðinu, því hefur hann þá skyldu að sýna ábyrgð, rétt eins og þeir sem eru við stjórnvölinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 13:48
Enn og aftur, röng hugsun
Alltof mörgum í þessu samfélagi dettur í hug að setja boð og bönn í þeim tilgangi að "leysa" vandamál. Notkun aðalljósa bíla allan sólarhringinn allt árið átti að leysa vandamál í umferðinni. Angi af þessari umræðu er gjaldtaka af náttúrauðlindum okkar. Ég spyr hvað næst? Þurfum við í framtíðinni að borga fyrir súrefnið sem við öndum að okkur? Hvers ættu hlauparar þá að gjalda, sem taka upp mun meira súrefni en við hin?
Svarið felst í að bjóða upp á þjónustu sem ferðamenn eru tilbúnir að borga fyrir og nota hagnaðinn af þeirri sölu til uppbyggingar á þeim stöðum sem þess þarfnast.
![]() |
Gjald inn á ferðamannastaði raunhæft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 34571
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar