Vanda Samfylkingarinnar velt yfir á aðra

Samfylkingin er í hugmyndafræðilegri klemmu, milli hægri og vinstri. Nú þegar vinsældir Vinstri Græna vaxa í skoðanakönnunum eykst pressa á vinstri arm Samfylkingarinnar, sem stundum hefur verið nefnd órólega deildin.

Nú á að friða órólegu deildina með því að hóta samstarfsflokknum í ríkisstjórn á láta það líta út eins og það sé forysta Samfylkingarinnar sem ákveði hlutina. 


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ERtu stjórnmálafræðingur... ef svo er ættir þú að kynna þér Samfó betur... Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sá eini á Íslandi... VG er sósialistaflokkur með þröngar skoðanir á flestum málum. Hugmyndaræði þessar tveggja flokka skarast ákaflega lítið ef þá nokkuð...Sjálfstæðisflokkurinn er regnhlífarsamtök ólíkra hópa.  Það er enginn vinstri armur sem er órólegur í mínum ágæta flokki... menn hafa mismunandi skoðanir á samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn en það hefur ekkert með VG eða meinar vinsældir þeirra í skoðanakönnunum að gera. Minni þig á að VG var með 27% fylgi hálfu ári fyrir síðustu kosningar og enduðu í 15%. 

Jón Ingi Cæsarsson, 13.12.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ingibjörg Sólrún gerði bara rétt með því að skerpa línurnar

Ágreiningur stjórnarflokkanna í Evrópumálum lá fyrir og var marg undirstrikaður við myndun núverandi ríkisstjórnar. Það er öllum ljóst. Jafnframt er öllum nú ljóst að staðan er gjörbreytt. Samfylkingin var tilbúin að leggja sínar áherslur til hliðar, um stundarsakir, til að unnt væri að mynda sterka stjórn á Íslandi. Það tókst - en svo hrundi allt.

Mér finnst mjög eðlilegt að Ingibjörg Sólrún tali með skýrum hætti um það sem hún sér framundan. Annað hvort vill hún vinna með Geir og hans liði eða ekki. Hún er ekkert að stilla neinum upp við vegg. Það liggur einfaldlega fyrir nú að ef Sjálfstæðismenn halda afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar óbreyttri - þá vill Samfylkingin ekki vinna með þeim lengur. Skýr og eðlileg afstaða. Þá kjósum við að nýju og myndum aðra stjórn. Er það ekki það sem almenningur vill?

"Getur það verið að formanni Samfylkingarinnar þyki eðlilegt og málefnalegt að sjálfstæðismenn taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu undir þeirri hótun að komist þeir ekki að niðurstöðu sem er öðrum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem ekkert hafa með málefni Sjálfstæðisflokksins að gera ekki þóknanleg þá sé ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sjálfhætt? Ég vona að formaður Samfylkingarinnar hafi sagt meira en hún ætlaði sér í viðtalinu í morgun," segir Sigurður Kári.

Þessi orð er skelfilega barnaleg. Sjálfstæðismenn taka bara sína afstöðu, hvort sem hún rýfur stjórnina eða ekki. Ef aðstaða þeirra leiðir til stjórnarslita, þá verður svo að vera. Geir segist ekki óttast dóm kjósenda. Fimmti hver kjósandi (20%) hallast að Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir samkvæmt könnunum. Sem er frábær árangur eftir 17 ár í stjórn og öll helstu stefnu- og áhugamálin gjörsamlega hrunin.

Ingibjörg Sólrún gerði bara rétt með því að skerpa línurnar.

Björn Birgisson, 13.12.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Fróðleg greining hjá þér Jón Ingi. Kjósendur eiga svolítið erfitt með að sjá þennan mun, sem þú greinir milli flokka. Skoðakannanir sýna það. Hins vegar er það alveg rétt að þetta "skoðanakannafylgi" skilar sér ekki alltaf í kosningum.

Hins vegar veit ég ekki hvers konar samstarfsaðili það er sem beinlínis hótar samstarfsflokki sínum í fjölmiðlum. Þá er eitthvað að og spurning hvort ekki sé rétt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að slíta þessu samstarfi. Reyndar hefur "Samfó" jafnólíka menn og konur innanborðs eins og hægt er að sauma saman í einum flokki og erfitt að halda honum saman. Ennfremur er formaðurinn alls ekkert óumdeildur þar og nokkrir sem gætu hugsað sér að leysa núverandi form. af hólmi. Þetta ástand að hluta til endurspeglast út á við í flokknum.

Reynslan frá Noregi sýnir að stuðningur við ESB gengur þvert á alla flokka, meira að segja Verkamannaflokkin norska, systurflokk Samfylkingarinnar. Það væri miklu skynsamara að fara í þessa umræðu án þess að flokkarnir reyndu að þrýsta á kjósendur. Reynslan í Frakklandi, Hollandi og ekki síst á Írlandi sýnir að kjósendur bregðast oft gagnkvæmt við.

Jónas Egilsson, 13.12.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 34250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband