Brot á lögum um vernd, friðum og veiðar á villtum dýrum?

Stór spurning er hvort handsömun sauðfjárins í Tálkna hafi ekki verið í bága við lög um vernd, friðum og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Umrætt sauðfé getur varla talist húsdýr eða hluti bústofns, enda hefur það gengið laust í nokkrar kynslóðir og algjörlega sjálfala. Þetta sauðfé er meðð öðrum orðum ekki húsdýr frekar en t.d. minnkar og refir sem sloppið hafa úr haldi ræktenda og ganga nú laus um náttúru landsins. Dýrastofn þessi heyrir sem sagt undir umhverfisráðuneytið, ekki landbúnaðarráðuneytið.

Skv. ofangreindum lögum eru öll villt dýr friðuð, nema að friðun sé sérstaklega aflétt, en ekkert er minnst á afléttingu friðunar á sauðfé í lögunum. Ákvörðun um að aflétta friðun skal byggjast á að viðkoma stofns sé nægjanleg til vega á móti afföllum vegna veiða og af náttúrulegum forsenddum.

Þá gilda mjög strangar reglur um veiðar á villtum dýrum, öðrum en meindýrum. Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl. Skulu viðkomandi veiðmenn hafa tilskilin veiðikort. Þá skulu veiðimenn hafa sýnt fram á hæfni til veiða, sótt námskeið og þreytt próf til sýna fram á hæfni sína. Sem dæmi er bannað að nota hunda til að hlaupa uppi bráð, steina og barefli.

Spurning er hvort þessi lög hafa verið brotin við veiðar á rollunum í Tálkna?

Vakin er athygli á að brot á þessum lögum varða sektum og fangelsi í allt að tveimur árum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 34283

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband