Vilhjálmur Bjarnason - maður ársins 2008

Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur hlýtur að teljast einn af mönnum ársins 2008 hér á Íslandi. 

Hann hefur haldið uppi málefnalegri og gragnrýnni umræðu um fall útrásarinnar og bankanna hér á landi. Vilhjálmur hefur einnig komið með hugmyndir um viðbrögð.

Hann stendur því upp úr í þessari umræðu, þegar margir aðrir eru bundnir í báða skó eða litaðir hagsmunum að einhverju leyti.

Picture 1

Ótrúverug yfirlýsing

Það er s.s. allt í þessu fína lagi að Hams sendi litlar og heimasmíðaðar eldflugar yfir til Ísarels og bani þar með nokkrum Ísraelum á ári! Með öðrum orðum "lítið heimatilbúið" ofbeldi er í lagi!

Málið er ekki svona einfalt. Ísraelsher heldur uppi stöðugu eftirliti með mannlausum flugvélum, gagngert til að staðsetja árásir af þessu tagi til þess að verja sína íbúa. Með þessu eftirliti er komið í veg fyrir margar árásir Hamas samtakanna á óbreytta borgara í Ísrael.


mbl.is Vilja slíta samskipti við Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveinn Rúnar skoði mál sín betur!

Ef Sveinn Rúnar Hauksson vill láta taka sig alvarlega ætti hann að skoða mál sinna umbjóðenda á Gaza aðeins betur en hann virðist gera í fjölmiðlum. Hann er nú að krefjast endurskoðunar á stjórnmálasambandi við Ísrael í ljósi ástandsins á Gaza.

Vissulega eru árásir á óvopnað fólk á Gaza ekki til eftirbreytni og í raun er ástandið þarna sorglegt. Hins vegar verður að skoða viðburði þarna í ljósi þess að svæðið er í heljargreipum hryðjuverkasamtakanna Hamas. Þessi samtök vilja ekki frið og þau halda uppi stöðugum eldflugaárásum á saklausa borgara í Ísrael og síðan er Ísarelsher kennt um ástandið! Eldflugum Hamas er að ásettu ráði beint á saklausa borgara og síðan felur Hamas starfsemi sína meðal óbreyttra borgara á Gaza.

Er það þetta sem Sveinn Rúnar Hauksson er að verja? Vill hann kenna sig við ofbeldi og hryðjuverkastarfsemi? Dapurlegt ef satt er. 


Frábær árangur

Árangur Vésteins er stórkostlegur á sviði þjálfunar og er farinn að vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. Hann þjálfar nú nokkra af bestu kringlukösturum heims.

Aðferðafræði hans er að byggja alþjóðlegt tengslanet, bæði með íþróttamönnum víða um heim og þjálfurum. Með fyrirkomulagi sínu er hann að ná til íþróttamanna í mörgum löndum, jafnvel heimsálfum. Hann leggur línurnar, fær upplýsingar frá ýmsum sérfræðingum, en leggur línurnar um þjálfunina og aðra uppbyggingu.

Ef við Íslendingar ætlum okkur frama á sviði íþrótta er ljóst að við gætum heilmikið lært af því sem hann er að gera almennt, ekki bara fyrir kringlukast og frjálsíþróttir, heldur íþróttir almennt. 


mbl.is Vésteinn þjálfari ársins annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karfa í Hvíta húsinu

WhiteHouseFive

Líklega verður hægt að bregða fyrir sig smákörfu milli funda í Hvíta húsinu þegar Barak Obama tekur þar við lyklavöldum. Fimm af hans helstu ráðgjöfum og samstarfsmönnum eru eða voru liðtækir körfuboltamenn og öll taka þau í bolta sér til afþreyingar.

Sjálfur lék forsetinn verðandi körfubolta með háskólaliði sínu. Aðrir í væntanlega góðu liði eru: Susan Rice verðandi sendiherra hjá SÞ, Arne Duncan verðandi menntamálaráðherra, James Jones verðandi öryggismálaráðgjafi og Eric Holder, verðandi dómsmálaráðherra. Varamaður gæti verið Sarah "Barracuda" Phalin, ríkisstjóri í Alaska og fyrrum ríkismeistari framhaldsskóla í Alaska. Arne Duncan er reyndar sá eini sem getur státað af því að hafa leikið sem atvinnumaður í faginu - í Ástralíu reyndar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Auglýsingar eru líka upplýsingar

Umræðan um hvort RUV megi vera með auglýsingar er ekki spurning um hvort Skjár 1 eða Stöð 2 og aðrir sambærilegir miðlar hefur snúist um tekjumöguleika þessara miðla, en ekki hina hliðina á þessu máli - upplýsingarnar.

Það virðist útbreiddur misskilningur að auglýsingar séu eingöngu tekjur fyrir miðlana sem þeim dreifa. Þær eru líka mikilvægur vettvangur miðlunar ákveðinnar tegunda upplýsinga til neytenda. Áhorfs- og hlustendakannanir greina vel hverjir horfa eða hlusta á ákveðnar stöðvar og hverjir ekki. Ljóst er t.d. að það eru ekki sömu einstaklingarnir sem horfa á Ríkissjónvarpið og horfa t.d. mest á Skjá 1. Eins er ljóst það hafa ekki allir aðgang að Skjá 1 eða Stöð 2. Auglýsendur eru því að höfða til mismunandi hópa.

Stöð 2 og Skjár 1 hafa einfaldlega minna áhorf og aðra áhorfendur að hluta til en RUV. Því myndi auglýsingamarkaðurinn í heild minnka og möguleikar margra til að nálgast upplýsingar minnka samhliða.

Ennfremur myndu möguleikar nokkurra íþróttagreina til að komast í sjónvarpið takmarkast mjög ef takmarka á kostun einstakra þátta í RUV. Hætt yrði því við að hinn "íþróttalegi" fjölbreytileiki myndi minnka verulega við bann við kostun á efni í RUV.


mbl.is Frestun frumvarps um RÚV misráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmta valdið?

Sagt er stundum að í lýðræðisríkjum aðríkisvaldinu sé þrískipt: löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Því hefur stundum verið haldið fram að fjölmiðlar séu hið fjórða valdið. Nú virðist fimmta valdið komið fram, auðmenn.

Reyndar þeir sem hafa lesið örlítið í sögu og þekkja til í stjórn- og efnahagsmálum, að tengingar eru þarna á milli og hafa mjög lengi verið. Það er hins vegar sorglegt þegar einstaklir blaðamenn eða miðlar gefa sig út fyrir að sjálfstæðir og óháðir að þeim er stjórnað af utanaðkomandi aðilum. 

Í raun er mikil samkeppni um áhrif og völd í þjóðfélaginu og ýmsum brögðum beitt. Verkalýðsforystan beitir félagsafli sínu nú gegn ríkisstjórninni sem dæmi. Ýmsir sérfræðingar á ýmsum sviðum bjóða þekkingu sína fram til áhrifa. Aðrir hafa peninga, sumir fjölmiðla og eða jafnvel hvoru tveggja. 

Kosturinn við lýðræðissamfélag við við þurfum ekki að kaupa þau blöð sem við viljum ekki lesa eða horfa á það sem við viljum ekki. Eins getum við kosið reglulega um þingmenn, eða  látið sjónarmið okkar í ljós með öðrum hætti, sbr. mótmælastöður í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana.


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál, þörf á meiri samkeppni

Þegar einn aðili hefur um 60% markaðshlutdeildar er þörf á meiri samkeppni. Veruleg ástæða er til að fagna því ef þessi hugmynd verður aða veruleika.

Ríkisvaldið hefur brugðist með því að setja ekki ákveðnari lög um einokun þar sem fyrirtækjum er skipt upp ef þau ná ákveðinni stærð á markaðinum. Því miður stöðvaði forseti lýðveldisins lög um eignarhald á fjölmiðlum.


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda Samfylkingarinnar velt yfir á aðra

Samfylkingin er í hugmyndafræðilegri klemmu, milli hægri og vinstri. Nú þegar vinsældir Vinstri Græna vaxa í skoðanakönnunum eykst pressa á vinstri arm Samfylkingarinnar, sem stundum hefur verið nefnd órólega deildin.

Nú á að friða órólegu deildina með því að hóta samstarfsflokknum í ríkisstjórn á láta það líta út eins og það sé forysta Samfylkingarinnar sem ákveði hlutina. 


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hvern á Ingibjörg Sólrún þá að semja?

Frú Ingibjög Sólrún hefur hótað stjórnarslitum samþykki Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðildarviðræður!

Það er hvorki meirihluti á Alþingi fyrir aðild að ESB né meðal þjóðarinnar, skv. skoðanakönnunum.

Augljóst er því að "hótanir" um stjórnarslit eru frekar bitlitnar undir þessum kringumstæðum, ef þær byggjast á þessu málefni eingöngu. 


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband